Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 10
29. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Ný bjórframleiðsla:
Fjármögnun hefst í febrúar
SKAGAFJÖRÐUR Undirbúningi bjór-
framleiðslu í Skagafirði hefur
miðað vel áleiðis og er stefnt að
því að bjórframleiðsla hefjist
þar í haust. Viðskipta- og rekstr-
aráætlun liggur fyrir og verður
kynningarbæklingur sendur til
fjárfesta í febrúar.
Gert er ráð fyrir að 145 millj-
ónir þurfi til að koma brugg-
húsinu í gang, 95 milljónir í
hlutafé sem skipt verður milli
einstaklinga og fagfjárfesta og
50 milljónir í lánum.
Leitað hefur verið tilboða í
vélar, tæki, flutninga og hráefni.
Vilhjálmur Baldursson,
stjórnarformaður Brugghússins
ehf., segir að stefnt sé að því að
ná sjö prósentum af íslenska
markaðnum. Markaðurinn í heild
veltir um 1,6 milljörðum króna.
65 prósent þeirrar upphæðar eru
innlend framleiðsla og afgangur-
inn innflutningur og er því stefnt
að veltu upp á 112-115 milljónir
króna.
Uppskrift að bjórnum liggur
ekki fyrir en vonast er eftir
samstarfi við lítil brugghús
á Norðurlöndunum; í Noregi,
Danmörku eða jafnvel 100 ára
gamalt brugghús í Færeyjum.
- ghs
Umhverfisvernd við Akureyri:
Krossanesborgir friðlýstar
UMHVERFIÐ Sigríður Anna Þórðar-
dóttir umhverfisráðherra und-
irritaði í gær auglýsingu um
friðlýsingu Krossanesborga við
Akureyri. Markmiðið er að
vernda svæðið og auka gildi
þess til útivistar fyrir almenn-
ing, náttúruskoðunar og
fræðslu. Svæðið er mikilvægur
varpstaður fjölda fuglategunda,
búsvæði sjaldgæfra plöntuteg-
unda og þar eru ýmsar sérstæð-
ar jarðmyndanir.
Á svæðinu var um tíma kot-
býlið Lónsgerði og enn sést
móta fyrir húsatóftunum.
Einnig er hægt að sjá ummerki
um vatnsveituskurð sem gerður
var um aldamótin 1900 og fyrsti
akvegur í norður frá Akureyri,
lagður 1907, liggur um svæðið.
Er það nánast eini búturinn sem
enn er eftir af þeim vegi. Á tím-
um síðari heimsstyrjaldar voru
hermannabraggar á svæðinu,
byssuhreiður og gaddavírs-
flækjugirðingar og sjá má leifar
af þeim stríðsmannvirkjum.
Ætlunin er að laga aðkomuna
að svæðinu á næstunni, merkja
gönguleiðir og bæta aðstöðu fyrir
vettvangsnám. - kk
Hafa stjórnvöld
sofið á verðinum?
Félagsmálaráðherra vill reyna til þrautar að leysa deiluna við Impregilo og
segir að starfshópur eigi að fjalla um stöðu erlendra starfsmannaleiga. For-
maður Samfylkingarinnar telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum.
ALÞINGI Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, telur að
stjórnvöld hafi sofið á verðinum og
ekki sinnt ítrekuðum kröfum
verkalýðshreyfingar og stjórnar-
andstöðu um að grípa í taumana og
setja lög og reglur um starfs-
mannaleigur meðan alþjóðleg stór-
fyrirtæki á borð við Impregilo hafi
stundað félagsleg undirboð og
grafið undan samfélagsgerðinni.
Þetta kom fram í utandag-
skrárumræðu á Alþingi í gær um
félagsleg undirboð á vinnumarkaði
en Össur var málshefjandi þeirrar
umræðu.
Össur gagnrýndi einnig stjórn-
völd fyrir að hafa ekki tryggt að
lögum um iðnréttindi væri fylgt
við Kárahnjúka þar sem óbreyttir
starfsmenn gengju í störf iðnaðar-
manna svo að hundruðum skipti.
Þá hefðu þau ekki enn tryggt að
skattskylda væri
hér á landi. Að-
stæður hér væru gróðrarstía fyrir
starfsmannaleigur.
Heilu íbúðablokkirnar væru
byggðar með því að greiða fimmt-
ung af eðlilegum kostnaði.
Miskinn væri margs konar, til
dæmis rýrari samkeppnishæfi
starfsmanna og fyrirtækja auk
þess sem samfélagið tapaði skatt-
tekjum og ætti erfiðara með að
standa undir velferðarkerfinu.
Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra svaraði því til að það
væri áhyggjuefni ef ekki væru
greidd laun í samræmi við kjara-
samninga. Lög eigi að tryggja að
það sé gert óháð þjóðerni.
Deilan geti farið fyrir félagsdóm
og komist dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að samningur hafi verið
brotinn sé undanþága til vinnu-
stöðvunar.
Ráðherra vill viðhalda því
vinnumarkaðskerfi sem hér er og
láta reyna á málið til þrautar innan
þess en mælir gegn opinberri
eftirlitsnefnd. Starfshópur hafi
fengið það hlutverk að fjalla um
stöðu erlendra starfsmannaleiga
og hann líti meðal annars til ann-
arra landa. ghs@frettabladid.is
ÖSSUR
SKARPHÉÐINS-
SON
ÁRNI
MAGNÚSSON
KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON OG SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Undirritunin fór fram á Krossanesborgum og auk ráðherra fluttu þar stutt ávörp bæjar-
stjórinn á Akureyri og forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
VILHJÁLMUR BALDURSSON
Stjórnarformaður Brugghússins ehf.