Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 16
16 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Stjórnarkreppu afstýrt í Palestínu Stuttri stjórnarkreppu í Palestínu lauk í gær þegar palestínska þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista Ahmed Qureia forsætisráð- herra. Hann þykir hafa beðið hnekki af málinu en Mahmoud Abbas forseti styrkst. Mikil togstreita hefur ríkt á milli þings Palestínumanna og Ahmed Qureia forsætisráðherra undan- farna daga vegna skipunar nýrrar heimastjórnar og virtist stefna í af- sögn forsætisráðherrans út af mál- inu. Mahmoud Abbas miðlaði hins vegar málum og sátt náðist um nýjan ráðherralista. Heimastjórnin verður skipuð ópólitískum sérfræð- ingum en ekki fyrrverandi stuðn- ingsmönnum Jassers Arafat eins og útlit var fyrir í fyrstu. Þegar Mahmoud Abbas var kjör- inn forseti Palestínumanna í janúar- byrjun boðaði hann róttæka upp- stokkun á ríkisstjórninni. Þegar Jasser Arafat var við völd hafði rík- isstjórnin veika stöðu enda var hún jafnan skipuð tryggum samstarfs- mönnum forsetans án tillits til hæfi- leika þeirra. Á mánudaginn kynnti Qureia 24 manna ráðherralista sinn og þá kom í ljós að aðeins fjórir nýir ráðherrar voru þar á meðal. Allir hinir höfðu setið í gömlu ríkisstjórninni sem al- mennt var talin gjörspillt. Í kjöl- farið varð uppi fótur og fit í palest- ínska þinginu og lýsti þorri þing- manna því yfir að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn Qureia. Fatah- hreyfingin, sem þeir Abbas og Qureia tilheyra báðir, hefur drjúgan meirihluta þingsæta og höfðu þing- menn hreyfingarinnar sig mikið í frammi í umræðunum. Í kjölfarið var ákveðið að fresta atkvæða- greiðslunni um stjórnina til morg- uns og sá frestur var svo tvífram- lengdur til gærdagsins. Þegar ljóst var að ráðherralisti Qureia nyti ekki stuðnings þingsins virtist allt stefna í að hann segði af sér forsætisráðherraembætti enda hefði tap í atkvæðagreiðslunni jafn- gilt vantrausti á hann. Því skarst Mahmoud Abbas í leikinn og sagði deilendum að nú væri ekki rétti tíminn til pólitískra væringa. Hann fundaði með þingmönnum Fatah á þriðjudag og miðvikudag en jafn- framt fékk hann Qureia til að skipta um skoðun. Í gær samþykkti palest- ínska þingið svo nýjan og breyttan ráðherralista Queira með yfirgnæf- andi meirihluta, 54 greiddu atkvæði með en 12 voru á móti. Sautján nýliðar setjast í ráð- herrastóla í stjórn Qureia. Flestir ráðherranna eru ópólitískir sér- fræðingar á þeim sviðum sem þeir eiga að starfa og eru margir þeirra með doktorsgráður í greinum á borð við lögfræði, verkfræði og læknisfræði. Meðal lykilmanna í stjórninni er Nasser Jousef innan- ríkisráðherra, en hann þykir harður í horn að taka og mun eflaust leggja sitt af mörkum til að koma á lögum og reglu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Nasser al-Kidwa verður utanríkisráðherra en hann er fyrrverandi sendiherra Palest- ínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum og frændi Arafats. Einn fárra ráðh- erra úr gömlu ríkisstjórninni sem halda sætum sínum er Nabil Shaath sem verður upplýsingaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Mörgum stjórnmálaskýrendum hefur komið á óvart hversu hart þingið brást við hugmyndum Qureia, sérstaklega þar sem margir þeirra sem hæst mótmæltu eru sjálfir í hópi fyrrverandi stuðnings- manna Arafats. Skýringin liggur eflaust í því að tiltrú almennings á Fatah-hreyfingunni hefur dvínað talsvert og þegar gengið verður til þingkosninga í júní mun Hamas- hreyfingin vafalaust taka af þeim fjölda þingsæta en hún hyggst bjóða fram að þessu sinni. Með mót- mælunum vilja þingmenn Fatah því láta líta svo út í augum almennings að þeir séu á móti spillingu og þannig öðlast traust. Ahmed Qureia þykir hins vegar hafa beðið mikinn álitshnekki af málinu og búast fáir við að hann haldi embætti sínu eftir kosning- arnar í júní. Mahmoud Abbas hefur aftur á móti styrkt stöðu sína mjög. Hann deilir og drottnar yfir þingi og ríkisstjórn og nýtur óskoraðs umboðs almennings til þess arna. sveinng@frettabladid.is Umhverfisráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt reglur um kattahald. Sam- kvæmt þeim ber að láta ormahreinsa og örmerkja alla ketti og gelda fressketti sem ganga úti. Heimilt er að hremma ketti sem ekki eru út- búnir í samræmi við reglugerðina. Borg- arstjórn þarf að staðfesta reglurn- ar svo að þær taki gildi. Er aðgerðanna þörf? Ekki er vitað með vissu hversu margir kettir eru í höfuðborginni, en talið er að þeir séu að minnsta kosti 10.000. Þeir sem til þekkja segja að köttum hafi fjölgað mikið á síðustu árum og gegn því verði að sporna. Gelding úti- fressa er liður í því. Flestir kettir fá einhvern tímann spóluorma og getur þeim liðið illa af þeim sökum. Það sem verra er þá gera þeir gjarnan þarfir sínar í sand- kassa á barnaleikvöllum. Börnin geta étið sandinn og orðið veik af völdum ormanna. Því telja yfirvöld rétt að gera ormahreinsun að skyldu. Að lokum má telja örmerkingar. Að lokinni merkingu eiga kattaeigendur að koma númerinu ásamt nafni sínu og kennitölu til yfirvalda. Með ör- merkingu er strax hægt að koma kisu til eiganda síns og þannig er komið í veg fyrir tjón og ónæði sem af óskila- köttum hlýst, auk þeirrar sálarangistar sem kattaeigendur verða fyrir við kattartapið. Er ekki allt gott um þetta að segja? Fari fólk eftir reglugerðinni ætti til- gangur hennar að nást, bæði mönn- um og köttum til hagsbóta. Hins veg- ar er vandséð hvernig hægt er að tryggja að öllum þáttum hennar sé framfylgt, eins og ormahreinsuninni. Engar menjar eru um inntöku orma- lyfjanna sem fer að öllu jöfnu fram á heimili kattarins, ekki hjá dýralækni. Margir kattaeigendur eru væntanlega tortryggnir út af lausnargjaldinu sem þeim ber að greiða ef kötturinn er gómaður án viðeigandi merkingar. Ekki er enn vitað hversu hátt gjaldið verður en það gæti orðið 20.000- 30.000 miðað við gjaldtöku Suður- nesjamanna sem nýverið tóku upp slíkt fyrirkomulag. Það sem helst hefur þó verið gagn- rýnt er hin dulda skráningarskylda sem óneitanlega er fólgin í útfærslu örmerkinganna. Með því að safna nöfnum og kennitölum allra kattaeig- enda telja menn að þar með sé hægðarleikur fyrir borgaryfirvöld að rukka fólk fyrir að halda ketti. Það gæti orðið fyrirtaks tekjulind fyrir borgarsjóð. Geld fress með húðflúr í eyra FBL GREINING: KATTAREGLUGERÐIN Sigurjón Birgir Sigurðsson, jafnan nefndur Sjón, hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í fyrradag fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Snæ- björn Arngrímsson er útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts sem gaf bókina út. Kom það þér á óvart að Sjón skyldi hafa unnið? Heiðarlega svarið er auðvitað já, því maður býst aldrei við verðlaunum. Bókin er hins vegar mjög góð og því kemur það ekki óvart í sjálfu sér að hún skyldi vinna. Hún á þessi verðlaun fyllilega skilin. Býstu við að það komi kippur í söl- una á Skugga-Baldri núna? Já, ég reikna með því. Eftir að úrslitin voru tilkynnt bárust strax pantanir frá bókabúðum því það var orðið lítið til af bókinni í þeim. Stendur til að þýða Skugga-Baldur á önnur tungumál? Það er þegar búið að þýða hana á ensku, sænsku og ítölsku. Nú er búið að semja um að þýða hana á öll Norðurlandamál- in, meira að segja færeysku. SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Gæðastimpill fyrir Bjart SKUGGA-BALDUR SPURT & SVARAÐ Látið heiðursfólk: Tekið í dýrlingatölu Flensan sem hefur verið að hrjá Jóhannes Pál páfa II hefur tekið sig upp á ný. Því lét hann sig vanta á fund kardínála í Vatíkan- inu í gær þar sem áformað var að ákveða hvaða látna heiðursfólk ætti að taka í dýrlingatölu að þessu sinni. Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru ríflega tíu þúsund og hefur enginn páfi sæmt jafn marga þessari nafnbót og Jóhannes Páll páfi II. Strangar reglur eru um hverjir komast í dýrlinga tölu og hafa þær verið til síðan á 10. öld. Vísindavefur Háskóla Íslands greinir frá því að ef hinn látni var ekki píslarvottur verður að koma fram sönnun á því að tvö krafta- verk hafi átt sér stað fyrir milli- göngu hans frá himnaríki. Ef hinn látni var píslarvottur þarf hins vegar aðeins að sanna eitt krafta- verk áður en hann er gerður að dýrlingi. - shg KARDÍNÁLAR Á RÖKSTÓLUM Páfi komst ekki á fundinn í Vatíkaninu í gær þar verðandi dýrlingar voru ræddir í þaula. M YN D /A P Ahmed Qureia fagnaði ákaft í hópi stuðningsmanna sinna í Ramallah í gær eftir að þingið samþykkti ráðherralista hans. Hann þykir þó lítinn sóma hafa haft af málinu. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.