Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 2
2 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík:
Mesta magn LSD sem fundist hefur
LÖGREGLUMÁL „Fjögur þúsund
skammtar eru ákaflega mikið magn
efna og gætu verið í sölu mánuðum
saman ef því er að skipta,“ segir
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildar hjá lögreglunni í
Reykjavík. Við leit lögreglu í far-
angri Íslendings sem handtekinn
var í Hollandi í haust fundust fjögur
þúsund skammtar af fíkniefninu
LSD en það er mesta magn sem hald
hefur verið lagt á hérlendis.
Var farangur mannsins eftir hjá
hollensku lögreglunni þegar hann
var framseldur til Íslands eftir að
hafa verið handtekinn með talsvert
magn fíkniefna og ekki sendur til
landsins fyrr en nýlega. Viðkom-
andi er einn fimm sakborninga sem
til rannsóknar eru vegna smygls á
amfetamíni, kókaíni og LSD-
skömmtum með flutningaskipinu
Dettifossi en rannsókn þess máls er
á lokastigi.
Við skoðun lögregluyfirvalda
hérlendis á farangri mannsins fund-
ust LSD-skammtarnir fjögur þús-
und en sakborningurinn hefur ekki
viðurkennt að hafa ætlað að smygla
þeim hingað til lands og er málið
áfram í rannsókn.
Spurður um hvort hollenska lög-
reglan sé ekki starfi sínu vaxin að
hafa ekki fundið efnin í tösku
mannsins segir Ásgeir að líklegra
sé að hún hafi ekki verið skoðuð.
„Efnin voru ekki einu sinni falin í
töskunni og því þykir mér líklegt að
þeir hafi sent hana hingað til lands
án rannsóknar.“ - aöe
Framkvæmdastjóri ASÍ um þróunina á vinnumarkaði:
Köllum eftir markvissum
viðbrögðum stjórnmálamanna
VINNUMARKAÐURINN Verkalýðs-
hreyfingin hefur áhyggjur af því
hvaða áhrif innflutningur á ólög-
legum og óskráðum leigu-
starfsmönnum hafi á vinnumark-
aðinn. Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að brota-
löm sé á því hvernig kjörum og
aðstæðum þessara starfsmanna
sé háttað.
„Þessi hópur er að vaxa mjög
hratt og það hefur mikil áhrif á
kjör og aðbúnað í byggingariðn-
aði,“ segir Gylfi og telur það grafa
undan leikreglunum þegar kjör
þessa fólks eru undir lágmarks-
kjörum. Hann bendir á að hefð sé
fyrir því að útlendingar komi
hingað í fiskvinnu. Þeir komi með
löglegum hætti og hafi engin sér-
stök áhrif á þróun vinnumarkað-
arins.
Gylfi lýsir eftir viðbrögðum
stjórnmálamanna í landinu, ekki
síst við því að erlendum ríkis-
borgurum séu greidd laun undir
taxta, til dæmis á vegum starfs-
mannaleigna, og aðbúnaður
þeirra sé ekki boðlegur á íslensk-
an mælikvarða. Þetta telur hann
að framkalli óásættanlegar breyt-
ingar á vinnumarkaði.
„Við köllum eftir markvissari
viðbrögðum stjórnmálamanna,“
segir hann. - ghs
Alvarleg undirboð
á vinnumarkaði
Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustu-
samninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum
á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja.
VINNUMARKAÐURINN Útlendingum
hefur fjölgað mikið á vinnumarkaði
á skömmum tíma og í fjölmörgum
tilfellum eru þeir notaðir til undir-
boða, annaðhvort opinberlega eða í
gegnum svarta atvinnustarfsemi.
Fréttablaðið hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að varlega áætl-
að séu 750 erlendir starfsmenn í
iðnaðarmannastörfum á höfuðborg-
arsvæðinu. Aðeins um tíu prósent
þeirra séu á launaskrá íslenskra
fyrirtækja. Hinir séu í ráðningar-
sambandi við starfsmannaleigur
eða starfa svart.
Talið er að 250 til 300 starfsmenn
séu á svörtum markaði í byggingar-
iðnaði.
Ekki eru til neinar fullnægjandi
skrár eða heildarupplýsingar um
fjölda útlendinga, hvaðan þeir
koma, við hvað þeir starfa eða
hversu lengi þeir dveljast hér. Ekki
er heldur til neitt yfirlit um laun
þeirra, réttindi eða aðbúnað.
Gögn sýna þó að hluti útlending-
anna nýtur ekki launakjara og rétt-
inda í samræmi við lög og kjara-
samninga á vinnumarkaði. Einkum
eru það starfsmenn sem koma hing-
að á grundvelli þjónustuviðskipta
og í gegnum starfsmannaleigur til
lengri eða skemmri tíma, sérstak-
lega frá Eystrasaltsríkjunum. Talið
er að nokkur hundruð starfsmanna
tilheyri þessum hópi.
Tvíbent er hvort þjónustusamn-
ingarnir eru í samræmi við lög og
reglur. Oftar en ekki er talið að um
skúffufyrirtæki sé að ræða eða
fyrirtæki sem eru óskráð í heima-
landinu. Grunur leikur á að gjarnan
sé um málamyndagerning að ræða
af hálfu notkunarfyrirtækjanna og
gerður til þess að komast hjá því að
sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og
skrá starfsmennina með eðlilegum
hætti. Talið er að þessir starfsmenn
skipti hundruðum og starfi oft á
svörtum markaði.
Þá leikur grunur á að fjölmargir
útlendingar komi til landsins sem
ferðamenn og starfi síðan á svört-
um markaði. ghs@frettabladid.is
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
Forstjóri Brims:
Tvisvar unnið
FÉLAGSDÓMUR Guðmundur Krist-
jánsson, forstjóri Brims, fagnar
niðurstöðu félagsdóms í Sólbaks-
málinu, þar sem Brim var sýknað af
kröfum Vélstjórafélagsins. Vél-
stjórafélagið íhugar enn frekari
málaferli. Hann undrast ef dómur-
inn hafi einhverja eftirmála.
„Í haust vann útgerðin Sólbakur
málið fyrir félagsdómi. Sjómanna-
sambandið dró mál sitt til baka því
félagsdómur sagði að ráðninga-
samningurinn væri löglegur. Nú er
félagsdómur búinn að sýkna Brim
líka. Það er ótrúlegt að verkalýðs-
hreyfingin á Íslandi haldi að hún
komist upp með bull og vitleysu
endalaust. Ráðningarsamningurinn
er hundrað prósent löglegur,“ sagði
Guðmundur seint í gærkvöld. - ss
Bush og Pútín:
Ólík sýn á
lýðræðið
SLÓVAKÍA, AP Forsetar Rússlands og
Bandaríkjanna voru sammála um
að koma yrði í veg fyrir að Íran og
Norður-Kórea
réðu yfir kjarn-
o r k u v o p n u m
en greindi á um
lýðræðið í Rúss-
landi.
George W.
Bush, forseti
Bandaríkjanna,
og Vladimír
Pútín Rúss-
landsforseti ræddu ýmis málefni á
fundi í Slóvakíu. Bush gagnrýndi
Pútín fyrir að auka á miðstýringu
og draga til sín völd. Pútín svaraði
því til að Rússar hefðu valið lýð-
ræði og einræði myndi aldrei aftur
þrífast þar. Lýðræðið yrði þó að
þróast í takt við sögu og arfleifð
Rússlands. ■
SPURNING DAGSINS
Snæbjörn, er Sjón meira en
bara fyrir augað?
„Hann er líka fyrir munn og maga.“
Snæbjörn Arngrímsson er eigandi bókaforlagsins
Bjarts sem gefur út bækur skáldsins Sjón sem
hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í
fyrradag.
LSD PAPPÍR
Fjögur þúsund skammtar af efninu fundust við leit fíkniefnalögreglu en ekki telst sannað
hvort sakborningurinn ætlaði sér að selja efnin hér á landi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
G
G
ER
T
ÚTLENDINGAR Á VINNUMARKAÐI
Talið er að minnst 750 erlendir iðnaðar-
menn starfi á höfuðborgarsvæðinu en
aðeins tíundi hluti þeirra sé á launaskrá.
Maðurinn á myndinni tengist fréttinni
ekki.
Heilbrigðisráðuneytið:
Munnheilsa
rannsökuð
HEILBRIGÐISMÁL Nú stendur yfir
könnun á munnheilsu sex, tólf og
fimmtán ára barna í grunnskólum
á höfuðborgarsvæðinu og næsta
nágrenni. Í vor verða svo börn á
landsbyggðinni skoðuð.
Þetta er fyrst áfangi umfangs-
mikillar rannsóknar á tannheilsu
Íslendinga. Markmið hennar er að
fá upplýsingar um munnheilsu
Íslendinga og hvaða áhættuþættir
það eru sem tengjast slæmri
munnheilsu. Gert er ráð fyrir að
ljúka rannsókninni í grunnskólun-
um á yfirstandandi skólaári.
- jss
GYLFI ARNBJÖRNSSON
Framkvæmdastjóri ASÍ segir það hafa áhrif
á kjör almennt á markaðnum ef erlendum
starfsmönnum eru boðin kjör undir töxtum.
■ GJALDÞROT
MÁLI VÉLA OG ÞJÓNUSTU HF.
EKKI LOKIÐ Skiptastjóri þrotabús
Véla og þjónustu hf. hefur það til
skoðunar hvort fyrrum eigendur
hafi vanmetið verðmæti eigna
sem þeir keyptu úr fyrirtækinu
fyrir gjaldþrot fyrirtækisins í
september. Viðar Lúðvíksson
skiptastjóri segir viðskiptum þeg-
ar hafa verið rift þar sem eignir
hafi verið seldar úr búinu til ann-
arra fyrirtækja forsvarsmanna
undir raunverði. Annar skipta-
fundur verði haldinn fljótlega.
FORSETARNIR
Bush og Pútín mætt-
ust á fundi í Slóvakíu.
■ EVRÓPA
FÆRRI BANASLYS Færri Þjóðverj-
ar létust í umferðarslysum í
fyrra en nokkurn tíma áður síð-
ustu hálfu öldina. Ástæðan er að
sögn yfirvalda betri umferðar-
stjórn og áhersla á öryggi við
framleiðslu bíla. 5.844 létust í
bílslysum í fyrra, tólf prósentum
færri en árið áður.