Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 20.02.2005, Síða 52
24 20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Við hrósum ... Kristínu Guðmundsdóttur, leikmanni Stjörnunnar, fyrir að hafa tekið af skarið á mikilvægum tímapunktum í Evrópu- leiknum í Ásgarði í gær. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Sunnudagur FEBRÚAR Við skorum á ... ... Garðbæinga og annað handboltaáhugafólk að fjölmenna á seinni Evrópuleik Stjörnunnar í dag. Stjarnan á góða möguleika á að komast áfram og góður stuðningur getur riðið baggamuninn. HANDBOLTI Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í hand- knattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið setti góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knú- inn til að taka leikhlé eftir að rúm- ar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörn- unnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrri hálf- leiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, náðu fljót- lega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælana á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir komust í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mín- útur voru eftir var staðan jöfn, 27- 27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur voru til leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot henn- ar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunn- arsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daða- dóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndun- um og jafntefli var staðreynd. „Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag],“ sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og mér finnst það eiga mikið inni. Við för- um óhrædd í seinni leikinn,“ sagði Erlendur. smari@frettabladid.is NÍU MÖRK KRISTÍNAR Kristín Guðmundsdóttir var markahæst Stjörnustúlkna í Ásgarði í gær og tók af skarið á úrslitastundu. Fréttablaðið/Vilhelm Hekla tryggði jafnteflið Stjarnan lék gegn MKS Vitaral Jelfa frá Póllandi í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og réð- ust úrslitin á vítalínunni, 15 sekúndum fyrir leikslok. LEIKIR  12.15 KA og Keflavík eigast við í deildarbikar karla í fótbolta í Boganum.  13.00 ÍBV og Fylkir eigast við í deildarbikarnum í knattspyrnu karla í Reykjaneshöll.  16.30 Haukar og Víkingur mætast á Ásvöllum í DHL-deildinni í handknattleik karla.  17.00 FH og KR eigast við í deildarbikar karla í Egilshöll.  19.00 Valur og Grindavík eigast við í deildarbikar karla í Egilshöll.  19.15 Fjölnir og Njarðvík mætast í Grafarvogi í Intersportdeildinni í körfuknattleik.  19.15 KFÍ og KR mætast á Ísafirði í Intersportdeildinni í körfuknattleik.  19.15 Keflavík og Hamar/Selfoss mætast í Keflavík í Intersport- deildinni í körfuknattleik.  19.15 Tindastóll og Skallagrímur mætast á Sauðárkróki í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik.  19.15 ÍR og Snæfell mætast í Seljaskóla í Intersportdeildinni í körfuknattleik.  21.00 Víkingur R. og ÍA eigast við í deildarbikarnum í knattspyrnu karla í Egilshöll. SJÓNVARP  08.55 Hnefaleikar á Sýn. Á meðal þeirra sem mætast eru Bernard Hopkins og Howard Eastman.  10.40 Spænski boltinn á Sýn. Real Madrid – Bilbao.  12.20 Skoski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Celtic og Rangers.  14.25 Bestu bikarmörkin á Sýn.  15.05 Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik á Rúv. Bein útsending frá leik Stjörnunnar og MKS Vitaral Jelfa.  15.45 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Newcastle og Chelsea.  19.55 Ítalski boltinn á Sýn. AC Milan – Cagliari.  21.45 Helgarsportið á Rúv.  21.45 Hnefaleikar á Sýn. Meðal þeirra sem mætast eru B. Hopkins og Howard Eastman.  23.05 Stjörnuleikur NBA 2004 á Sýn.  01.30 Stjörnuleikur NBA 2005 á Sýn. Bein útsending frá Stjörnu- leiknum í NBA-körfuboltanum. Hvað skiptir þig máli í auglýsingum? Val fólksins á visir.is Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins verða afhent á Lúðrinum, föstudaginn 25. febrúar. Við gefum þér kost á að segja þitt álit og velja „bestu auglýsinguna“ á visir.is Atkvæðamesta auglýsingin hlýtur titilinn „Val fólksins“ og fær sérstök verðlaun á hátíðinni, sem Fréttablaðið og visir.is veita. Taktu þátt og greiddu atkvæði á visir.is Nöfn vinningshafa verða birt á visir.is og í Fréttablaðinu 25. febrúar.ÍSL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S PR E 27 45 5 0 3/ 20 05 LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla HK–VALUR 31–28 Mörk HK: Augustas Strazdas 6, Tómas Eitutis 5, Elías Már Halldórsson 5, Ólafur Víðir Ólafsson 5, Valdimar Þórsson 4. Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 6, Hjalti Þór Pálmarsson 4, Baldvin Þorsteinsson 4, Brendan Þorvaldsson 3, Vilhjálmur Ingi Halldórsson 3, Ásbjörn Stefánsson 3, Kristján Þór Karlsson 2, KA–ÍBV 28–28 Mörk KA: Halldór Stefánsson 6, Magnús Stefánsson 5, Sævar Árnason 5, Ragnar Njálsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Jónatan Þór Magnússon 3, Andri Snær Stefánsson 1. Mörk ÍBV: Samúel Árnason 7, Zoltán Belányi 6, Andrija Adzic 6, Sigurður Bragason 3, Róbert Bognar 3, Svavar Vignisson 2, Kári Kristjánsson 1. ÞÓR AK.–ÍR 31–39 Mörk Þórs: Aigar Lazdins 7, Árni Sigtryggsson 5, Bjarni G. Bjarnason 4, Elfar Alfreðsson 3, Cedric Hakerberg 3, Sindri Viðarsson 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Sigurður B. Sigurðsson 2, Goran Gusic 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Sindri Haraldsson 1. Mörk ÍR: Bjarni Fritzson 8, Tryggvi Haraldsson 8, Hannes Jón Jónsson 7, Ragnar Helgason 5, Ólafur Sigurjónsson 4, Ingimundur Ingimundarson 3, Ísleifur Sigurðsson 2, Fannar Þorbjörnsson 2. STAÐAN HK 9 6 0 3 290-266 12 KA 9 4 2 3 271-270 10 ÍR 9 5 0 4 281-275 10 Haukar 8 4 1 3 253-242 9 Valur 9 4 0 5 233-249 8 ÍBV 8 3 1 4 240-234 7 Víkingur 8 3 0 5 219-228 6 Þór Ak. 8 3 0 5 226-249 6 DHL-deild kvenna FH–GRÓTTA/KR 28–26 Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 8, Dröfn Sæmundsdóttir 6. Mörk Gróttu/KR: Arndís María Erlingsdóttir 7. VALUR–ÍBV 18–26 Mörk Vals: Katrín Andrésdóttir 5. Mörk ÍBV: Darinka Stefanovic 8. STAÐAN HAUKAR 17 14 2 1 504–396 30 ÍBV 18 15 0 3 524–449 30 STJARNAN 17 8 3 6 432–406 19 VALUR 18 9 0 9 429-439 18 FH 18 7 4 7 479-502 18 GRÓTTA/KR 17 5 0 12 385–430 10 VÍKINGUR 17 4 0 13 407–451 8 FRAM 17 3 1 13 382–467 7 Intersportdeildin í körfu HAUKAR–GRINDAVÍK 110–85 Stig Hauka: Demtric Shaw 33 (7 stoðs.), Michael Manciel 26 (19 frák.), Sævar Haraldsson 20 (9 stoðs.), Kristinn Jónasson 10 (6 frák.), Sigurður Einarsson 9, Mirki Virijevic 7 (9 frák.), Gunnar Sandholt 4, Ásgeir Ásgeirsson 1. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 24 (7 stoðs.), Jeffrey Boshee 23 (6 stoðs.), Terrel Taylor 11, Ármann Vilbergsson 8, Morten Szmiedowicz 8, Davíð Hermannsson 6, Páll Vilbergsson 3, Eggert Pálsson 2. STAÐAN KEFLAVÍK 18 15 3 1665–1436 30 SNÆFELL 18 14 4 1584–1460 28 NJARÐVÍK 18 12 6 1625–1438 24 FJÖLNIR 18 12 6 1681–1652 24 SKALLAGR. 18 10 8 1569–1498 20 ÍR 18 10 8 1648–1618 20 KR 18 9 9 1613–1566 18 GRINDAVÍK 19 8 11 1735–1804 16 HAM./SELF. 18 7 11 1633–1686 14 HAUKAR 19 7 12 1663–1661 14 TINDAST. 18 4 14 1511–1711 8 KFÍ 18 1 17 1494–1891 2 1. deildin kvenna í körfu HAUKAR–KEFLAVÍK 69–71 Stig Hauka: Ebony Shaw 28 (8 frák.), Helena Sverrisdóttir 12 (17 frák., 9 stoðs), Ösp Jóhannsdóttir 7 (6 frák.), Kristrún Sigurjónsdóttir 6 (6 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Ragnheiður Theodórsdóttir 5, Hanna Hálfdanardóttir 4, Svanhvít Skjaldardóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 17 (5 stoðs.), Alexandria Stewart 14 Bryndís Guðmundsdóttir 13, Anna María Sveinsdóttir 13 (9 frák., 6 stoðs.). María Erlingsdóttir 8 (9 frák.), Rannveig Randversdóttir 6. STAÐAN KEFLAVÍK 17 14 3 1364–1074 28 GRINDAVÍK 17 12 5 1054-1015 24 ÍS 17 10 7 1100–1028 20 HAUKAR 17 8 9 1133–1183 16 NJARÐVÍK 17 5 12 1024–1117 10 KR 17 2 15 992-1253 4 Áskorendakeppni Evrópu STJARNAN–VITARAL JELFA 30–30 Mörk Stjörnunnar: Kristín Guðmundsdóttir 9, Hekla Daðadóttir 6, Anna Blöndal 3, Hind Hannesdóttir 3, Elsbieta Kowal 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Ásdís Sigurðardóttir 2, Anna Einarsdóttir 1, Kristín Clausen 1. Varin skot Stjörnunnar: Jelena Jovanovic 12, Helga Vala Jónsdóttir 1. Mörk Vitaral Jelfa: Agata Wypych 11, Katarzyna Duran 7, Marta Oreszczvk 4, Anita Augustyniak 3, Magdalena Meot 2, Iwona Szafviska 2, Anna Dyba 1. Varin skot Vitaral Jelfa: Justyna Albercink 6, Izabela Czarna 5. LEIKIR GÆRDAGSINS SHAW Í STUÐI Demetric Shaw skor- aði 33 stig og gaf 7 stoðsendingar. Fréttablaðið/Vilhelm Intersportdeildin í körfubolta á Ásvöllum í gær: Haukar eiga enn möguleika KÖRFUBOLTI Haukar eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfu- bolta eftir 25 stiga sigur á Grindavík á Ásvöllum í gær. Haukar náðu með þessum stórsigri betri innbyrðistöðu gagnvart Grindavík og það stefnir í hörkubaráttu milli Hamars/Selfoss, Grindavíkur og Hauka um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Grindavík verður að vera ofar en þessi bæði lið því þeir eru með lakari innbyrðisstöðu gegn þeim báðum. Haukar fara til Hveragerðis á fimmtudaginn og mæta heimamönnum í einum af úrslitaleikjunum um lokasætið inn í úrslitakeppnina en liðin eru nú jöfn með 14 stig, tveimur á eftir Grindvíkingum sem fengu á sig 100 stig fjórða leikinn í röð. Frjálsar íþróttir: Silja nálægt sínu besta FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Silja Úlfarsdóttir úr FH hafnaði í gær í þriðja sæti í 400 metra hlaupi og fjórða í 200 metra hlaupi á ACC Háskóla- meistaramótinu í frjálsum íþrótt- um innanhúss, sem haldið var í Chapel Hill í Norður-Carólínu- fylki í Bandaríkjunum. Silja hjlóp 400 metrana á 54,10 sekúndum og 200 metrana á 24,32 sekúndum, sem er hennar næst besti árangur í greininni. Þá voru íslenskir keppendur í eldlínunni í Gautaborg í gær, þar sem að Sunna Gestsdóttir lenti í þriðja sæti í langstökki á innan- hússmóti með því að stökkva 5,49 metra. Gauti Ásbjörnsson hafnaði í 14. sæti í 200 metra hlaupi þegar hann hljóp á 24,06 sekúndum, varð 10. í stangarstökki með 4,27 metra og hafnaði í 12. sæti í lang- stökki með 6,03 metra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.