Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 23

Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 23
SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Fonseca Bin 27 fæst nú í 375 ml flöskum sem henta vel fyrir matarboðið eða fyrir einn eða tvo með góðum ostum. Þetta ruby-portvín átti miklum vinsældum að fagna hér áður en einhvernveginn virtust 750 ml flöskurnar vera of stórar fyrir þá sem njóta portvíns sjaldan. Þetta hefur breyst með tilkomu 375 ml flasknanna. Þrátt fyrir að hafa langan lifitíma þá er vínið alltaf best fyrstu vikurnar eftir opnun. Fonseca er portvín með mikla fyllingu í bragði og greina má sólber og kirsuber. Fonseca Bin 27 var fyrst blandað fyrir rúmri öld og þá eingöngu fyrir fjölskylduna sjálfa til neyslu. Það hefur viðhaldið sínum einstaka stíl og háum gæðum þó að það sé framleitt í miklu magni frá vínekrum Fonseca Guimaraens, sem eru ofarlega í Douro dalnum. Vínið er látið eldast í stórum eikartunnum í fjögur ár. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og er á kynningarverði, 1.490 kr. 3FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2005 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR FLJÓTLEGA RÉTTI Á FÖSTUDEGI. Súrsætt svínakjöt á steiktu káli Hér er réttur sem er fyrir þá sem vilja prófa eitthvað sem er bæði auðvelt og öðruvísi. Djúpsteikt hvítkál kemur á óvart. Það er mjög bragðgott, stökkt og skemmtilegt undir tönn. Algert sælgæti. Saltið og piprið kjötstrimlana og steikið þá í ólífuolíu á háum hita í 2-3 mínútur. Bætið þá sojasósu, hunangi, lime-safa og tabasco-sósu við og steikið áfram í 2-3 mínútur. Endið á því að sáldra sesamfræj- um yfir. Hitið um 1,5 cm lag af djúpsteikingarolíu í pönnu með þykk- um botni. Skerið kálið í strimla, þerrið og setjið það svo varlega út í olíuna (hæfilegt magn í einu). Steikið í nokkrar sekúndur eða þangað til olían er mikið til hætt að freyða. Veiðið þá kálið upp úr olíunni og látið þerrast á eldhúsbréfi. Passið að þerra vel og saltið kálið því næst dálítið. Berið kjötið fram á beði af káli. Sáldrið chilli og koríander yfir eftir smekk. 400 g svínahnakki (skorinn í strimla) 4 msk. ólífuolía 4 msk. sojasósa 2 msk. hunang (glært) safi af 1 lime Sletta af tabasco-sósu sesamfræ olía til djúpsteikingar haus af hvítkáli (skorið í þunna strimla) UPPSKRIFT 200 g hörpudiskur Karríolía: 2 msk. karrí 2 msk. vatn 1 dl ólífuolía Hrært saman og látið standa yfir nótt. Þá er olíunni fleytt ofan af og sigtað. Sjóðið 1dl puy-linsubaunir í léttsöltu vatni. Grænmeti: 1/2 gul paprika 1/2 rauð paprika 1 stilkur sellerí 1/4 sjalottlaukur 3 stilkar vorlaukur 1/4 púrrulaukur 2 hvítlauksgeirar Öllu blandað saman á pönnu og kraumað í nokkrar mínútur í olíu. Sósa: 1 dl kjötsoð 2 dl rjómi 1 tsk Nomu-krydd (fæst í Lavita) salt og pipar Öllu blandað saman, soðið í fimm mín- útur og þykkt dálítið með maizena- mjöli. Hörpudiskurinn saltaður, pipraður og svissaður á heitri rifflaðri pönnu í tvær mínútur hvorum megin. Hörpu- diski, karríolíu og linsubaunum blandað saman við grænmetið. Skreytt með graslauk. HÖRPUDISKUR AÐ HÆTTI BERGÞÓRS Í tilefni af íberískum dögum í Vínbúðum er hið vinsæla vín Lagunilla Gran Reserva á kynningarverði. Vínið var fyrir lækkunina eitt ódýrasta Gran Reserva vínið á markaðnum og verður það því að teljast einstaklega góð kaup á kynn- ingarverðinu. Lagunilla Gran Reserva er rauðbrúnt með eikarangan, rommrúsínum, kaffi og suðusúkkulaði. Vín sem samsvar- ar sér vel í alla staði og myndi henta sérlega vel með stór- steikunum hvort heldur sem er lambi eða nauti, villibráð og villibráðapate. Kynningarverð á íberískum dögum er 1.590 kr. LAGUNILLA: Á kynningarverði FONSECA: Bin 27 portvínið komið aftur Smákökur, jarðarber og rjómi HINN HEIMSÞEKKTI HÄAGEN-DAZS ÍS ER NÚ FÁANLEGUR Á ÍSLANDI. Ísglaðir Íslendingar eru kátir þessa dagana þar sem hinn heims- frægi Häagen-Dazs ís er nú fáanlegur hérlendis. Ísinn er upprunninn í Bandaríkjum á þriðja áratug síðustu aldar og var Häagen-Dazs skráð sem vörumerki í New York árið 1961. Alþjóðleg dreifing hófst á ísnum 1982 og má segja að sigur- för hans um heiminn hafi verið óslitin æ síðan. Ísinn verður seldur hér á landi í hálfs lítra umbúðum og fæst með fimm bragðtegundum: „Vanilla“, „Strawberries & Cream“, „Baileys“, „Macadamia Nut Brittle“ og „Cookies & Cream“. Það er Emmess ís sem flytur Häagen-Dazs ísinn til landsins. Sparipopp Óskarsverðlaunin verða afhent að- faranótt mánudags og eflaust leggja margir það á sig að vaka eftir þeim. Venjulegt popp er alls ekki nógu sparilegt við svo hátíðlegar aðstæður heldur þarf einstakt popp til að kvöldið verði eftirminnilegt. SÚKKULAÐIPOPP 1/2 bolli sykur 1/2 bolli síróp 200 gr. smjör 2 matskeiðar kakó 1/2 teskeið salt 8 bollar poppað popp Blandið sykri, sírópi, smjöri, kakói og salti saman í pott og hitið við meðal- hita þar til blandan sýður. Blandið poppkorninu saman við og hrærið í tvær mínútur. Kælið blönduna og hnoðið kúlur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.