Fréttablaðið - 25.02.2005, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Alltaf
jafnsmart
Einmitt þegar maður hélt aðbreska krúnuslektið hefði lært
eitthvað af lífinu með því að leyfa
krónprinsinum að giftast elskunni
sinni, þarf sú gamla að gera enn
eina gloríuna. Hún ætlar ekki að
mæta í brúðkaup tilvonandi konungs
Breta. Smart.
EF ÉG MAN RÉTT kenndi breska
þjóðin hennar hátign um allar ófarir
Díönu prinsessu. Sú gamla væri allt-
of gamaldags, fastheldin og ósveigj-
anleg og hefði enga hæfileika til
þess að lifa í heimi sem er stöðugt
að breytast. Á endanum varð hún að
dröslast í sjónvarpsútsendingu, þar
sem hún sat með sitt klassíska
munnviksharðlífi og reyndi að segja
eitthvað ekki ljótt um nýlátna móður
barnabarnanna sinna. Allir önduðu
léttar og héldu nú kannski að áfallið
hefði nægt til að hrista hana að ein-
hverju leyti inn í nútímann.
EN, ÓEKKI Breska drottningin
situr á svo gömlum stól að hún er yfir
það hafin að ansa nútímanum. Breska
þjóðin eyðir svo miklum peningum í
hana að hún er yfir það hafin að gera
nokkrar málamiðlanir. Dinglast bara
ósnertanleg á milli allra sinna köldu
kastala og lætur sér fátt um finnast
hver elskar, hver lifir, hver deyr. Eins
og hún má vera þakklát fyrir að ein-
hver skuli vilja vakna með höfuð
krónprinsins á koddanum við hliðina
á sér á hverjum morgni.
AUMINGJA KARL Varð að byrja
á því að kvænast konu sem hann
elskaði ekki þótt hún væri ung og
sæt, vegna þess að hann hafði þeim
skyldum að gegna að geta syni. Sem
hann og gerði. Búinn að því og ætlar
nú að láta drauma sína rætast, rétt
áður en hann verður löggilt gamal-
menni; kvænast sinni Camillu – sem
við Íslendingar getum verið mjög
ánægðir með vegna þess að við eigum
kópíu af henni þar sem okkar eigin
Þórhildur Þorleifsdóttir fer, svo við
höfum staðgengil fyrir Camillu ef
dagskráin hjá henni verður of hektísk
og hún þarf til dæmis að mæta á
tveimur stöðum í einu. Nóg er til af
gulum og bleikum drögtum og höttum
í þessari leiðinlegu fjölskyldu.
ÞAÐ ER VIRKILEGA SMART af
móður að neita að mæta í brúðkaup
sonar. Eiginlega ótrúlega kúl að neita
að verða vitni að hamingju. Hamingj-
an er svo greinilega persónuleg
móðgun við hennar háæruverðugheit.
Segir allt um persónuna, ekki satt?
SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR
BAKÞANKAR