Fréttablaðið - 20.02.2005, Page 56

Fréttablaðið - 20.02.2005, Page 56
20. febrúar 2005 SUNNUDAGUR Konudagurinn er í dag. Karlkyns samstarfsfé- félagar mínir blóta mér í sand og öskur þar sem ég fæ að skrifa pistil á þessum degi. Segja að ég hafi forskot á þá þegar kemur að því að gleðja konuna. Ég verð því að teljast heppinn. Fæ að tjá ást mína á unnustu minni í stærsta fjölmiðli landsins, blaði sem er prentað í hundrað þúsund eintökum og sem um 70% þjóðarinnar lesa daglega. Vissulega kjörið tækifæri. Ég verð þó að viðurkenna að ég á í svolitlum vandræðum. Að tjá ást sína á svo opinskáan hátt getur að vissu leyti skemmt mannorð mitt. Ég er nefnilega ekki viss um að ég hafi nógu breitt bak til að láta stríða mér á væmninni. Karlaheimurinn getur nefnilega verið ansi harður og þar má helst ekki sýna tilfinning- ar. Það er þó ekki það versta. Yfirstjórn blaðsins hefur sett siðaskrá sem blaðamönnum ber að fylgja. Þannig má ég ekki mis- nota aðstöðu mína til að upphefja mig, fjölskyldu, vini eða ástvini. Ég á því í hættu á að fá skammir yfirmanna minna nýti ég pistilinn í eigin þágu, til þess eins að gleðja unnustu mína. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í þó nokkurn tíma og leitað ráða hjá færustu ráðgjöfum, hef ég tekið ákvörðun. Ég ætla að vera nógu mikill maður til að gleðja unnustu mína sama hvað aðrir kunna að segja. Ég ætla að bregða mér í riddara- hlutverkið og misnota aðstöðu mína á blaðinu þótt ég eigi það á hættu að yfirmenn mínir setji ofan í við mig á morgun. Kannski verð ég jafnvel rekinn. Ég er búinn að telja í mig kjark. Ég ætla að láta til skarar skríða. Ég læt af þessu verða enda er allt leyfilegt í ástum og stríði. Því segi ég: „Vera! Til ham- ingju með daginn!“ ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON LÆTUR TIL SKARAR SKRÍÐA. Ást án takmarka M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Ú.....ú......úf......úú úúffffffffff... Góðan dag, elskan! Það er svo notalegt að Jói skuli koma með pjásu í heimsókn! Já, og þar sem ég veit hvar þú býrð get ég oft komið í heimsókn. Ótrúlegt.... Ótrúlegt.... Það verður frábært... Þú verður líka að fá símanúmerið. Hvar er ég... Hvað gerðist... Oops! I did it again! Jæja, best að nota gömlu „verð að fara heim!“ brelluna. » FA S T U R » PUNKTUR brynjar karl pálsson [ SNJÓBRETTAMEISTARI ] Vetrarlíf / Vetrarsport Auglýsendur snúi sér til Ámunda Ámundasonar sölufulltrúa í símum 515-7580 / 821-7514 amundi@frettabladid.is Blaðið mun fjalla um allt sem snertir útilíf s.s. jeppaferðir, jöklaferðir, skíða- og snjóbrettaferðir, gönguferðir, vetrar- og útivistafatnað og margt fleira. [ AUKABLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU MIÐVIKUDAGINN 23. FEBRÚAR ]

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.