Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 1
diesel rafstöðvar HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 I DAG Úrdráttur úr atvinnuiífi og búskap — viðtal við . Jóhann Briem, iistmálara sjá bls. 14-15 Sveitafólk og eitt pólití í milljónaborg sjá bls. 8-9-10-11 Nú-tíminn Rætt við Jóhann G.Jóhannsson sjá bls. 20 Stillir hnappa á tækjum í Danmörku til að lækna fólk á íslandi sjá bls. 4-5 15. tbl. — Sunnudagur 19. janúar 1975 — 59. árgangur Er hætta á þvi, að byggingasjóður verði févana innan skamms? Byggingasjóður að étast upp — segir Haukur Vigfússon, forstöðumaður veðdeildar Landsbankans Gsal-Reykjavik — Haukur Vig- l'iisson, forstöðumaður veðdeildar Landsbankans, skýrði Timanum frá þvi i samtali, að mikil hætta væri á þvi að byggingasjóður rikisins yrði févana innan skamms. Sagði Haukur, að sér fyndist óeðlilegt, að byggingasjóður yrði að greiða hærri visitölu af þvi fé, sem hann fengi til útlána, en af þvi fé, sem hann fengi af sinum útlánum. Sagðist hann lita svo á, að þetta tvennt þyrfti nauðsyn- lega að haldast i hendur, ef bygg- ingasjóðurinn ætti ekki að verða févana. — Ég tel, að útlán og innlán verði að haldast I hendur. Nú er búið aö fella þann úrskurð, að það eigi að greiða fulla visitölu af skyldusparnaði. Við eigum siðan að fá svo og svo mikið af okkar fjármagni til útlána hjá lifeyris- sjóðum, — verðtryggja það fé að fullu með visitölu byggingar- kostnaðar, en við í'áum svo ekki nema 3/10 af sömu visitölu greidda hjá þeim sem taka lán hjá okkur. Þá sér auðvitað hver heilvita maður hvert stefnir: Byggingasjóður verður étinn upp. Hins vegar er ég ekki það fróður, að ég geti sagt til um það með nokkurri vissu, hvað þetta muni taka langan tíma, — en það gæti gerzt á tiltölulega skömmum tlma. — Mig sviði það sárt sem hús- næðismálastjórnarmanni, ef byggingasjóður yrði étinn upp fyrir einhverja handvömm, þvi að þarna er verið að byggja upp mjög góðan sjóð, að mfnu áliti, til að styrkja menn til að byggja. 'ÆNGIRft Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? Húsfreyja á Skaga hrapaði fram af bjargi Var bjargað slasaðri við erfiðar aðstæður GÓ-Sauðárkróki. Skagfirð- ingasveit Slysavarnarfélags- ins var kölluo út s.l. föstudag er húsmóðirin á Skefilsstöðum á Skaga, Margrét Viggósdóttir féll fram af björgum. Margrét var að draga reka- við upp úr f jörunni á Skefils- staðabökkum, en þar er 15—20 metra hátt þverhnípt bjarg. Var rekaviðurinn dreginn upp bjargið með virkaðli sem fest- ur var aftan i dráttarvél, og stjórnaði Margrét henni. Með einhverjum hætti rann dráttarvélin fram af bökkun- um og Margrét með henni. Snjósieðar voru þegar mannaðir á Sauðárkróki og haldið út á Skaga. Var óskar Jónsson læknir með i förinni. Þegar björgunarsveitin kom á vettvang var búið að ná Margréti upp á bjargið voru þar börn hennar bændur úr nágrenninu verki. Þykir mikil mildi Margrét skuli hafa haldið lifi en hún er taisvert slösuft, m.a. fótbrotin. Fariö var með hana heim að Skefilsstöðum og gert að meiðslum hennar til bráða- birgða, en i S.i- laugardag, fóru menn frá Sauðárkróki á snjósleðum eftir Margréti til að flytja hana á sjúkrahúsið. Margrét býr á Skefilstöðum með fjórum bömum sinum. Kl/.íi sonur hennar er um tvitugt. Margrét er ekkja eftir Gunnar Guðvarðsson, sem fórst ásamt öðrum manni er þeir voru að vitja um hrogn- kelsanet fyrir tveim árum. og og að að TILBOÐ I VERK NU ALLT AÐ 15% UNDIR KOSTNAÐARÁÆTLUN Breyting frá því sem verið hefur, þegar tilboðin voru aldrei minna en 15—20% yfir kostnaðaráætlun verkanna FB-Reykjavik. Nokkur breyt- ing virðist nú hafa átt sér stað varðandi tilboð I verk og áætlanagerð. Hefur borið á þvi að undanförnu, að tilboð I verk eru allt að 15% undir kostnaðaráætlun, en tilhneig- ingin hefur oftast til þessa verið I þveröfuga átt. Timinn sneri sér til Torbens Friðriks- sonar forstjóra Innkaupa- stofnunar Reykjavlkurborgar og spurðist fyrir um þetta atriði. Torben sagðist halda, að ástæðan fyrir þessari breyt- ingu væri tvimælalaust sú, að ekki er lengur um yfirborgan- ir að ræða á vinnumarkaðin- um. Sagðist hann halda, að þetta væri almennt viðurkennt bæði hjá Innkaupastofnuninni og verktökum sjálfum. — Annað mál er það, sagði Torben, — að þeir aðilar, sem hafa unnið fyrir okkur að gerð kostnaðaráætlana, hafa yfir- leitt ekki viljað taka tillit til yfirborgana við gerð áætlan- anna. Þeir vita að sjálfsögðu, að yfirborganirnar hafa verið fyrir hendi, en áætlunin er þar fyrir utan gerð á grundvelli þeirra upplýsinga, sem liggja fyrir opinberlega um kaup og kjör. Hafa þeir, sem gert hafa kostnaðaráætlanirnar oft á tlðum vitað, t.d. að 20-30% yfirborganir tiðkuðust á vinnumarkaðinum, en ekki viljað hafa áætlanirnar byggðar á þeim upplýsingum, heldur réttu kaupgjaldi sam- kvæmt töxtum. Torben sagðist ekki vilja állta að sii staðreynd, að til- boðin færast nú nær kostnaðaráætlununum benti til.yfirvofandi kreppu. — betta hefur verið þannig meira og minna á hverju hausti þau átta ár, sem ég hef starfað hér, sagði Torben, að á haust- in færast tilboðin fremur i þetta horf. Stafar það m.a. af þvi, að verktakar vilja halda mannafla slnum yfir veturinn, til þess að hafa hann i fullri þjálfun og reiðubúinn til starfa að vorlagi, þegar aftur tekur að glæöast atvinnulífið. Hafa verktakar þvi oft á tiðum boð- ið I verk undir kostnaði til þess eins að halda mönnunum. — Reyndar ætti ef til vill að verða auðveldara að fá menn I vinnu næsta vor, en oft hefur verið áður, sagði Torben, svo ekki er vist að það sé eina ástæðan til lægri tilboða að þessu sinni. Tilboðin, sem borizt hafa i verk hjá Innkaupastofnuninni að undanförnu hafa verið 85- 90% af kostnaðaráætlun, ef miðað er við að áætlunin sé 100%. Hæstu tilboðin hafa komizt upp i að vera 110-130%. Siðastliðið vor var þessu þannig varið, að lægstu tilboð- in voru ekki undir 110% og þau hæstu töluvert mikið þar yfir. Sumir verktakar, sem ef til vill hafa nægileg verkefni, og óska i rauninni ekki eindregið eftir að fá verk bjóöa samt i þau og „skjóta" á þau, eins og kallað er. Taka þeir þá verkin, ef þeim sýnist þeir geti fengið gott út úr þeim, og þeim bjóð- ast þau, en hafa annars ekki miklar áhyggjur af þvi að fá þau ekki, vegna annarra verk- efna, sem þeir þegar hafa. Gera þeir þetta gjarnan til þess að geta verið viðstaddir opnun tilboða, og fá þannig tækifæri til þess að fylgjast með þróun mála og verðlaginu á markaðinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.