Fréttablaðið - 31.01.2005, Page 33

Fréttablaðið - 31.01.2005, Page 33
17MÁNUDAGUR 31. janúar 2005 Erum að hefja sölu á íbúðum í þessum glæsilegu húsum. LYFTUHÚS 3 - 5 HÆÐIR • 2 - 4 HERBERGJA ÍBÚÐIR • 20 BÍLSKÚRAR Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í sumar! LÆKJARGATA 26 - 32 HAFNARFIRÐI (Rafha reiturinn) Sölu annast Húsakaup, fasteignasala, Suðurlandsbraut 52, Sími 530 1500, husakaup@husakaup.is Byggt við íþróttamiðstöð Ný fjárhagsáætlun Vatns- leysustrandarhrepps. Fjárhagsáætlun Vatnsleysu- strandarhrepps fyrir árið 2005 var samþykkt á síðasta fundi hrepps- nefndar. Á áætlun er að byggja við Íþróttamiðstöðina. Í viðbygging- unni verður ný félagsmiðstöð auk þess sem búningaaðstaða verður stækkuð og geymslurými aukið. Aðrar fjárfestingar hreppsins eru helst í gatna- og umhverfis- málum en gert er ráð fyrir að klára göngustíganetið í Vogum og gangstéttir við byggðar götur. ■ Eldri hús eru oft ekki einangruð í sam- ræmi við nútímakröfur. Ekki í takt við tímann Kortlagning orkunotkunar. Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og Orkustofnun hafa skrifað undir samning um kort- lagningu orkunotkunar og ein- angrun bygginga. Sérlega verða þær byggingar skoðaðar sem þykja hafa óeðlilega hátt hlutfall raforku til húshitunar. Eldri hús eru oft ekki einangr- uð í samræmi við nútímakröfur og standast þar með ekki kröfur byggingarreglugerðar. Gera þarf íbúðareigendur meðvitaða um heildarkostnað vegna húshitunar, og upplýsa þá um hvernig megi á einfaldan hátt meta hvort eðlilegt eða nauðsynlegt sé að ráðast í endurbætur svo spara megi orku. Lagt er til að byggt verði á gögn- um frá fyrra orkusparnaðarverk- efni sem unnið var á árunum 1999- 2000. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu Verkkaupa. Verklok eru áætluð í desember 2005. ■ Í ár verður lokið við hátt í þrjú þúsund íbúðir. Jafnvægi á markaði? Íbúðaframkvæmdir fimmt- ungur fjármunamyndunar. Í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins sem birt var á vef ráðuneytisins á miðvikudag- inn er því spáð að jafnvægi sé væntanlegt á fasteignamarkaði. Þess má þó vænta að fasteigna- verð eigi eftir að hækka nokkuð enn eða þar til framboð á nýju húsnæði jafnast á við eftirspurn. Íbúðaframkvæmdir eru rúmur fimmtungur allrar fjármuna- myndunar í landinu, að stóriðju- framkvæmdum meðtöldum. Í ár er því spáð að lokið verði við hátt í 3.000 íbúðir sem er tólfhundruð íbúðum meira en sem nemur ár- legri framreiknaðri íbúðaþörf landsmanna. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.