Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 44

Fréttablaðið - 25.02.2005, Page 44
Margt býr í þokunni... og meðal annars þessi föngulegi piltur sem kemur fljúgandi eftir göngustíg í Laugardalnum. SJÓNARHORN Í ítölskum garði að hlusta á Sting Kirstín Erna Blöndal söngkona á ekki í erfiðleikum með að skipuleggja drauma- helgina sína. „Draumurinn væri að fara til Ítalíu í einhvern lítinn kastala rétt hjá húsinu hans Sting. Ég á DVD disk af tónleikum sem hann hélt í garðinum við húsið sitt á Ítalíu með fullt af frábærum listamönnum með sér hvaðanæva að úr heiminum. Ég hefði viljað vera þar. Á disknum er fylgst með undirbúningi tónleikanna sem voru haldnir 12. september 2001 en eins og gefur að skilja urðu þeir öðruvísi en ætlað var vegna þess sem gerðist daginn áður. Ég myndi vera þarna í kastalanum mínum, umkringd fjölskyldu og vinum og góðu rauðv- íni. Seinnipart laugardags myndum við kíkja í heimsókn yfir til Sting og hann myndi endurflytja þessa tónleika fyrir okkur.“ En myndi söngkonan slá sér í þennan hóp alþjóðlegra tónlistarmanna? „ Ó nei, ég myndi sko ekki vilja vera að syngja heldur bara halla mér aftur og njóta tónlistarinnar.“ Kirstín Erna stendur fyrir bænatónleikunum Sorgin og lífið í Laugarneskirkju 3. mars kl. 20. „Með verða presturinn í Laugarneskirkju, Bjarni Karlsson, og Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur og svo er ég líka með frábæra listamenn með mér, Gunnar Gunnarsson píanóleikara, Jón Rafnsson bassaleikara og svo auðvitað Örn Arnarson, manninn minn, sem ég væri mikið til í að hafa með mér þessa helgi á Ítalíu.“ Kirstín Erna vildi eyða draumahelginni í litlum kastala á Ítalíu. DRAUMAHELGIN 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR 12 Vissir þú ... … að stærsti borgarísjaki sem mældur hefur verið var 31 þúsund ferkílómetrar og fannst hann 240 kílómetra vestan við Scott-eyju í Suðurhafi 12. nóvember árið 1956? … að stærsta músagot átti sér stað 12. febrúar árið 1982 en þá gaut mús í Bretlandi 34 músum en 33 lifðu? … að sá yngst krýndi af ríkjandi konungum er Mswati III í Svasílandi en hann var krýndur 25. apríl árið 1986 aðeins átján ára og sex daga? … að verðmætasta kviksjá í heimi seldist hjá Christie’s í Bretlandi í nóvember árið 1999 fyrir rúmar 5,6 milljónir íslenskra króna? … að fyrsta mótorhjólið var smíð- að af Gottlieb Daimler í október og nóvember árið 1885? … að stjörnufræðingar hafa að- gang að samfelldum athugunum á sólblettum frá árinu 1750 og til þessa dags? … að 106,45 farsímar voru á hverja hundrað íbúa á Taívan árið 2002 samkvæmt tölfræði NationMaster.com? … að elstu málverk sem vitað er um með vissu fundust á veggjum Chauvet-hellis í Suður-Frakklandi árið 1994 en talið er að málverkin séu á bilinu 23 til 32 þúsund ára gömul? … að gataðasti maður heims er Luis Antonio Agüero á Kúbu sem hefur látið gata sig fyrir hringi á 230 stöðum á líkamanum? … að leikkonan Drew Barrymore varð sjöundi meðlimur sinnar fjöl- skyldu sem hlaut þann heiður að fá nafn sitt og stjörnu skráð á Frægðartröð í Hollywood 4. febrú- ar árið 2004? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Chelsea•Barcelona 8. mars í LONDON! Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á Chelsea-Barcelona* • PlayStation2 tölvur • CHAMPIONS LEAGUE 2004-2005 (Farðu á leikinn eða spilaðu hann heima í stofu) • Fullt af DVD myndum o.m.fl. Snilldarkort SPRON býður vinningshafa á völlinn! Þú getur fengið þér snilldarkort SPRON á www.snilld.is ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT !Snilld.is ý Chelsea-Barce lona 8. mars á Stamford Sendu SMS sk eytið JA CBF á númerið 1900 og þú gætir u nnið. Við sendum þé r spurningu. Þ ú svarar með því að senda SMS skeytið J A A, B eða C á númerið 1900 . 9 9 kr ./s ke yt ið . FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.