Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. janúar 1975. TIMINN 5 Fyriratbeina Se og Hör komumst viö isamband viö Aksel Jensen.segja þau Jörgen og Jakobina Helgadóttir RlIllOlmffl 1 I 7 Itffli Hann gaf mér nýtt líf — segir Jakobína Helgadóttir Jakobina Helgadóttir, 51 árs gömul islenzk kona, hefur öölazt nýjan lifsþrótt. Hún leiö miklar þjáningar af völdum höfuöverkjar (migrene), sem heföi getaö haft hörmulegar afleiöingar. t 13 ár hefur hún barizt gegn sjúkdómnum. Fimm til sex tima dag hvern hefur hún oröið aö liggja fyrir meö hitapoka á höföinu og boröa kynstur af pillum til þess aö minnka sársaukann ofurlft- iö. Hún hefur leitaö aöstoöar sérfræöinga og veriö lögö inn á sjúkrahús. Alls staöar var svarið hið sama: Höfuö- verkurinn sem þjáir þig er ólæknandi. — Við borð lá að ég gæfist upp, segir Jakobfna. Sárs- aukinn var svo mikill, aö á stundum flögraði að mér, hvort ekki væri bezt að binda endi á allt saman. Jörgen maður hennar seg- ir: — Það var hærðilegt að sjá, hvernig hún þjáðist. Hún var algjörlega örmagna á hverjum einasta degi, og mér veittist örðugt aö skilja, að ekki væri til neitt meðal við sjúkdómnum. Loks kom þar að ég las um náttúru- lækninn Aksel Jensen i Óðinsvéum I Se og Hör. Nú höfum við reynt allt á milli himins og jarðar, sagði ég við konuna mina. Hvers vegna ekki að hringja til Aksels Jensens? Hann féllst á að taka hana til meðferðar, og daginn eftir sendum við nokkra blóð- dropa frá íslandi til Óðins- véa. Ekki var nema vika lið- in, þegar konan fór að hafa orð á þvi, að sér liði betur. Þegar liðnar voru þrjár vik- Eftir meöhöndlunina leikur hún á alls oddi. ur, var höfuöverkurinn horf- inn. Það var mikill dýrðar- dagur hjá okkur. Þann dag dansaði Jakobina um stof- una af g'?ði. — Siðan hef ég ekki fundið fyrir höfuðverknum, segir Jakobfna. Er það ekki undursamlegt, að maður þurfi ekki að gera annaö til þess að öðlast bata en að senda dropa af blóði til Dan- merkur? Ég skil það ekki, en það er undursamlegt. Fyrir nokkrum dögum hitti Jakobína i fyrsta skipti manninn, sem gaf henni nýtt lif. Faðmlögin voru ekki spöruð þegar Aksel Jensen náttúrulæknir kom til ís- lands i fyrsta skipti, ásamt konu sinni. Tugur Islendinga, sem haldnir voru ýmsum sjúk- dómum, höfðu önglað saman mörg þúsund krónum (dönskum) og sent Aksel Jensen tvo flugmiða til Is- lands. — Að sjálfsögðu get ég læknað fólk, ef ég fæ. dropa af blóði, eins og ég læknaði frú Helgadóttur, segir Aksel Jensen, en hins vegar varður árangurinn beztur, ef ég hitti fólkið sjálft. Með fingrunum finn ég, hvers eðlis sjúk- dómurinn er, og stundum get ég læknað fólk þegar i stað. Arum saman þurfti Jakobina aö liggja meö hitapoka á höföinu marga klukkutfma dag hvern og gleypa firn af verkjatöflum. Móöir Braga, Sigrföur Guömundsdóttir, þjáöist af illkynjuöum höfuöverk, eftir aö hafa lent i slysi. Aksel Jensen læknaöi hana þegar i staö, aö sögn Se og Hör. LÆKNAÐI MÓÐURC hálfsjötug, og hún notaði tækifærið til þess að biðja Jensen að skoða sig. Hún haföi fyrir skömmu orðið fyrir slysi og skaddað aðra öxlina. Læknarnir á sjúkra- húsinu gerðu að öxlinni, en eftir slysið hafði hún þjáðzt af illkynjuðum höfuðverk og fengið sprautur á hverjum degi til þess að lina þjáningarnar. Aksel Jensen leit á hana, tók báðum hönd- um um gagnaugun á henni, — einbeitti sér og þrýsti að. Konan reis á fætur, himin- lifandi glöð—sársaukinn var horfinn, hún hafði fengið bót meina sinna á staðnum! Bragi Jafetsson, sem er 39 ára, haföi þjáözt af floga- veiki frá þriggja ára aldri. Göngulag hans var þannig, aö þvi var likast sem hann væri sífellt ölvaöur. Af þessum sökum vildi hann sem minnst hafa saman viö fólk aö sælda. Fyrir hálfu ári sendi móðir hans dropa af blóði til Aksels Jensens, og nú er Bragi heill heilsu. Bragi hitti náttúrulækninn, þegar hann kom til Islands, til þess að þakka honum hjálpina, og láta hann skoða sig. I fylgd með honum var móðir hans, Sigriöur Guðmundsdóttir, sem er Bragi haföi þjáöst af flogaveiki frá þriggja ára aldri, og þess vegna forðast annað fólk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.