Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 25.02.2005, Síða 48
24 25. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hafði í mörgu að snúast í gær, enda var þá birt ársuppgjör fyrirtækisins. SH er 63 ára í dag, en starfsemin hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem var í upphafi. Á síðustu árum hefur fyrirtækið haslað sér völl í ferskum og kældum sjávarafurð- um, í stað frystra áður. „Meginbreytingin sem orðið hefur á fyrirtækinu er að ekki er lengur um að ræða sölusamtök í eigu framleiðenda með sölu- skyldu á afurðum þeirra, heldur erum við samsafn sjálfstæðra er- lendra fyrirtækja sem starfa hvert á sínum forsendum á sínum markaði og kaupa frá Íslandi eins og öðrum löndum,“ segir Gunnar. Árið 1996 var félaginu breytt í hlutafélag sem tveimur árum síðar var skráð á hlutabréfa- markað. Fyrri eigendur seldu smám saman hluti sína og nýir eigendur komu að félaginu. „Önnur meginbreytingin er að fyrirtækið, sem eins og nafnið gefur til kynna höndlaði með frystar vörur, hefur frá 2002 tekið stefnuna út á kælda mark- aðinn,“ segir Gunnar og bætir við að sú starfsemi hafi tekið veru- legan kipp um mitt síðasta ár. Hann bendir á að af framleiðslu fyrirtækisins í Bretlandi, sem sé stærsta einstaka markaðssvæðið, séu ekki nema um 27 prósent framleiðslunnar fryst. „Í þriðja lagi höfum við tekið þá stefnu að víkka afurðasviðið. Núna eru rækja og skelfiskur orðin veru- legur hluti af veltunni.“ Í uppgjöri sem birt var í gær kemur fram að reksturinn hefur batnað milli ára. Arðsemi af eigin fé fyrirtækisins var 19 prósent saman borið við 13 prósent árið áður. Rekstrartekjur ársins 2004 voru 70,1 milljarður króna, rúm- um ellefu milljörðum meiri en árið áður, en hagnaðurinn jókst þó ekki um nema 209 milljónir milli ára, var 709 milljónir í fyrra en 500 milljónir árið áður. Gunnar segir stefnt á aukinn vöxt, en segir fara eftir hverjum markaði fyrir sig í hverju sá vöxtur geti falist. „Á síðasta ári var vöxturinn í kældum vörum í Bretlandi. Sá markaður er þró- aður og tilbúinn fyrir slíkar vör- ur. Á öðrum mörkuðum getur það gengið hægar þannig að aukn- ingin verður sambland af fryst- um og kældum eftir hendinni, auk breiðara vöruvals.“ Þremur árum eftir stofnun Sölumiðstöðvarinnar árið 1942 var fyrsta söluskrifstofan stofnuð á erlendri grund, en það var í New York í Bandaríkjunum. Vestan hafs þróaðist svo starf- semin stig af stigi yfir í fram- leiðslu og sölu á fiskafurðum. Árið 1955 hófst svo starfsemi í Bretlandi með kaupum á keðju fisksteikingabúða. Nokkru síðar hófst svo verksmiðjuframleiðsla í smásölupakkningar þar. Fyrir- tækið hefur starfað í Þýskalandi frá árinu 1981 og í Frakklandi frá árinu 1989. Í Japan hefur fyrirtækið svo starfað síðan 1990. Í dag eru í samstæðunni fjórtán félög í ellefu löndum og starfsmennirnir ríflega 2.300 talsins. Í útlöndum er samstæðan nefnd Icelandic Group en starfsemin er bæði á smásölumarkaði og markaði fyrir veitingahús, mötuneyti og stofn- anir. GEORGE HARRISON (1943-2001) fæddist þennan dag. Stefna á aukinn vöxt TÍMAMÓT: SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA 63 ÁRA „Það eina góða við Kryddpíurnar [Spice Girls] er að hægt er að horfa á þær með al- veg dregið niður í hljóðinu.“ Harrison sagðist í seinni tíð ekki upplifa sjálfan sig sem „bítilinn George Harrison“. Eftir að Bítlarnir hættu árið 1970 hélt Harrison áfram að búa til tónlist, bæði einn og með öðrum. Þá gerðist hann einnig kvikmyndaframleiðandi, stofnaði Handmade Films og fjármagnaði meðal annars Monty Python myndina Life of Brian. Harrison, sem var fyrrum reykingamaður, barðist í rúman áratug við lungnakrabba og lést svo 58 ára gamall. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1848 kom Kommúnistaávarpið fyrst út á prenti, en það var sent til London til prentunar nokkrum vikum áður en febrúarbyltingin braust út í Frakklandi. Áhrifa ritsins var þó þegar farið að gæta enda hafði það fengið nokkra dreifingu í handriti. Í nóvember 1847 var ákveðið að Karl Marx og Friedrich Engels tækju að sér að „semja til birtingar fyrir öllum almenningi flokksyfirlýsingu“ sem gerði grein fyrir skoð- unum og stefnuskrá Kommúnistasambandsins, en það var leynilegt alþjóðasamband verkamanna á þeim tíma. Ávarpið var til að byrja með gefið út á þýsku í 12 mis- munandi útgáfum í Þýskalandi, Englandi og Ameríku. Það kom svo út á frönsku rétt fyrir júníuppreisnina 1848 og árið 1850 í enskri þýðingu eftir Helen MacFar- lane í tímaritinu Red Republican. Árið 1871 komu út þrjár þýðingar í Ameríku. Hér á landi kom Kommúni- staávarpið fyrst út árið 1924. Í útgáfu Kommúnistaávarpsins sem út kom í London árið 1883 eftir fráfall Marx skrifar Engels formála og áréttar grund- vallaratriði ávarpsins. „Að efnisleg framleiðsla hvers tímabils og stéttaskiptingin, sem upp af henni hlýtur að spretta, séu undirstaða stjórnarskipulagsins og andlega lífsins.“ Hann segir Marx einan hafa leitt þennan sannleika í ljós og stéttabaráttuna komna á það stig „að undirokaða stéttin (ör- eigalýðurinn) geti ekki losað sig undan oki yfirstéttarinnar (borgar- astéttarinnar) án þess að losa allt mannkynið úr læðingi kúgunar- innar og stéttabaráttunnar“. Eftir fráfall Marx sagði Engels útilokað að gera frekari breytingar eða við- bætur við Kommúnistaávarpið. 24. FEBRÚAR 1848 „Ein Gespenst geht um in Europa – das Gespenst des Kommunismus,“ eru upphafsorð fyrstu útgáfu Kommúnista- ávarpsins. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1545 Skotar sigra her Englendinga við Ancrum-heiði. 1570 Píus V páfi bannfærir Elísabetu I Englandsdrottningu. 1917 Febrúarbylting braust út í Rússlandi þegar hermenn beindu vopnunum að yfirboð- urum sínum eftir að hafa verið skipað að skjóta á hóp mót- mælenda sem krafðist þess að geta brauðfætt fjölskyldur sín- ar. 1956 Nikíta Krútsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, heldur í Moskvu afhjúpunarræðu um Stalín við upphaf þings kommúnista- flokksins. Ræðan er talin marka upphaf fráhvarfs frá Stalínisma í Sovétríkjunum. 1966 Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald heldur tónleika í Reykjavík. 1975 Ragnhildur Helgadóttir kosin forseti Norðurlandaráðs, fyrst kvenna. Kommúnistaávarpið kom út á prenti Systir okkar, Ásdís Guðbjartsdóttir lést 23. febrúar í Lindsay, Ontario í Kanada. Ásdís verður jarð- sungin laugardaginn 26. febrúar kl. 11.00 í Lindsay. Magnús Guðmundsson Kristín Guðbjartsdóttir Kristján Guðbjartsson Bryndís Guðbjartsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, bróðir og tengdasonur, Bjarni Sveinsson lést af slysförum fimmtudaginn 17. febrúar. Hann verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta í Garða- bæ. Fyrir hönd ástvina: Sigrún Hjaltalín, Lena Björk Bjarnadóttir, Eva Dögg Long Bjarnadóttir, Bjarni Snær Bjarnason, Inga Rún Bjarnadóttir, Viktor Orri Long Vals- son, Stefán Sveinsson & Hrafnhildur Sigurðardóttir, Gerður Ragna Sveinsdóttir og Guðrún María Óskarsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Bjarnason stýrimaður, Hraunbæ 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 25. febrúar, kl. 15. Halldór Ómar Sigurðsson, Laufey Guðrún Sigurðardóttir, Atli Sigurðs- son, Berglind Sigurðardóttir, Hafrún Sigurðardóttir, Einar Björn Þóris- son, barnabörn og barnabarnabörn. Skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins verður lokuð í dag, föstudaginn 25. febrúar frá kl. 14.00, vegna jarðarfarar Friðriks Andréssonar, múrarameistara. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is 10-40% afsláttur af legsteinum út febrúar Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 ANDLÁT Ingvar Björnsson, frá Gafli, lést mið- vikudaginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafía Laufey Guðmundsdóttir, Tjarn- argötu 12, Sandgerði, lést þriðjudaginn 15. febrúar. Úförin hefur farið fram í kyrrþey. Siggeir Geirsson, frá Sléttabóli, dvalar- heimilinu Klausturhólum, lést föstudag- inn 18. febrúar. Elín Haraldsdóttir, Spóahólum 14, Rey- kjavík, lést laugardaginn 19. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Ása Lilja Arnórsdóttir, Elliheimil- inu Grund, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. 13.00 Gunnhildur Eiríksdóttir, Hrafn- istu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Jóhann V. Sigurjónsson, Álftahól- um 2, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 3.00 Óskar Þór Gunnlaugsson, Bræðraborgarstíg 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykja- vík. 13.00 Sveinborg Jónsdóttir, frá Núpi, Selfossi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju. 14.00 Hafdís Lára Kjartansdóttir, Mel- ási 10, Garðabæ, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Þórey Ólöf Halldórsdóttir, Skála- teigi 1, Akureyri, verður jarðsung- in frá Glerárkirkju. 14.00 Valgerður Pálsdóttir, Kálfafelli, verður jarðsett á Kálfafelli. 15.00 Friðrik Andrésson, múrarameist- ari, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 15.00 Guðjón G. Guðjónsson, Laugar- nesvegi 89, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reyk- javík. 15.00 Sigurður Bjarnason, stýrimaður, Hraunbæ 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reyk- javík. AFMÆLI Þorsteinn Eggertsson tónlistarmaður (Steini spil) er 63 ára í dag. Sigurður B. Stefánsson bankamaður er 58 ára í dag. Jón Ólafsson tónlistar- maður er 42 ára í dag. Guðrún Vilmundardótt- ir leikhúsfræðingur er 31 árs í dag. Nína Dögg Filippus- dóttir leikkona er 31 árs í dag. GUNNAR SVAVARSSON Forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna segir stefnt á auk- inn vöxt fyrirtækisins þar sem nýta eigi ólíka möguleika á fjölmörgum markaðssvæðum fyrirtækjasamstæðunnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.