Fréttablaðið - 24.02.2005, Side 25

Fréttablaðið - 24.02.2005, Side 25
5FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005 Geislandi og falleg húð sem ljómar af hamingju  HappyDerm inniheldur Phyto Dorphine sem unnið er úr kakóbauninni og byggir upp varnarkerfi húðarinnar.  HappyDerm bindur raka í húðinni og kemur í veg fyrir ofþornun. Húðin verður frískleg og mjúk. Nýtt 24 tíma rakakrem ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. Útsölustaðir Lyf & heilsa Austurstræti Lyf & heilsa Austurveri Lyf & heilsa Firði Lyf & heilsa Hellu Lyf & heilsa Keflavík Lyf & heilsa Kringlunni Lyf & heilsa Melhaga Lyf & heilsa Mosfellsbæ Apótekarinn Akureyri Hagkaup Akureyri Hagkaup Skeifunni Hagkaup Smáralind Hagkaup Spöng Lyfja Laugavegi Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi LAUGAVEGI 62 KRINGLUNNI SÍMI: 551-5444 SÍMI: 533-4555 NÝJAR VÖRUR Í KRINGLUNNI EIGUM ENN MIKIÐ ÚRVAL AF ÚTSÖLUVÖRUM Á LAUGAVEGI VOR 2005 Skeifan 8 - s. 568 2200 Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Bébe vagnarnir fást hjá okkur Frábærir og sterkir vagnar sem henta vel íslenskum aðstæðum. Falleg áklæði í boði og hægt er að velja um þrjár mismunandi grindur undir vagninn. Loftdekk. Eins passa Bébé ungbarnabílstólar á grindurnar. Verð frá kr. 58.806 stgr. Mínípilsið lifir örugglega að eilífu. Mínípilsið stenst tímans tönn MÍNÍPILSIÐ HEFUR VERIÐ KOSIÐ BESTA TÍSKUFLÍKIN Í KÖNNUN KAUPENDA. Könnunin var framkvæmd í versl- uninni Harvey Nichols í London. Voru 3.500 kaupendur spurðir um topp tíu bestu og verstu tískuflík- urnar og varð mínípilsið fyrir valinu. Pilsið var fyrst hannað af hönnuðin- um Andre Coureges og varð tákn sjöunda áratugarins. Mínípilsið hef- ur staðist tímans tönn en næst á eftir því á listanum eru gallabuxur, litli svarti kjóllinn og kúrekastígvél. Með því versta sem fólk hafði keypt sér voru legghlífar, boxer-buxur og ponsjó. ■ Fyrr í vetur sögðum við af sérstökum Fréttablaðsbeltum sem fengust í versluninni Mariella. Þar var um að ræða belti úr grein- um úr Fréttablaðinu. Fyrirtækið sem framleiðir beltin er sviss- neskt og heitir Primecut. Fyrirtækið sérhæfir sig í að gera töskur og belti úr endurrunn- um dagblöðum. Hönnun þessi hef- ur nú þegar unnið tvær virtar hönnunarkeppnir, þar á meðal Young Enterprise Switzerland árið 2003 sem haldin var á Möltu. Eftir þá keppni stofnuðu meðlimir Pri- mecut fyrirtæki og hafa gert það gott enda hvert belti og taska ein- stök. Fyrirsagnir eru valdar úr göml- um dagblöðum og úr þeim eru gerðir plastrenningar í verksmiðj- unni Züriwerk í Zürich þar sem eingöngu vinnur fatlað fólk. Renn- ingarnir eru síðan sendir til textíl- framleiðandans Meili Huus í Fahrwangen í Sviss þar sem þeir eru klipptir og úr þeim gerð belti. Viðbrögðin við beltunum hafa ver- ið rosaleg. Þau eru seld í tíu versl- unum í Sviss og hér á Íslandi og hefur fyrirtækið fengið mikla at- hygli úti um allan heim. Enn vill Primecut gera betur og hyggur á að bæta beltin, gera þau sterkari og laga sylgjuna, auk þess að framleiða fleiri töskur. Greini- lega fyrirtæki á uppleið þar. ■ Fréttabeltin gera allt vitlaust FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Fréttabeltin eru seld í versluninni Mariella á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Tískufyrirtæki leita sífellt leiða til þess að fá almenning til að kaupa meira. Kvennamarkaðurinn er löngu mettaður svo nú einbeita þau sér í ríkari mæli að körlum. Metrósexúalmaðurinn var sannarlega góð uppfinning fyrir tískuna. Á eftir hrukku- og rakakremum, sem öll snyrtivörufyrirtækin eru nú með herra- línur í, eru það nærfötin. Nærfatafram- leiðendur keppast við að setja á mark- að alls kyns nærur úr ýmsum efnum. Fyrirmyndirnar eru hinar nýju karltýpur eins og David Beckham eða sænski fót- boltagarpurinn hjá Arsenal, Freddie Ljungberg, sem er aðalnærfatafyrirsæta Calvin Klein. Samkvæmt neyslukönnun hér í Frakklandi kaupir nú um helming- ur karlmanna nærfötin sín sjálfur en fyrir tíu árum voru það í um 90% tilvika konurnar sem keyptu nærföt á karlana. Á undirfatakaupstefnunni á dögunum í París voru herralínur um 12% af því sem sýnt var, í stað 8% fyrir nokkru. Nú dugir ekki að vera í víðum boxernær- buxum sem minna á léreftspoka. Nærunar eru í öllum sniðum og hver einasta lína býður upp á g-strengi því nú eru það strákarnir sem sýna rasskinnarnar sem þeir eru auðvitað búnir að eyða heilu vikunum í að stinna í líkamsrækt. Síðast en ekki síst eru það jockstrap (ég held það sé ekk- ert betra íslenskt orð yfir það en pung- bindi, farið á www.internationa- ljock.com ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala). Efnin eru ekki lengur þau sömu, bómullin er í öllum regnbogans litum og algjör sprenging hefur orðið með svokölluðu örþráðaefni (microfi- bres) sem aðlagast húðinni en er teygj- anlegt og leyfir henni að anda eins og sést vel hjá Hom (karl) merkinu franska, nýja línan er á www.hom.com. Neyslukannanir sýna að þessi bylgja á þó enn eftir að vinna land, þar sem karlmenn eyða að meðaltali 19 evrum á ári í nærur en konur eyða fimm sinn- um meira. Ég hef reyndar trú á að þessar kannanir séu dálítið skekktar en þær segja sömuleiðis að Frakkar kaupi tvo tannbursta á ári en ættu að kaupa sex til að hugsa vel um tennur sínar. Ég hef grun um að í þeim séu að finna innflytjendur og aðra hópa í þjóðfélag- inu sem einfaldlega hafa ekki ráð á tískunærum eða tannburstum. Leynd staðreynd í þessum könnunum er kannski hin mikla stéttaskipting sem er raunveruleiki í þessu fimmta stærsta efnahagsveldi heims. ■ Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Pungbindi og G-strengir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.