Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 1

Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR DJAZZAÐ FRAM Á NÓTT Franska danshljómsveitin NoJazz heldur tónleika á Nasa klukkan 23 í kvöld. Hin alíslenska Jagú- ar spilar einnig. DAGURINN Í DAG 25. febrúar 2005 – 54. tölublað – 5. árgangur ALVARLEG UNDIRBOÐ Á VINNU- MARKAÐI Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustu- samninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborg- arsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. Sjá síðu 2 ÞJÓÐIR BREGÐIST VIÐ HÆTTUNNI Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd, er óbreytt, að sögn formanns fram- kvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldri frá 1968. Sjá síðu 4 ÖRYRKJAR HEYRI UNDIR FÉLAGS- MÁL Verið er að kanna hvort flytja skuli líf- eyristryggingar og örorkutryggingar frá heil- brigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Fram- sóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að aukn- um áhrifum mínum innan flokks- ins,“ sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að álykt- unum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra og Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. „Við telj- um að áfram eigi að byggja á samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Árni. „Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins,“ sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsan- lega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra vildi ekki tjá sig um mál- efni flokksþingsins í gær. - sda Í ÞJÓÐMINJASAFNINU Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók við Fjarskiptasafni Símans úr hendi Rannveigar Rist stjórnarformanni fyrirtækisins. Um leið afhenti Rannveig tvo muni úr safninu, eitt fyrsta borðsímtækið sem hingað kom og síma sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti notaði í Höfða árið 1986. DÝRALÍF Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúar á bænum Dæli í Víði- dal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. „Ég hef búið hérna síðan 1983 og hef aldrei séð haförn áður,“ segir Sigrún Valdimarsdóttir sem býr á Dæli. „Þetta er mjög tignar- legur fugl. Hann er alltaf einn og ég held að hann sé hér í leit að æti. Hann hefur sést mikið við Víðidalsá þar sem mér skilst að hann veiði sér silung.“ Kristinn Haukur Skarphéðins- son, fuglafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, segist hafa frétt af erninum í Víðidal en einnig hafi hann frétt af erni í Vatnsdal. Vel geti verið að um sama örn sé að ræða. Hann segir að stofninn, sem nú telji um 200 fugla, sé hægt og bítandi að jafna sig. Það sjáist best á því að ernir sjást víðar en bara við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Kristinn Haukur segir að sam- kvæmt lýsingum sé örninn í Húnaþingi dökkur og því sé hann líklega ungur. Auk þess að hafa heyrt af honum veiðandi sér sil- ung eða smálax hafi einnig frést að hann hafi kroppað í kindahræ. - th Fjarskiptasafn Símans: Afhenti síma Reagans SAFN Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra tók í gær við Fjarskiptasafni Símans fyrir hönd Þjóðminjasafnsins. Stjórn Símans tók nýverið ákvörð- un um að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt, bæði húsið við Suðurgötu sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og munina sem þar eru sýndir. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, afhenti Þorgerði Katrínu tvo muni úr safninu við það tæki- færi, eitt fyrsta borðsímtæki sem hingað kom og símtækið sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kom með til landsins og tengt var beint við Hvíta húsið meðan á leiðtogafundin- um í Höfða stóð árið 1986. Leiða má líkum að því að í gegnum síma Reagans hafi verið teknar ákvarðan- ir sem mörkuðu upphafið að enda- lokum kalda stríðsins. - óká Konungur fuglanna á sveimi í Húnaþingi vestra: Veiðir silung og kroppar í hræ SÍÐA 38 Bergþór Pálsson: ▲ Í miðju blaðsins Veislur og borðsiðir í uppáhaldi ● matur ● tilboð Fermingar: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag Fötin, veislan og veitingar FINNUR ÞIG SJÓNVARPSDAGSKRÁIN 25. febrúar – 3. mars nám fólk tíska matur krossgáta heilsa stjörnuspá leikhús Flotta finnska stelpan HÖNNUN » í miðju blaðsins » Katri RaakelFlotta finnska stelpan Katri Raakel: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● hönnun í miðju blaðsins ▲ Einar Bárðarson: ÁFRAM HÆGVIÐRI Skýjað með köflum víða um land. Minniháttar úrkoma norðan til og við suðurströndina. Frost- laust syðra, annars vægt frost. Sjá síðu 4 Útilokar ekki formannskjör Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum. ● gerir kröfur til þeirra sem eftir eru HAFÖRN Á FLUGI Húsfreyjan á bænum Dæli hefur ekki séð Haförn á þeim slóðum í 22 ár. Gestadómari í Idol-Stjörnuleit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BEÐIÐ FYRIR PÁFA Kaþólikkar víða um heim báðu fyrir páfa. Jóhannes Páll II páfi: Gekkst undir skurðaðgerð VATÍKANIÐ, AP Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Aðgerðin tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. Páfi var fluttur á sjúkrahús í annað sinn á innan við mánuði vegna öndunarerfiðleika. Það varð til þess að vangaveltur um getu páfa til að gegna embætti sínu mögnuðust á nýjan leik. Sjálfur hefur hann þó ætíð sagst myndu gegna embætti sínu þar til drottinn kallar hann á brott af jörðu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.