Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 34
FÆST Í ÖLLUM HELSTU
BÓKAVERSLUNUM LANDSINS
Gestabók • Myndir • Skeyti
VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík
Munið lukkuleikinn
Mikið af nýjum
fermingarvörum
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
74
98
2/
20
05
Ferming
Fartölva
að verðmæti
150.000 kr.
Glæsileg
sýning í
Sigtúni
Kristín Rós Gu
nnarsdóttir
Vogatungu 2
0
200 Kópavog
ur
í öllum verslunum Blómavals
Hannaði fermingarfötin sjálf
María Björk Sverrisdóttir söngkona fermdist á degi verkalýðsins, 1. maí, árið 1977.
Hún fermdist í buxnadragt sem hún notaði mikið síðar.
„Ég hef varla hugsað um ferming-
una síðan á fermingardaginn,“ seg-
ir söngkonan María Björk Sverris-
dóttir, sem rekur Söngskóla Maríu
og Siggu með Siggu Beinteins. „En
ég fermdist vegna trúar minnar á
Jesú Krist. Því þótt ég stundi ekki
kirkjur á sunnudögum bið ég bæn-
irnar á hverju kvöldi, vegna þess að
mig langar til þess og hef þörf fyr-
ir það,“
Fermingardagur Maríu Bjarkar
var verkalýðsdagurinn 1. maí 1977.
Fermt var frá Dómkirkjunni í Reyk-
javík.
„Þetta var eftirminnilega
skemmtilegur dagur og markaði
tímamót. Maður fullorðnaðist við
þetta; hætti að vera barn. Ég fór að
kaupa mín föt sjálf, vann með skól-
anum og sýndi ábyrgð; fannst það
stórt skref.“
Fermingarveislan var haldin
heima, eins og þá tíðkaðist, og
svefnherbergi rýmd til að koma
veisluborði og gestum fyrir.
„Ég hafði vissulega skoðanir á
því hvað yrði á boðstólum en
mamma er ráðrík líka. Við vorum
með kaffi, tertur og brauðtertur, og
mér færðar stereógræjur, skartgrip-
ir og skríni, og líka eitthvað af pen-
ingum, en ekkert í líkingu við þær
upphæðir sem börnin fá í dag.“
María Björk fermdist í buxna-
dragt sem hún hannaði sjálf fyrir
stóra daginn. „Ég hef alltaf verið
ægilegur fatagikkur og gat ekki
hugsað mér að vera í eins úlpu eða
með eins skólatösku og skólasyst-
kinin. Varð alltaf að vera öðruvísi.
Svo þegar fermingin nálgaðist
teiknaði ég beinar útvíðar buxur og
jakka með hettu; en amma mín Jó-
hanna Guðjónsdóttir saumaði drag-
tina úr svörtu fínflaueli. Þetta voru
ansi töff jakkaföt sem ég notaði
áfram eftir ferminguna en svo
stækkaði ég upp úr öllu valdi og
upp úr fötunum,“ segir María Björk,
sem sjálf hefur fermt tvö af börnum
sínum. „En ég á einn lítinn sem er
hálfur gyðingur en líka alinn upp
við kristna trú. Ég veit ekki hvort
hann fermist. Hann fær að ráða því
sjálfur. Ferming verður alltaf
ákvörðun einstaklingsins sjálfs.“
thordis@frettabladid.is
4 egg
1 bolli sykur
4 msk. hveiti
1 tsk. lyftiduft
100 g súkkulaði, saxað
100 g marsipan, saxað
Egg og sykur þeytt saman. Marsi-
panið og súkkulaðið sett saman
við hveitið og lyftiduftið og því
blandað saman rólega við eggja-
hræruna. Bakað í tveimur laus-
botna
tertumót-
um við 175
gráðu hita
og kælt.
Fylling
1/2 dós ferskjur
1 peli rjómi, þeyttur
Ofan á 100 g rjómasúkkulaði
brætt og síðan má skreyta með
rjóma að vild.
Rjóma-sælgætisterta
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
ilh
el
m
Fermingardagurinn markaði tímamót, María Björk var komin í fullorðinna manna tölu.
María Björk Sverrisdóttir söngkona fermdist vegna einlægrar trúar á Frelsarann og biður enn bænir á hverju kvöldi.
8 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■