Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2005, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 29.01.2005, Qupperneq 11
11LAUGARDAGUR 29. janúar 2005 MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.655 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 351 Velta: 7.083 milljónir +0,75% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 41,10 -0,96% ... Atorka 5,95 +2,59% ... Bakkavör 25,10 +0,80% ... Burðarás 12,85 +0,78% ... Flug- leiðir 13,45 +1,13% ... Íslandsbanki 11,50 +1,77% ... KB banki 497,50 - 0,30% ... Kögun 46,50 – ... Landsbankinn 14,00 +6,06% ... Marel 53,20 -0,56% ... Medcare 5,85 – ... Og fjarskipti 3,40 +1,49% ... Samherji 11,25 -0,88% ... Straumur 10,15 +1,50% ... Össur 82,00 +0,61% Landsbankinn 6,06% Atorka 2,59% Síminn 2,50% Austurbakki -4,05% Hampiðjan -1,69% Actavis -0,96% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 71 73 1/ 20 05 Reykjavík • Kópavogi • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is 499 kr. Heilsársseríur útsala fimmtudag-su nnudags Verðsprengja 10 ltr. gróður- mold 249 kr. 40% 799 kr. 10 túlipanar Orkideur afsláttur af öllum pottaplöntum 999 kr. Breyting hjá Íslandsbanka Björn Björnsson, aðstoðarfor- stjóri Íslandsbanka, hefur óskað eftir því að láta af störfum af heilsufarsástæðum. Björn hefur verið einn af forystumönnum bankans frá því að hann var stofn- aður. Hann var áður bankastjóri Alþýðubankans, sem var einn þeirra banka sem stóðu að stofnun Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir Björn hafa verið lykilmann í uppbyggingu bankans. „Hann hefur átt stóran þátt í að móta þann fyrirtækja- brag sem einkennist af heilindum og fagmennsku.“ Björn hefur stýrt lánaeftirliti og lögfræðisviði og munu þeir þættir nú heyra undir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Þá mun starfs- mannasvið heyra undir Bjarna Ármannsson, forstjóra bankans. - hh Sexföldun hagnaðar Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku nam tæpum 2,9 milljörð- um króna í fyrra, sem er um sexfalt meiri hagnaður en árið áður. Hagnaður fjórða ársfjórð- ungs var 419 milljónir króna. Forsvarsmenn félagsins telja rekstrarárangur á fjórða ársfjórð- ungi góðan þegar litið sé til þess að hlutabréfamark- aður á Íslandi lækkaði verulega á fjórðungnum. Afkomuna þakka þeir fyrirtækja- verkefnum. Atorka hefur fjárfest nokkuð á erlendum mörk- uðum að undanförnu, en helstu eignir fyrirtækisins hér á landi eru Jarðboranir og lyfjafyrirtæk- ið Líf. - hh Kaupir í Flugleiðum Baugur tvöfaldaði hlut sinn í Flugleiðum í gær úr rúmum þremur prósentum í rúm sex pró- sent. Seljandi bréfanna var Ís- landsbanki. Bréf Flugleiða hafa hækkað mikið frá áramótum og segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi, að menn hafi trú á því sem félagið sé að gera. Baugur átti um tíma stóran hlut í félaginu sem var seldur á síðasta ári. Flugleiðir keyptu í vikunni flugvélar fyrir 40 milljarða króna og hyggst fyrirtækið efla þá starf- semi sem lýtur að viðskiptum með flugvélar. Gengi bréfa Flugleiða hefur hækkað um rúm 36 prósent frá áramótum. - hh Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á síðasta ári nam tæpum fjörutíu milljörðum króna. Lands- bankinn og Íslandsbanki birtu upp- gjör sín í gær og voru þau yfir vænt- ingum greiningardeilda. Landsbank- inn kom meira á óvart og var hagn- aður hans tæpum þremur milljörðum meiri en spáð var. Hagnaður Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi nam 1,3 milljörðum og hagnaður ársins nam 11,4 milljörðum króna. Tap varð af tryggingastarf- semi hjá Íslandsbanka upp á rúmar 650 milljónir á fjórða ársfjórðungi. Hagnaður Landsbankans á fjórða ársfjórðungi nam rúmum milljarði og varð hagnaður ársins 12,7 millj- arðar króna. KB banki hagnaðist um 15,8 millj- arða og er því samanlagður hagnaður bankanna tæpir fjörutíu milljarðar. Íslandsbanki greiðir hluthöfum sín- um hæstan arð, 4,5 milljarða króna, auk þess sem starfsfólk bankans fær 207 þúsund krónur í kaupauka vegna afkomunnar. Landsbankinn greiðir 1,6 milljarða og KB banki 3,3 millj- arða króna til hluthafa. - hh Hagnaðurinn fjörutíu milljarðar Afkoma bankanna var gríðarlega góð á síðasta ári. KB banki setti Íslandsmet og hinir eru ekki langt undan. HAGNAÐUR Í MILLJÖRÐUM KRÓNA: KB banki 15,8 Íslandsbanki 11,4 Landsbankinn 12,7 Samtals 39,9 FRÁBÆRT ÁR Það er létt yfir stjórnendum viðskiptabank- anna, en hagnaður þeirra hefur aldrei verið meiri, var tæpir 40 milljarðar króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SEXFALDUR HAGNAÐUR Gott ár er að baki hjá Styrmi Þór Bragasyni, fram- kvæmdastjóra Atorku. Hagnaður félagsins sexfaldaðist.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.