Fréttablaðið - 24.02.2005, Side 44

Fréttablaðið - 24.02.2005, Side 44
32 24. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Aukavika 24. apríl 2005 Sparidagar á Hótel Örk Fyrir alla eldri borgara Vegna mikillar aðsóknar á Sparidaga nú í vor er búið að bæta við aukaviku við áður auglýsta dagskrá. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgunhreyfing, bingó, félagsvist, gönguferðir, , danskennsla, leikjanámskeið, ferðalag og svo öll tómstundariðja hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng, dansi og gamanmálum á hverju kvöldi. Verð einungis krónur 21.800,- Innifalið: Gisting í fimm nætur m.v. tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. HÓTEL ÖRK Sími 483 4700 Lykill að íslenskri gestrisni Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri Sparidaga á Hótel Örk Stendur alltaf fyrir sínu VEITINGASTAÐURINN SÓLON Oddný Magnadóttir, auglýsinga- stjóri hjá Fróða hf., er mikill kokkur og sjálf segist hún vera ástríðukokkur. „Ég er ein af þeim sem fara með kokkabækurnar upp í rúm,“ segir hún í léttum dúr. Hún segist vera alin upp af konu sem hafi verið listakokkur, vel á undan sinni samtíð. „Móðir mín sótti námskeið, lærði nýjar að- ferðir og notaði alltaf ferskt hrá- efni, hvort sem um var að ræða kjöt eða grænmeti.“ Hún segist því hafa tekið þessa hefð með sér, þegar hún flutti að heiman. „Þeg- ar ég fór að búa, þróaði ég mig áfram og í dag er ég ein af þeim sem tek kokkabækurnar með mér upp í rúm.“ Oddný segist jafnvel öðru hvoru detta inn í BBC food stöðina „ Ef ég væri ekki að gera það sem ég er að gera í dag, þá væri ég sennilega að vinna ein- hvers konar matargerð,“ segir hún og hlær, segist þessa dagana vera að lesa kokkabækurnar frá River Café, þar sem nakti kokkur- inn Jamie Oliver lærði. Rétturinn sem Oddný gefur uppskrift af, hefur sína sögu og er ákaflega eftirminnilegur fyrir margar sakir. „Þó er eftirminni- legast að mér tókst að fá græn- metisætu til fimmtán ára að byrja að borða kjöt,“ segir hún hlæj- andi, ekki alveg viss um hvort það hafi verið góðverk eða ekki. NAUTALUND Í KRYDDHJÚP 2 kíló af góðri vel fitusprengdri nautalund Koríanderfræ Ferskt nýtt rósmarín saxað fínt Salt Pipar Oregano (þurrkað) ekki mikið Engiferrót örfínt skorin Rauður og grænn chilli sneiddur fínt, fræ- in hreinsuð úr Radísur sneiddar fínt í þunnar sneiðar Koríander-stilkar fínt skornir langsum Sesamolía Japönsk soja Safi úr tveimur lime ávöxtum Koríanderfræin sett í mortel og mulin vel, rósmaríni, salt, pip- ar, oregano er blandað saman við þannig að úr verður krydd- blanda. Þessu næst á að dreifa úr kryddblöndunni á bretti. Nauta- lundinni er síðan velt upp úr þessari kryddblöndu og því þrýst vel utan á kjötið, þannig að úr verður kryddhjúpur. Lundin er síðan steikt á vel heitri pönnu í ca. fimm mínútur, þannig að kjöt- ið verður orðið brúnað, en ekki meira en það. Það er látið standa í fimm til tíu mínútur, skorið í ör- þunnar sneiðar og dreift jafnt á stórt fat. Yfir það er svo dreift engiferrót sem hefur verið sneidd niður í örþunna stilka, rauður og grænn pipar sömuleið- is skorin niður, radísur og korí- ander-stilkar. Síðan er japanskri sojasósa, góðri sesamolíu og safa úr tveimur lime ávöxtum dreift jafnt yfir réttinn, en gæta skal þess að þessu sé dreift jafnt yfir allt kjötið. Kjötið er síðan borið svona fram með góðu sikileysku rauðvíni. Meðlæti Grænt salat t.d. spínat, stökk paprika, olífur, ristaðar furuhnet- ur, ristuð sólblómafræ í Tamarin sósu og avokado. Best er að setja góða jómfrúarólífuolíu, salt og pi- par yfir salatið auk nýbakaðs brauð sem gott er að dýfa ofan í góða olíu og dukkha, sem er eg- ypsk kryddblanda með hnetum. ■ ODDNÝ MAGNADÓTTIR Hún segist vera alin upp á þannig heimili, að öll matvæli urðu að vera fersk og þá hefð tók hún með sér þegar hún fluttist að heiman. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki verið án kjúklings því hann er svo hollur og próteinríkur. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst soðin ýsa ekki góð og svo er ég ekkert sérlega hrifin af þorra- mat og öðrum skemmdum mat. Ég vil yfirleitt hafa matinn ferskan. Fyrsta minningin um mat? Það eru kjötbollurnar hjá Ömmu Settu. Þær voru svo góðar að við borðuðum þær oft á sunnudögum. Þær voru hefð- bundnar með brúnni sósu, lauk og kartöflumús. Svo man ég vel eftir því þegar verið var að troða ofan í mig ýsu þegar ég var lítil. Ýsan var stöppuð ofan í mig með tómatsósu og öllu en ekkert gekk til að fá mig til að borða hana. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Þær eru svo margar því ég elska að borða, það er varla hægt að velja úr. Um daginn eldaði kærastinn minn hreindýra-fille handa mér. Það var hrikalega gott. Með því var villibráða- sveppasósa og ofnbakaðar sætar kartöflur og rauðrófur. Með þessu var æðislegt ítalskt rauðvín og í forrétt voru sniglar. Þetta er eftirminnileg- asta máltíð sem ég hef fengið lengi. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég er enginn sérstakar kokkur og fæ auðveldlega matarást á fólki. Ég hreinlega elska fólk sem eldar góðan mat. Svo úr mínum skápum er mikil- vægast fyrir mig að eiga morgunkorn. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá borða ég poppkorn, því það er eitthvað sem maður á ekki að vera að borða nema örsjaldan. Mér finnst stundum dálítið gott að fá mér poppkorn þegar narslþörfin kemur yfir mig. Poppkornið fullnægir henni. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Egils Sódavatn, skyrdrykk , skyr, egg og ávexti eins og gul epli. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi taka eitthvað sem ég gæti alls ekki fengið á þessari eyju. Ætli lambakjötslæri yrði ekki fyrir valinu því restina af fæðunni gæti ég fundið á eyjunni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Það voru froskalappir í París á veit- ingastað í Latínuhverfinu. Froskalapp- irnar voru djúpsteiktar og bornar fram með grænmeti. Þær voru mjög góðar og smökkuðust nánast eins og kjúklingur. Ég var svolítið stressuð að smakka þær fyrst en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Froskalappirnar stóðust væntingarnar MATGÆÐINGURINN JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR Í síðustu viku var kynnt til sög- unnar á síðum þessa blaðs að danski bjórinn Ceres Royal Ex- port fengist nú í 12 dósa ferðatöskum líkt og bróðir hans Faxe hefur gert um nokkurt skeið við miklar vin- sældir. Er skemmst frá því að segja að tösk- urnar seldust upp samdægurs í Vín- búðum og komu marg- ir töskulausir úr búðunum um helgina. Í þessari viku ku hafa verið bætt ríflega við birgðirnar í búðunum og ættu því allir að geta gripið í tösku í næstu ferð. Ceres Royal Export hefur ver- ið í mikilli sókn hér á landi og er skemmst að minnast þess að bjór- inn þrefaldaði sölu sína á bjórhátíðinni októberfest sem haldin var í Vín- búðunum sl. haust. Hann er vinsælasti bjórinn í Danmörku í sínum flokki, flokki gullbjóra. Framleiddur af Ceres Bryggerierne í Árósum sem er systurfyrirtæki Faxe Bryggeri á Sjálandi. Bjórinn er 5,5% að styrkleika og kostar 33cl dós af honum 139 kr. Ferðataska með 12 bjórum kostar því 1.668 kr. Hver og hvar: Sólon, Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. Hvernig er stemningin? Stemningin er alltaf fín á Sólon og hún breytist lítið frá ári til árs þó veggirnir séu málaðir. Núna ráða dökkir litir ríkjum. Veggirnir eru dökkgráir, gólfið svart og borðin eru úr dökkum við. Það er eflaust ekki hægt að innrétta staðinn á ljótan máta því húsið er svo fallegt í grunn- inn. Sólon er ekta svona staður til að fara á hádeginu þegar mann þyrstir í eitthvað gómsætt að borða og lang- ar að hitti vini eða fjölskyldu í nota- legu umhverfi. Þangað kemur mjög breiður hópur af fólki, allt frá jakka- fataklæddum bankamönnum upp í listaspírur. Staðurinn er líka vinsæll meðal kvenna í fæðingarorlofi þar sem þær geta fylgst með börnum sínum í kerrum og vögnum fyrir utan þar sem gluggarnir eru svo stórir. Þetta myndi reyndar ekki líð- ast neins staðar annars staðar í heiminum en svona erum við Íslendingar bara, sveitalegir heims- borgarar. Sólon er þó örlítið klofinn því eins og hann er fínn í hádeginu og á virkum kvöldum breytist hann í gelgjuskemmtistað um helgar þar sem unglingar landsins djamma og drekka Breezer. Matseðillinn: Matseðillinn er gómsætur og girni- legur. Pinxtos-réttirnir eru gómsætir en þeir samanstanda af spænskum smáréttum sem eru vel útilátnir. Einnig eru pastaréttir, kjúklingur og hamborgarar á matseðlinum ásamt matarmiklum salötum. Sjávarrétta- súpan á matseðlinum er sérlega bragðgóð en einnig er boðið upp á grillpinna og eftirrétti. Vinsælast: Kjúklingasalatið er einna vinsælast á matseðlinum. Það er með engi- fersósu, nachos og piparrót. Pasta- rétturinn með kjúklingi, beikoni og spínati með hvítlauksostasósu er alltaf jafn vinsæll. Réttur dagsins: Samanstendur alltaf af fiski dagsins og súpu dagsins. Fiskrétturinn er breyti- legur frá degi til dags en kostar alltaf 1590 kr. Súpa dagsins er á 550 kr. CERES: Töskurnar seldust upp! Er ástríðukokkur: Kokkabækurnar upp í rúm FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SÓLON ER Í EINU FLOTTASTA HÚSINU VIÐ BANKASTRÆTI.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.