Fréttablaðið - 24.02.2005, Síða 11
FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005 11
Heimsending lyfja:
Hefur tíðkast
í tvo áratugi
LYF „Heimsendingarþjónusta apó-
teka hefur tíðkast síðan árið 1982,
þetta byrjaði í Laugavegsapóteki
sem er núna Lyfja við Laugaveg,“
segir Þorbergur Egilsson, rekstar-
stjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri,
fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í
heimsendingarþjónustu.
„Lyfja hefur frá upphafi sent lyf
heim til fólks og þetta eru því engin
ný tíðindi,“ segir Þorbergur. Lyfja-
ver býður upp á ókeypis heimsend-
ingarþjónustu en að sögn Þorbergs
tekur Lyfja 420 krónur fyrir þjón-
ustuna. „Við tókum upp gjaldið fyrir
nokkrum mánuðum en munum fella
niður gjald af heimsendingu til líf-
eyrisþega,“ segir Þorbergur.
Lyfjastofnun kannar nú hvort
heimsendingar Lyfjavers standist
ákvæði í lyfjalögum, sem kveða á
um að sjúklingur veiti lyfjunum við-
töku í lyfjabúð og séu lyf send lengri
eða skemmri veg skal afhending
vera í höndum þjálfaðs starfsfólks.
Þorbergur segir að þar sem Lyfja sé
með útibú úti á landi séu það ávallt
þjálfaðir starfsmenn sem afhenda
lyfin. „Athugasemdir Lyfjastofnun-
ar lúta að því þegar þriðji aðili, til
dæmis póstþjónusta, tekur að sér af-
hendinguna,“ segir Þorbergur. - bs
Vinstri grænir:
Neita að selja
Landsvirkjun
STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin –
grænt framboð áskilur sér rétt
til að leggjast gegn sölu hlutar
Reykjavíkurborgar í Lands-
virkjun til ríkisins, verði það til
þess að fyrirtækið verði einka-
vætt.
Í yfirlýsingu flokksins stend-
ur að meginmarkmið hans sé að
grunnþjónusta samfélagsins sé
rekin á félagslegum forsendum
og í almannaeigu. Nú þegar iðn-
aðarráðherra hafi lýst því yfir
að til standi að setja Landsvirkj-
un á markað sé ljóst að flokkur-
inn hljóti að leggjast gegn
sölunni. - gag
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI
Iðnaður var í miklum blóma á Akureyri um
miðja síðustu öld og bærinn oft nefndur
iðnaðarbærinn.
Iðnaðarsafnið
á Akureyri:
Nýtt holl-
vinafélag
SAFNAMÁL Ákveðið hefur verið að
stofna Hollvinafélag Iðnaðar-
safnsins á Akureyri en safnið
tók til starfa 17. júní árið 1998.
Jón Arnþórsson safnvörður
segir tilgang hollvinafélagsins
að stuðla að eflingu safnsins og
auka þekkingu um iðnað á Akur-
eyri á liðinni öld. Á safninu eru
kynnt rúmlega 70 iðnfyrirtæki
sem skópu iðnsögu Akureyrar á
tuttugustu öldinni og þar er að
finna fjölda véla og tækja sem
tekist hefur að varðveita. - kk
Skorti byggingarleyfi:
Hótaði bæj-
arstjóra lífláti
KRÓATÍA, AP Maður, sem var ósátt-
ur við að fá ekki að byggja á
landi sínu, ógnaði bæjarstjóran-
um í króatíska hafnarbænum
Rijeka með hríðskotariffli og
handsprengjum á bæjarstjórn-
arskrifstofum bæjarins.
Maðurinn ósátti hótaði að
myrða Vlatko Obersnel bæjar-
stjóra ef hann næmi ekki úr
gildi ákvörðun bæjarstjórnar
sem bannaði að byggt yrði á
landi sem hann hafði nýlega
keypt. Maðurinn hélt bæjar-
stjóranum í gíslingu í stundar-
fjórðung áður en lögregla og ör-
yggisverðir náðu að afvopna
hann. Enginn meiddist meðan á
þessu stóð. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
LYFJA VIÐ LAUGAVEG
Hét áður Laugavegsapótek og hóf heimsendingar á lyfjum árið 1982.
Bretland:
Sjötíu pró-
senta vextir
BRETLAND Í Bretlandi hefur verið
sett á markaðinn nýtt kreditkort
sem ætlað er sérstaklega efna-
minna fólki en sá galli er á gjöf
Njarðar að sjötíu prósenta
vextir eru á kortinu.
Hafa neytendasamtök af
þessu þungar áhyggjur enda
líklegra en ekki að efnaminni
aðilar lendi oftar í vanskilum
vegna kreditkortaskulda en
aðrir og með þetta háa vexti
segja sérfræðingar að lítið
þurfi til að lenda í skuldafeni til
frambúðar. ■