Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 1

Fréttablaðið - 11.02.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR MEGASUKK Hljómsveitin Megasukk, sem samanstendur af tónlistarmanninum Megasi og dúettnum Súkkat, heldur tón- leika á Grand Rokk klukkan 23 í kvöld. DAGURINN Í DAG 11. febrúar 2005 – 40. tölublað – 5. árgangur DEILT Á HALLDÓR Hart var deilt á for- sætisráðherra á Alþingi í gær í kjölfar við- tals við hann sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður. Sjá síðu 2 BROTHÆTT VOPNAHLÉ Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna er ótryggt eftir að ísraelskir hermenn drápu tvo Palestínumenn í gær. Sjá síðu 2 RÁÐHERRA VILL KONUR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent stjórnend- um 80-90 helstu fyrirtækja landsins bréf þar sem hún hvetur þá til að beita sér fyrir því að konur fái tækifæri í stjórn. Sjá síðu 4 MILLJARÐUR Í UPPGREIÐSLU Alls námu uppgreiðslur lána hjá Byggðastofnun tæpum 1.100 milljónum króna frá 1. septem- ber 2004 fram til dagsins í dag. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 18-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% VEÐRIÐ Í DAG ATVINNA „Byggingaverktakar fá starfsmenn frá Austur-Evrópu án þess að hafa til þess nokkur leyfi og gefa ekki upp launin þeirra. Þeim fjölgar ört sem starfa ólög- lega,“ segir Guðmundur Gunnars- son formaður Rafiðnaðarsam- bands Íslands. Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir sambandið vita af þessari þróun. Hann segir vitað um tilfelli þar sem útlend- ingar hafi gengið svo langt að stofna fyrirtæki þar sem engar tekjur eru gefnar upp. Hann seg- ir erfitt að átta sig á umfangi vandans en undanfarna þrjá mán- uði hefur Samiðn haldið uppi eftirliti í samstarfi við lögreglu og Útlendingastofnun, þar sem reynt er taka á þessu máli. Byggingaverktaki, sem rætt var við, segist þekkja nokkur dæmi þess að útlendingar haldi áfram að vinna hér á landi eftir að atvinnuleyfi renna út og gefi tekj- ur sínar ekki upp. Hann sagðist hafa haft samband við Útlend- ingastofnun sem hafi vísað á lög- regluna, sem vísaði aftur á Út- lendingastofnun. Hann sagði að sér virðist vera fá úrræði til að taka á þessu. Verktakinn tók undir með Finnbirni að dæmi séu um að menn án atvinnuleyfa stofni sín eigin verktakafyrir- tæki, til dæmis um parkett- eða pípulagningar. Þeir undirbjóði verktaka sem fara að settum regl- um. Guðmundur Gunnarsson segir marga þá sem vinna svart vera oftar en ekki af erlendu bergi brotna og vinni þá gjarnan langt undir lágmarkslaunum, fái ekki yfirvinnu greidda, orlof eða veik- indafrí. Guðmundur segir að erfitt sé að segja hversu margir stundi vinnu án atvinnuleyfis eða á svörtu kaupi, en óstaðfestar töl- ur bendi til að þeir séu allt að því 600 í byggingargeiranum á höfuð- borgarsvæðinu einu saman. - bs LÖGREGLUMAÐUR Á VETTVANGI Framin voru tvö vopnuð rán með fimmtán mínútna millibili í gær. Ræninginn náðist seint í gærkvöld. Hann hefur játað sekt sína. LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um að hafa framið fimm vopn- uð rán síðan á þriðjudag. Lögregla veitti bíl mannsins athygli við verslunarmiðstöð um níuleytið í gærkvöld. Við eftirgrennslan fundust byssa, öxi og gríma í bíln- um ásamt fleiru. Maðurinn, sem hefur nú játað, lét síðast til skarar skríða í gærdag þegar hann réðst inn í tvær verslanir í Reykjavík með fimmtán mínútna millibili. Hann réðst inn í bókabúð við Hvera- fold í Grafarvogi og í Leikbæ í Mjódd. Maðurinn lét líka til sín taka fyrr í vikunni. Á mánudaginn rændi hann söluturn í Grafarvogi og á þriðjudaginn rændi hann söluturn í Mjódd. Þar ógnaði ræn- inginn starfsfólki með öxi og komst undan með óverulegt fé eins og í gær. Á miðvikudaginn gerði hann misheppnaða tilraun til að ræna söluturn við Lang- holtsveg og var maðurinn þá einnig vopnaður. - gag/bs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kynferðisbrotamál: Karlmaður sýknaður DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðis- brot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þús- und krónur í bætur. Rannsókn málsins hófst ekki fyrr en í apríl 2003 og telur Hæsti- réttur málið því fyrnt. Þó að dómur- inn hafi sýknað manninn á grund- velli þess að málið væri fyrnt stað- festi hann dóm héraðsdóms um miskabætur. Hæstiréttur klofnaði í málinu. Tveir dómarar af fimm vildu staðfesta dóm héraðsdóms í heild sinni. - th Fimm vopnuð rán á fjórum dögum: Búið að handtaka ræningjann SÍÐA 26 ● svalaði forvitni útlendinga Valur Gunnarsson: ▲ SÍÐA 38 Ritstjóri Grapevine Anna Sigga: ▲ Í miðju blaðsins Fólk grét yfir lambahryggnum ● matur ● tilboð LEN DIR Á F ÓTU NUM SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 11 . fe br – 1 7. feb r tónlist fólk tíska dans krossgáta heilsa persónuleikapróf + Drekaganga Bjartasta vonin Heimilislausir GUÐ RÚN S. GÍS LAD ÓTT IR » Kö ttur úti í mý ri Köttur úti í mýri Guðrún S. Gísladóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● heimilislausir í reykjavík Fjölnismenn ætla að fylla Höllina ▲ Bikarúrslitaleikur: SLYDDUÉL EÐA ÉL Aðallega við sunnan- og vestanvert landið en úrkomu- lítið fyrir norðan og austan. Hiti við eða yfir frostmarki. Sjá síðu 4 Sex hundruð starfa ólöglega Sífellt fleiri stunda svarta vinnu. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir þetta áberandi í byggingargeiranum og telur að allt að 600 manns starfi ólöglega í honum. Samiðn og Útlendingastofnun hefja samstarf. Lygasaga frá Írak: Fjölmiðlar bitu á agnið BANDARÍKIN, AP Fjölmiðlar í Colorado í Bandaríkjunum sögðu nýlega sorglega sögu af 24 ára gamalli konu sem lýsti því á harm- rænan hátt hvernig eiginmaður hennar lést í átökum í Írak. Konan sagði að eiginmaðurinn hefði látist sem sönn hetja. Hann hefði orðið fyrir skoti þegar hann var hlífa ungum íröskum dreng fyrir skothríð uppreisnarmanna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að konan laug öllu saman. Eiginmaðurinn gekk ekki um götur Bagdad vopnaður riffli heldur er á lífi og býr í látlausu úthverfi lítill- ar borgar í Colorado. Svo gæti far- ið að konan yrði ákærð fyrir lyga- söguna. Hún hefur engar skýring- ar gefið á uppátæki sínu. ■ Á VETTVANGI SPRENGJUÁRÁSAR Fjórir létust í sprengjuárás í Tahrir í Bagdad. 20 bílstjórar: Skotnir í hnakkann ÍRAK, AP Lík tuttugu bílstjóra fund- ust á vegi í Írak í gær. Hryðjuverka- menn höfðu handsamað mennina, bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þá. Alls létust 43 í bardögum og árás- um í gær. Þeirra á meðal voru sjö íraskir lögreglumenn sem féllu í tveggja klukkutíma löngum bar- daga við vígamenn suður af Bagdad. Írösk stjórnvöld hafa ákveðið að loka landamærum landsins í fimm daga seinna í mánuðinum. Með þessu segjast stjórnvöld vilja auka öryggi íbúanna. Landamærunum er lokað meðan á helstu trúarhátíð sjía-múslima stendur. Í fyrra lést 181 í árásum meðan á trúarhátíð- inni stóð. ■ ● þar sem þeir mæta njarðvík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.