Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 8
25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR
Þingmenn harðorðir í garð Samtaka banka og sparisjóða:
Vilja Íbúðalánasjóð út af markaði
EFNAHAGSMÁL „Frelsinu fylgir
ábyrgð og bankarnir verða að axla
þá ábyrgð gagnvart markaðnum til
langtíma,“ segir Hjálmar Árnason,
alþingismaður Framsóknarflokks-
ins, en hann hefur ásamt Ögmundi
Jónassyni, þingmanni Vinstri
grænna, farið hvað hörðustu orðum
um Samtök banka og sparisjóða og
aðför þeirra að Íbúðalánasjóði.
Hjálmar nefnir ekki skýr dæmi
en segir að innan bankanna verði
menn að hugsa um fleira en að
skapa eigendum sínum arð. „Íbúða-
lánasjóður hefur skýr markmið en
honum eru settar ákveðnar takmar-
kanir sem tekur mið af meðalfjöl-
skyldu í landinu meðan bankarnir
hafa brugðist við frelsinu með því
að dæla óheft út fjármagni vitandi
að slíkt kann að hafa slæm áhrif á
verðbólgu í landinu.“
Ögmundur tekur dýpra í árinni
og nefnir dæmi: „Fyrsta skref sam-
takanna var að kæra Íbúðalánasjóð
til úrskurðarnefndar hins evrópska
efnahagssvæðis. Ellefu dögum eftir
að þeirri kæru var vísað frá lækk-
uðu bankarnir vexti sína til jafns
við Íbúðalánasjóð. Það gerðu þeir
ekki fyrr en kærunni var hafnað og
allt tal um að þeir hafi riðið þar á
vaðið er út í hött. Nú hafa bankarn-
ir aftur lagt fram kæru, að þessu
sinni til EFTA dómstólsins og úr-
skurðarins er nú beðið.“ - aöe
Skarpar umræður um þróun fasteignaverðs á Alþingi:
Lóðaverð nýtt sem tekjustofn
FASTEIGNAVERÐ „Það er ánægjulegt
að það verði skoðað hvernig koma
á í veg fyrir að sveitarfélögin
stuðli að hækkun fasteignaverðs,“
sagði Guðlaugur Þór Þórðarson
alþingismaður í utandagskrárum-
ræðum á Alþingi í fyrradag um
þróun fasteignaverðs. Komu þar
fram ýmis sjónarmið en allir
fögnuðu þeirri ákvörðun Árna
Magnússonar félagsmálaráðherra
að láta fara fram rannsókn á or-
sökum þess fasteignaverðs sem
er við lýði í dag.
Málshefjandi var Guðlaugur
Þór Þórðarson úr
Sjálfsstæðisflokki
en hans mat var
að lóðaverð væri
ein meginorsök
mikilla hækkana
fasteignaverðs.
„Ég vil vekja
athygli á því að
R-listinn er núna
að braska með lóð-
ir í Norðlingaholti
með einkaaðilum og hafa grætt
rúmar 800 milljónir króna.“
Félagsmálaráðherra lét hafa
eftir sér að lóðaúthlutun ætti ekki
að vera sveitarfélögum tekjustofn
og væri það einn sá þáttur sem
rannsakaður yrði í úttekt þeirri
sem hann hefur falið Rannsókna-
setri í húsnæðismálum að gera á
fasteignamarkaðnum.
Nokkrir þingmenn bentu á tilk-
omu 90 prósenta lána Framsókn-
arflokksins sem ástæðu verð-
hækkana en ráðherra svaraði því
til að full þverpólitísk sátt hefði
verið um frumvarpið og enginn
hreyft andmælum þegar það var
samþykkt. - aöe
Byggingum við
Dalveg mótmælt
Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhuguðum
byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja það umhverfisslys rísi húsin.
Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. Tré hylji þau að mestu.
ÍBÚABYGGÐ Bílaumboðið Brimborg
hefur keypt lóð Gróðrarstöðvar-
innar í Kópavogi fyrir 165 milljón-
ir króna. Reisa á þrjú hús, samtals
tæplega níu þúsund fermetra á
18.618 fermetra lóðinni auk bíla-
kjallara undir byggingunum þrem-
ur fáist skipulagi svæðisins breytt.
Hartnær níutíu íbúar Kópavogs
mættu á fund á þriðjudagskvöld til
að ræða mögulegar breytingar á
skipulagi. Heiðar Þór Guðnason
íbúi í Skógarhjalla og talsmaður
þeirra segir að skrifað hafi verið
undir áskorun til bæjaryfirvalda
um að breyta ekki núgildandi
skipulagi.
„Við höfum áhyggjur af já-
kvæðu hugarfari skipulagsnefndar
bæjarins til framkvæmdanna og
við höfum áhyggjur af því að búið
sé að kaupa lóðina,“ segir Heiðar.
Í kaupsamningi Brimborgar
stendur að kaupanda sé kunnugt
um að lóðinni sé úthlutað undir
garðyrkjustöð og að önnur starf-
semi sé ekki heimiluð þar nema
með samþykki skipulagsyfirvalda
Kópavogsbæjar.
Egill Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Brimborgar, segir
bílaumboðið ekki hafa fengið vil-
yrði skipulagsyfirvalda um breytt
skipulag en unnið hafi verið með
þeim. „Við erum búnir að leggja
fyrir þau tillögur og þau hafa
skoðað teikningarnar, gert athuga-
semdir og við höfum brugðist við
þeim,“ segir Egill. Byggingarleyfi
á lóðinni hafi verið veitt öðrum og
grunnur reistur. Það verði því
byggt á lóðinni í framtíðinni .
Heiðar kallar eftir samstarfi við
bæjaryfirvöld og gagnrýnir þau
fyrir að virða ekki Staðardagskrá
21. Þar sé kveðið á um samráð íbúa
á hverjum stað. Samkvæmt henni
eigi einungis léttur iðnaður og ein-
yrkjastarfsemi að fá byggingar-
leyfi innan íbúðarsvæða sem og
starfsemi sem ekki krefjist meng-
unar, umferðar eða önnur óþæg-
indi. Að því sé vegið með byggingu
iðnaðarstórhýsis í stað græns
svæðis.
gag@frettabladid.is
GUÐLAUGUR
ÞÓR
ÞÓRÐARSON
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
25
47
1
09
/0
4
Fyrir
okkur hin
Honey Nut Cheerios
er fyrir okkur sem
viljum morgunkorn
sem gefur náttúru-
legan sætleika og er
jafnframt fullt af
hollum trefjum og
vítamínum.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Þingmaðurinn segir samkrull banka og
sparisjóða gegn Íbúðalánasjóði augljóst og
varar við þeirri mynd sem birtist, hverfi
Íbúðalánasjóður af vettvangi.
ÁHYGGJUR ÍBÚANNA
• Bílasölurúntur um íbúðarhverfið• Stærð byggingar bílaumboðsins• Enn verri hljóðvist• Lækkað fasteignaverð• Útsýni, steypa, bílar
LÓÐ BRIMBORGAR VIÐ DALVEG Byggingar á svæðinu verða allar lægri en Gróðrar-
stöðin utan miðhluta hennar sem rís einum metra hærra. Báðum megin við verða
sýningarsalir fáist skipulagi svæðisins breytt. Ystu hlutar hennar verða verkstæði og þar á
milli sýningarsalir. Á enda lóðarinnar verða geymslur. Undir aðalhúsinu rúmast 200 bílar.
Aðko
ma f
rá D
alve
gi