Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 22
Heimabökuð pitsa Til að ná pitsubotninum góðum í ofninum heima
er sniðugt að notast við pitsustein. Steinninn er úr jarðleir og heldur vel hita
þannig að botninn bakast mjög vel. Jafnvel er hægt að verða sér úti um stóra
og góða gólfflís úr leir, og gæti verið ódýrara en pitsusteinninn.[ ]
sími 568 6440
Allt í
eldhúsið
Réttir kvöldsins
Fordrykkur í boði hússins
M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream
Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja
rétta máltíð
Humarsúpa kr. 850
m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði
Aðalréttir
Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890
m/ hvítvínssósu , grænmeti
og bakaðri kartöflu
Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890
m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990
m/chateaubriandsósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Eftirréttur
Súkkulaðifrauð kr. 690
Borðapantanir í síma 562 1988
Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is
Arka • sími 899-2363
Smoothies
drykkirnir eru:
100% ÁVEXTIR
1 flaska = tveir ávextir
Engin aukaefni
Enginn viðbættur sykur
Máltíð í flösku!
Einfalt er best
Ásta Björk Magnúsdóttir sækir sér oftast hráefni í næsta nágrenni.
Í veiðihúsinu við Laxá í Leir-
ársveit galdrar Ásta Björk
Magnúsdóttir fram dýrindis
rétti úr alíslensku hráefni.
Á dögunum kallaði landbúnaðar-
ráðherra til blaðamannafundar í
veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit,
þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir
ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra
snaraði hún fram dýrindis hlað-
borði þar sem allt hráefni var
íslenskt, en tilefni fundarins var
heimasala bænda á afurðum
sínum. „Ég legg áherslu á að nota
alltaf íslenskt hráefni, ef það er
hægt,“ segir Ásta Björk, en í
þessu tilfelli var þess krafist.
„Hráefnið fæ ég svo héðan og
þaðan en reyni að sækja það mest
hérna í kring,“ segir Ásta.
Meðal þeirra rétta sem hún bar
á borð var grafin lundi með
fjallagrösum, sítrónukryddleginn
lambavöðvi og rúgbrauð með
heimalagaðri lifrarkæfu, en rétt-
irnir voru hver öðrum girnilegri.
Veiðihúsið hjá Ástu er í fullri
notkun á sumrin en á veturna
leigir hún það út til hópa og er
möguleiki á að hún fylgi með sem
matreiðslumaður.
„Ég er alltaf að prófa eitthvað
nýtt þar sem maður er alltaf að
taka á móti fólki, og ég ligg yfir
uppskriftum. Ég var til dæmis að
grafa gæs þegar mér datt í hug að
nota sömu uppskrift á lunda og
það heppnaðist bara mjög vel, „
segir Ásta. Hún segist ekkert
vera að leggja sig fram við að
hafa hlutina flókna, enda þarf það
ekki að vera betra. „Yfirleitt er
það einfalda best,“ segir Ásta að
lokum. kristineva@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Grafinn og birkireyktur lax.
Rúgbrauð með heimalagaðri lifrarkæfu.
Hrátt hangikjöt.
Sítrónukryddlegin nautalund.
Grafinn lambavöðvi. Grafin gæs og lundi með íslenskum
fjallagrösum.
Osborne er eitt stærsta vínfyrirtæki
Spánar og ekki síst þekkt fyrir sérrí
sín og brandí auk þess sem vörumerki
þess, nautið „El Toro“ er ákaflega
þekkt og kannast margir ferðamenn
við „Osborne nautin“, risavaxin úr
járni sem má sjá meðfram hraðbraut-
um. Víngerðarkonan Maria Martinez
leiðir framleiðslu fyrirtækisins og
þekkja flestir Montecillo-vín hennar
frá Rioja. Nú er María komin með nýtt
vín sem heitir Solaz og er framleitt í
hjarta Spánar, í Kastillíu. Vínið er
blanda af cabernet sauvignon og
hinnu spænsku tempranillo þrúgu.
Það er auðdrekkanlegt með miklum
ávexti og kryddtónum. Vínið fékk
einstaklega góða dóma í Morgun-
blaðinu fyrir eigi alls löngu og Þorri
Hringsson, vínrýnir Gestgjafans,
taldi þetta eitt albesta kassavínið í
úttekt sem hann gerði á kassavínum
sl. sumar.
Kynningarverð á íberískum dögum,
3 lítra kassi á 3.390 kr.
SOLAZ: Eitt besta kassavínið
SKYRTERTA ÁSTU
1 Pakki af LU kexi (með kanil)
1 lítri af KEA vanilluskyri
1/2 lítri af rjóma, þeyttur
80 g smjör
Mylja kexið og blanda saman við mjúkt
smjör og þrýsta í botninn á forminu.
Blanda saman skyrinu og rjómanum og
sett ofan á botninn. Skreytt að vild.
HEIMAÞURRKAÐIR TÓMATAR.
Tómatarnir eru þurrkaðir í ofni á lágum
hita, en grófu salti og sykri er stráð yfir
áður en þeir eru settir í ofninn.