Fréttablaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61, 73 62,03
116,91 117,47
80,52 80,98
10,82 10,88
9,72 9,77
8,86 8,91
0,59 0,59
93,68 94,24
GENGI GJALDMIÐLA 18.02.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
110,70 -0,22%
4 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR
Food and Fun:
Heitur áhugi gesta
HÁTÍÐ Lokakeppni Food and Fun
hátíðarinnar var haldin í gær í
Hafnarhúsinu í Reykjavík og
sótti mikill mannfjöldi keppn-
ina. Áberandi var brennandi
áhugi gestanna á matseld og
spurði fólk kokkana mikið og
fylgdist grannt með allri sýni-
kennslu.
Talsmenn hátíðarinnar segja
að hátíðin í ár hafi gengið
framar vonum og hafi áhugi er-
lendra blaðamanna verið mikill
og líklegt er að gerð verði sér-
stök heimildarmynd um hátíð-
ina. Andrúmsloftið var afslapp-
að og skemmtilegt og það virtist
ganga vel upp að halda matar-
hátíð í húsi listasafnsins sem
áður var gamall fiskmarkaður.
Þetta er fjórða árið í röð sem
hátíðin er haldin og í ár var hún
haldin í samstarfi við vetrarhá-
tíð í Reykjavík. Áður en keppni
hófst í gær var undirritaður
samstarfssamningur Reykjavík-
ur og Food and Fun hátíðarinnar
til þriggja ára og nokkuð víst að
hátíðin er komin til að vera.
- keþ
MARGOT WALLSTRÖM
Margir bundu vonir við að Wallström tæki
við af Göran Persson.
Kosningar í Svíþjóð:
Wallström
fer ekki fram
NORÐURLÖND Margot Wallström hef-
ur tilkynnt að hún muni ekki bjóða
sig fram í þingkosningunum í Sví-
þjóð árið 2006, þar sem hún telur
stöðu sína hjá Evrópusambandinu
ekki bjóða upp á það, en hún er
varaforseti framkvæmdastjórnar
ESB.
Wallström telur að það sé ekki
við hæfi að hún blandi sér í stjórn-
mál heima fyrir en sér ekkert at-
hugavert við það að yfirmaður
hennar, José Manuel Barroso, bjóði
sig fram í heimalandi sínu Portúgal.
Nafn Wallström hafði verið í um-
ræðunni um hver gæti tekið við
þegar Göran Persson hætti sem for-
maður Jafnaðarmannaflokksins.
NORÐURLÖND
LÉST EFTIR BÍLBRUNA Maður á
tvítugsaldri lést eftir að bíll sem
hann var í sprakk og brann til
kaldra kola í Vestfold í Noregi.
Bíllinn var á bílastæði þegar
skyndilega kviknaði í honum.
Ekki er vitað um orsök brunans.
EFTIRLIT MEÐ INNFLYTJENDUM
Svíar hyggjast nú auka eftirlit
með dönskum innflytjendum en
mikið er um að Danir flytji heim-
ilisfang sitt til Svíþjóðar en búi
áfram í Danmörku. Margir Danar
sækjast eftir búsetu í Svíþjóð til
að geta meðal annars keypt ódýr-
ari bíla.
Atlantsolía:
Stöð opnuð
í Reykjavík
SAMKEPPNI Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri opnar fyrstu
bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík
klukkan hálf þrjú í dag.
Hugi Hreiðarsson, markaðs-
stjóri Atlantsolíu, segir stefnt að
því að opna fleiri stöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir árslok. Einnig
sé horft til Hellu, Hvolsvallar, Sel-
foss, Njarðvíkur og Ísafjarðar.
Bensínstöðin sem opnar nú er
við enda Bústaðavegar á mótum
Reykjanesbrautar. Hún er sjálfsaf-
greiðslustöð, en Hugi segir að
fyrstu mánuðina leiðbeini starfs-
maður Atlantsolíu nýjum viðskipta-
vinum. - gag
SÖKKTU ÞÉR Í HÁSKÓLANÁMIÐ
27. FEBRÚAR
NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.hi.is
MATARLYST Á LISTASAFNI
Lokakeppni Food and Fun fór fram á
Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
B
ER
G
M
AN
N
LÖGREGLUFRÉTTIR
KEYRÐI ÚT Í TJÖRN Jeppi keyrði út
af vegi í gær við Fagradal rétt
austan við Vík í Mýrdal og lenti út
í tjörn. Það hvellsprakk á jeppan-
um, sem er breyttur og á stórum
dekkjum, og það varð til þess að
ökumaður ók út af vegi. Minnihátt-
ar eymsli voru hjá ökumanni og
farþega. Bíllinn er eitthvað
skemmdur og var óökufær.
HALD LAGT Á FÍKNIEFNI Lögreglan
í Vestmannaeyjum lagði í gær hald
á kannabisefni í fórum eins far-
þega frá Herjólfi og eins farþega
sem kom með flugi. Í bæði skiptin
var um lítið magn að ræða og talið
að efnin hafi verið ætluð aðeins til
einkaneyslu.
ÁGÆT FÆRÐ Góð vetrarfærð er
víðast um landið og útlit fyrir góða
færð næstu daga miðað við veður-
spár. Á Vesturlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi vestra er víða
hálka eða hálkublettir en hálka er
með minnsta móti í öðrum lands-
hlutum. Ökumönnum sem eru á
ferð snemma morguns eða seint að
kveldi eru þó beðnir að fara var-
lega þar sem hætta er á að ísing
leynist á vegum.
Fimmtíu létust í
sprengjuárásum
Uppreisnarmenn myrtu fólk við moskur og helgidóma þegar Ashoura-trúar-
hátíðin náði hámarki. Þjóðaröryggisráðgjafi Íraka óttast ekki trúarlegt stríð.
ÍRAK, AP Að minnsta kosti 50
manns létust í sprengjuárásum
uppreisnarmanna í Írak í gær
þegar Ashoura, trúarhátíð sjía-
múslíma, náði hámarki. Meira
en hundrað manns særðust í
árásunum. Talið er að súnní-
múslímar hafi skipulagt árásirn-
ar og eru flestir hinna látnu sjía-
múslímar. Í fyrradag létust 36 í
árásum uppreisnarmanna.
Þetta er annað árið í röð þar
sem umfangsmiklar árásir eru
gerðar á meðan Ashoura-trúar-
hátíðin stendur yfir. Í fyrra lést
181. Flestar árásirnar í gær voru
gerðar í hverfum sjía-múslíma í
Bagdad en einnig voru árásir
annars staðar í landinu.
Sjía-múslímar unnu stórsigur
í kosningunum í lok janúar og er
óttast nú sé að myndast gjá milli
þeirra og súnní-múslíma sem
sniðgengu kosningarnar að
miklu leyti.
„Árásir hryðjuverkamanna,
sem kalla sig múslíma, á moskur
og helgidóma sjía-múslíma eru
ekkert annað en tilraun til að
koma af stað trúarlegu stríði,“
segir Mouwaffaq al-Rubaie,
þjóðaröryggisráðgjafi Íraka.
„Írakar munu ekki leyfa því að
gerast.“
Al-Rubaie segir hryðjuverka-
leiðtogann Abu Musab al-
Zarqawi og fyrrverandi fulltrúa
Baath-st jórnmálaf lokksins
standa á bak við árásirnar.
Hillary Clinton, öldungadeild-
arþingmaður og eiginkona Bill
Clinton, fyrrum Bandaríkjafor-
seta, kom til Bagdad í gær ásamt
bandarískri sendinefnd.
„Sú staðreynd að uppreisnar-
menn skuli gera árásir meðan á
trúarhátíð stendur yfir og fólk
biður er fyrir mér merki um ör-
væntingu,“ sagði Hillary Clint-
on. „Uppreisnarmönnunum er að
mistakast ætlunarverk sitt sem
er að skapa ringulreið og borg-
arastyrjöld.“
Ashoura-trúarhátíðin er hald-
in til að minnast andláts Imam
Hussein, barnabarns Múhameðs
spámanns. Hussein var myrtur á
sjöundu öld og er grafinn við
gulli sleginn helgidóm í borginni
Karbala.
SKÁLMÖLD Á TRÚARHÁTÍÐ
Bandarískir hermenn skoða lík uppreisnarmanns sem var myrtur í Mosul í gær. Skálmöld
ríkti í landinu þegar ein helsta trúarhátíð sjía-múslíma stóð yfir.