Fréttablaðið - 24.02.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 24.02.2005, Síða 37
Í skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) um íslenskan þjóð- arbúskap sem kom út í síðustu viku kennir ýmissa grasa. Meðal annars er sérstaklega rætt um helstu styrk- og veikleika þjóðarbúsins. Meðal styrk- leika telja þeir þann ramma sem pen- ingamálastefnunni er settur, þ.e. verð- bólgumarkmið Seðlabankans. Reynd- ar leggja þeir til að framkvæmd stefn- unnar væri gerð gengsærri með því að halda reglulega vaxtaákvörðunarfundi og tilkynna ákvörðun strax að loknum fundi. Þá nefnir OECD að lágar skuldir hins opinbera séu styrkleiki. Opinberar skuldir hafa lækkað töluvert á undan- förnum árum í hlutfalli af lands- framleiðslu og eru nú sambærilegar við skuldahlutföll nágrannaríkjanna. Þannig er borð fyrir báru þurfi stjórn- völd síðar meir að grípa til efnahags- aðgerða sem fela í sér halla á rekstri hins opinbera. Þá er sveigjanlegum vinnumarkaði hrósað í skýrslunni þar sem fá lög og reglugerðir draga úr sveigjanleika, sem víða á meginlandi Evrópu hafa haldið aftur af hagvexti undanfarin ár. Hér á landi koma flestar leikreglur á vinnumarkaði fram í kjarasamningi. Þá er sveigjanleiki launa hér á landi meiri en víða annars staðar. Þá telur OECD að bætt samkeppni sé einn af styrkleikum íslensks þjóðarbúskapar. Stefna stjórnvalda hafi stutt við aukna samkeppni, auk þess sem sett voru samkeppnislög vegna aðildar að EES. Í skýrslu OECD segir að gott umhverfi fyrir frumkvöðla sé styrkur á íslensk- um þjóðarbúskap. Það sem stuðlað hefur að þessu umhverfi er opnun fjármagnsmarkaða, einkavæðing og afnám ýmiss konar viðskiptahafta. Saman hafa þessi atriði stutt við vöxt nýrra atvinnugreina og vöxt fram- leiðni á undanförnum árum. Niður- stöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í, sýna að Ísland er með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópuþjóðum sem taka þátt í rann- sókninni. En það eru einnig nokkrir veikleikar sem OECD nefnir í skýrslu sinni sem þjaka íslenskt þjóðarbú. Fyrst er það nefnt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem kemur skýrt fram í miklum við- skiptahalla og vaxandi verðbólgu. Þá hefur OECD áhyggjur af skuldum ein- staklinga og fyrirtækja sem öfugt við opinberar skuldir hafa hækkað hratt á undanförnum árum og eru nú með þeim hæstu í heimi. Stór hluti þessara skulda eru í erlendri mynt og af því leiðir að gengisáhætta er mikil. Miklar verðhækkanir hafa átt sér stað á fasteignamarkaði og hlutabréfa- markaði að undanförnu og því nokkur hætta á því að verðbóla hafi myndast. Slíkar verðbólur geta sprungið og því hætta á að verð á fasteignum og hlutabréfum gæti lækkað hratt. Slík verðlækkun gæti haft mikil áhrif á fyrirtæki og heimili. Að lokum nefnir OECD þá staðreynd að útgjöld ríkisins eru að jafnaði langt umfram fjárlög sem dregur úr trúverðugleika ríkis- fjármálastefnu. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Styrkur og veikleiki íslenska þjóðarbúsins FIMMTUDAGUR 24. febrúar 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 74 90 02 /2 00 2 Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Og fjarskipta hf. Aðalfundur Og Vodafone Aðalfundur Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) verður haldinn á Hótel Sögu, í Sunnusal, fimmtudaginn 3. mars 2005, og hefst kl. 12:00. Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. mars n.k. á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 16:00. Fögnuðu samruna Lögmannsstofurnar Lex og Nestor hafa nýverið sameinast. Í tilefni þess var haldin veisla í Hafnarhúsinu sl. föstudag þar sem á fimmta hundrað manns mætti. Nýja stofan heitir Lex-Nestor. Starfandi lögmenn á stofunni eru fjórtán en þar starfa einnig sex löglærðir fulltrúar. Með samein- ingunni varð til ein stærsta lög- mannsstofa á Íslandi. Skrifstofur Lex-Nestor eru á Sundagörðum 2 þar sem Lex var til húsa. ■ FAGNA SAMEININGU Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum aðili að Nestor, og Helgi Jó- hannesson, faglegur framkvæmdastjóri nýju stofunnar, takast í hendur í veislu þar sem samrunanum var fagnað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I En það eru einnig nokkrir veikleikar sem OECD nefnir í skýrslu sinni sem þjaka íslenskt þjóðarbú. Fyrst er það nefnt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem kemur skýrt fram í miklum viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.