Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 20.02.2005, Qupperneq 20
Ferilskrá Vandaður frágangur á ferilskrá getur skipt miklu máli. Hún skal ekki vera lengri en ein blaðsíða og mikilvægt er að hún sé vel skipulögð og allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram. Hægt er að hafa samband við atvinnumiðlun til að fá leiðbeiningar um gerð ferilskráar. [ ] Þægilegra að öskra Bex en Rebekka Rebekka Kristín Garðarsdótt- ir flutti frá Kópaskeri til Hong Kong fyrir tæpum þremur árum. Í síðasta mánuði stofn- aði hún eigið fyrirtæki og eftir nokkra daga ætlar hún að kaupa annað. Rebekka skrapp til Íslands nýlega í fjögurra daga heimsókn og þrátt fyrir þétta dagskrá gaf hún sér smástund til að segja frá því hvað hún væri að bralla. Ég ákvað að stofna fyrirtækið Bex. ltd. Það sér um viðburði fyrir önnur fyrirtæki, ráðstefnur, sýningar, galakvöld o.s.frv. Ég er eini starfsmaðurinn og fyrsta verkefnið er eins dags ráðstefna og kynning á vörum og þjónustu fyrir óléttar konur í Hong Kong sem verður haldin 5. mars. -Af hverju Bex? Ég geng undir því nafni úti. Spila nefnilega rugby og það þyk- ir þægilegra að öskra Bex heldur en Rebekka, að ég tali ekki um Rebekka Kristín Garðarsdóttir! -Er ekkert mál fyrir útlend- inga að stofna fyrirtæki í Hong Kong? Nei, stjórnvöld gera út á það að bjóða erlendum fjárfestum inn í landið. Ég stofnaði mitt fyr- irtæki á 15 mínútum. Maður út- fyllir eitt blað, svo er athugað hvort eitthvert annað fyrirtæki í landinu heiti þetta sama og ef svo er ekki þá er maður kominn með stimpilinn og getur hafið starf- semi daginn eftir. En það þarf sérstakt atvinnuleyfi til að starfa í landinu og það er gefið út á það fyrirtæki sem maður er að vinna hjá hverju sinni. Mér fannst það ekki nógu traust. Þess vegna ákvað ég að fá atvinnuleyfi í gegnum sjálfa mig. Bex er bara byrjunarskrefið því ég er líka að kaupa annað fyrirtæki sem verð- ur opnað formlega 7. mars. Það er leikskóli í námskeiðaformi fyrir tveggja til þriggja ára göm- ul börn. Sjálf sé ég um markaðs- málin en kennslan verður í hönd- um leikskólakennara. -Hvernig stóð á því að þú fórst til Hong Kong? Systir mín var komin út ári á undan mér, hún rekur eigið ljós- mæðrafyrirtæki sem sér um að halda foreldranámskeið og sinna heimaþjónustu. Kannski má segja að ég hafi elt hana en í námi mínu í við- skiptafræði í HR lagði ég áherslu á alþjóðlega stjórnun og mark- aðsfræði og var því alltaf með út- lönd í huga. Það er eitthvert flökkueðli í okkur systkinunum. Bróðir minn býr í Ástralíu og hafði áður verið sjö ár í Svíþjóð og litla systir mín er á leið til Danmerkur. -Hvernig er svo að búa þarna? Það er auðvitað talsverður munur að koma úr 150 manna bæ í sjö milljóna samfélag, háhýsi og mannmergð. Ég bý til dæmis á 21. hæð af 39 í húsinu. -En þú hefur að minnsta kosti nóg að gera. Já, ég er með endalausar hug- myndir og bara spurning um hversu hratt maður vinnur sig í gegnum þær. Þar með var Rebekka rokin. Varð að fá sér SS pylsu áður en hún yfirgæfi landið. gun@frettabladid.is Þessar tölur eru samkvæmt út- reikningum Vinnumálastofnunar sem má nálgast á vefnum vinnumalastofnun.is. Tölurnar jafngilda því að 4.352 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda því að þrjú prósent af áætlun Efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnulaus í janúar. Áætl- aður mannafli á vinnumarkaði í janúar síðastliðnum er 146.035 manns. Atvinnulausum hefur fjölgað að- eins milli mánaða en eins og kemur fram á vef Alþýðusam- bands Íslands, asi.is, er atvinnuleysi í raun minna um þessar mundir þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysistölur fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan í júlí 2002. ■ Atvinnuleysi hefur í raun og veru minnkað milli mánaða og því færri sem sitja auðum höndum. Atvinnuleysi hefur minnkað Í JANÚAR VORU SKRÁÐIR 91.369 ATVINNULEYSISDAGAR Á LANDINU ÖLLU. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Á vefnum atvinna.insi.is gefst fyrirtækjum kostur á að ráða iðnnema til starfa í lengri eða styttri tíma. Enn fremur býðst fyrirtækjum að auglýsa eftir starfskrafti á vefsíðunni. Á síðunni birtast smáauglýs- ingar bæði frá iðnemum og fyrirtækjum en auglýsingarn- ar eru ritskoðaðar svo ekki sé um platauglýsingar að ræða. Auglýsingarnar haldast inni á síðunni í mánuð. Á síð- unni eru einnig öll eyðublöð sem nemar og fyrirtæki þurfa. Iðnnemar sækja um vinnu á netinu IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS HEFUR STOFNAÐ RAFRÆNA ATVINNUMIÐLUN Á VEFSÍÐUNNI ATVINNA.INSI.IS. Nú þurfa iðnnemar vonandi ekki lengur að rölta á milli fyrirtækja til að sækja um að komast á samning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Atvinnuleysi ungs fólks vekur ugg ATVINNUÁSTAND BATNAÐI EKKI EINS MIKIÐ OG VONIR STÓÐU TIL Í HEIMIN- UM ÁRIÐ 2004. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og greint er frá henni á vef Verzlunarfélags Reykjavíkur, vr.is. Atvinnuleysi dróst saman milli áranna 2003 og 2004, úr 6,3 prósentum í 6,1 prósent, þegar litið er til meðaltals í heiminum. Í Evrópu og Mið-Asíu stóð at- vinnuleysi í stað. Fólki á atvinnuleysisskrá í heiminum hefur fækkað um hálfa milljón manna en árið 2003 voru 185,2 milljónir manna atvinnulausar en í fyrra 184,7 milljónir manna. Verra er hins vegar að atvinnu- leysi meðal ungs fólks hefur aukist verulega á síðasta ára- tug. Nær helmingur allra at- vinnulausra í heiminum árið 2003 var fólk á aldrinum 15 til 24 ára. Fólk á aldrinum 15 til 24 ára var helmingur allra atvinnulausra árið 2003 í heiminum. Hitt húsið hefur rekið Vinnumiðl- un ungs fólks (VUF) frá árinu 1999. Þar er tekið við umsóknum skóla- fólks og hefur umfang starfsins aukist til muna eftir að ákveðið var að taka við umsóknum árið um kring. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg rekur sér- staka vinnumiðlun fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára sem ekki er bundin við sumarstörf. Í Vinnumiðlun ungs fólks er hægt að sækja um starf hjá flest- um starfsstöðum Reykjavíkur- borgar. Störfin eru eins ólík og þau eru mörg, allt frá dýraeftirliti yfir í að starfa hjá Reykjavíkurhöfn. Einu skilyrðin fyrir því að sækja um starf eru að hafa lögheimili í Reykjavík og uppfylla aldursmörk- in. Þá er einungis hægt að sækja um rafrænt en þeir sem ekki hafa aðgang að tölvum eru velkomnir í Hitt húsið. Að sögn Selmu Árnadóttur, for- stöðumanns Vinnumiðlunarinnar, hefur þó nokkuð borið á því að yngsti hópurinn, sem er á sautj- ánda ári, hafi ekki fundið störf, sérstaklega eftir að sjálfræðisald- urinn var hækkaður upp í 18 ár. Með aukinni umfjöllun um þann vanda er vonast til að atvinnurek- endur taki við sér og sæki sérstak- lega eftir kröftum þessa aldurs- hóps. Nú í vikunni var byrjað að taka við umsóknum um sumarstarf hjá Reykjavíkurborg. Skilafrestur er til 30. apríl, en miðlunin er fyrir 17 til 25 ára. ■ Selma Árnadóttir er forstöðumaður Vinnumiðlunar ungs fólks. Vinna við dýraeftirlit og hafnir Rebekka Garðarsdóttir stofnaði fyrirtæki í Hong Kong á fimmtán mínútum og kaupir annað eftir nokkra daga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Breskum yfirmönn- um ekki treystandi YFIRMENNIRNIR ÞYKJA EKKI HAFA HÆFILEIKA TIL SAMSKIPTA VIÐ UNDIRMENN. Þetta kemur fram í könnun sem fram- kvæmd var af rannsóknar- hópnum Watson Wyatt. Úrtakið í könnuninni var fimmtán þúsund manns og kom fram að 51 prósent starfsmanna vest- an hafs treystu yfirmönnum sínum en aðeins 31 prósent breskra starfs- manna. Færri en einn af þremur Bret- um fannst yfirmenn sínir sýna góða samskiptahæfileika. Talsmaður Watson Wyatt sagði í tengslum við könnunina að breskir yfirmenn þyrftu að vinna hörðum höndum að því að ná trausti starfs- manna sinna til að missa ekki starfs- kraft og viðskiptavini. David Brent í The Office er gott dæmi um yfir- mann sem starfsmenn treysta ekki. Markmiðið með starfinu er að hjálpa ungu fólki að fá vinnu við hæfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.