Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.01.1975, Blaðsíða 10
10 n.VHNN Sunnudagur 19. janúar 1975. Kráin i Balloch heitir Tullichewan. Þaöer næstum eins fráleitt i framburði og Sauchihall K«1 |itj t %Bmm s l \ i 1 & i E ‘ 1 i 1 í 1 ■ i | rum< \n V ; áþi 1 il 1 9— Jæja, sem við örkum niður Buchanan-stræti, berst söngur og skrllslæti að eyrum okkar. Við snarstönzum, þetta hljómar an- kannalega i þessu vinalega kaupahéðnastræti, og stingur i stúf við iburöarmikla skraut- glugga. Skarkali þessi, ungar hásar raddir, minnir okkur á offsettfjölrituð veggplögg rót- tækra samtaka, sem æpa á mann um ofurmagn auðstétta og morð á verkalýð, og eru satt að segja mjög I sama dúr og Stéttabarátt- an og Rauði fáninn, hálfrar aldar gömul slagorð og jafn illa prentuð og þá. Svo kemur lýðurinn i ljós, heil fylking þar, og önnur fylking hér, allar skálmandi, syngjandi, þrumandi slagorð, sem ekki greinast orðaskil af. — Mamma, viðhöfum lent inn i kommúnistabyltingu, segi ég við konu mina, en strákarnir eru uppfullir af áhuga og vilja sjálf- sagt helzt vera með i skarkalan- um, enda fær maður ekki séð við nánari aðgæzlu en sumir þarna séu litið eldri. Ég spyr næsta mann, hvað sé um að vera. — Rangers og Celtic keppa i ligunni i dag! Auðvitað. Nú sér I treflana og merkin. Hvit og græn annars veg- ar, röndótt, og Framaralitir Rangers hins vegar. En fylking- arnar eru ekki blandaðar. Það er algjörlega einlitur hópur útaf fyrir sig og eins gott að fylking- arnar mætist ekki. Þetta var nú ekki svona slæmt milli Þórs og KA fyrir norðan i gamla daga, enda ekki trúaratriði að fylgja sinu liði. Okkur er algjörlega bannað að fara á völlinn. Konan segist ekki eiga nema einn mann og strák- ana, og henni sé alltof annt um þetta til þess að sleppa okkur. Það sé ekkert að treysta á vin- semd Skotanna, þegar fótbolti sé annars vegar og við útlendingar. Með hverjum við ætlum eiginlega að halda — og fá svo alla hina á móti okkur? Ég er lengi að fá upp, hver úrslitin urðu. Um kvöldið inni ég ýmsa eftir þvi og fæ upp furðuleg- ustu tölur. Hitt vita allir, að það hafði allt orðið vitlaust i strætó, og milli 60-70 voru handteknir á vellinum sjálfum. Celtic haföi það, 4:2, en það er miklu meira skrifað um dómana yfir þeim, sem voru handteknir fyrir ólætin. Einn fær sjö mánaða fangelsi, þrjá fyrir ólæti og fjóra fyrir að reyna að múta lögreglu- mönnum til að sleppa sér. Næsti fær þrjá mánuði, hann hefur ekki reynt að múta neinum, bara verið með ólæti. Tveir eru sektaðir um 75 pund hvor. Tveir um 70 pund hvor. Tveir um 60 til viöbótar og allir fengu eitthvað. 62 talsins. Það er vist eins gott að labba um útimarkaðinn á meðan þetta gerðist. Svo er þetta ekki einu sinni i ligunni. Bara einhver bikarleikur. Aö leysa vandamál — og höggva á hnútinn Nokkur orð um dýralifið. Það er svolitið furðuleg kennd að koma i stórborg eins og þessa, þar sem hestar valsa um i um- feröinni og hundar labba um á gangstéttinni. Ekki er nú samt óþrifunum fyrir að fara, en það er nú lika af þvi, að dýrin eru öguð og þeim hefur verið kennt. Viö leysum vandann á okkar hátt: þaö hefur enginn tima til að standa i svoleiðis, og þvi skal þetta bannað! Það er auðveldasta leiðin að höggva á hnútinn, þegar enginn má vera að neinu. Hestarnir, sem umferðarlög- regluþjónarnir riða rölta á úti i umferðinni, inni á milli bilanna, eru tröllstórar, gæfar og vitrar Þjóðskáldið Robert Burns horfir angurvær út I haustbliðuna. skepnur. Konan heilsar upp á einn, finnst svipurinn húnvetnsk- ur, þrátt fyrir stærðina. Hann leggur umsvifalaust snoppuna undir vanga hennar og nusar af henni mjúkum flipanum. Kunningi minn einn, lögreglu- maður, var á ferð þarna og gaf sig á tal við einn riddarann og spannst af þvi samtal, sem lykt- aði með þvi, að hann fékk að fara á bak reiðskjótanum. En sem þessi vinur minn reyndi að keyra hestinn sporum, fór hvorki betur eða verr en svo, að hesturinn bakkaði inn á næsta stæði og varð ekki haggað þaðan, fyrr en hús- bóndi hans var aftur kominn á bak! Hundurinn Mike beið niðri i af- greiðslu með boltann sinn i hvoftinum eftir að strákarnir kæmu niður til að ólmast. Hótel- stjórinn átti Mike og hafði hann hjá sér á hótelinu. Mike skipti sér aldrei af neinum að fyrra bragði, utan hvað hann tók boltann i hvoftinn og gaf sig ótvirætt til kynna, ef hann sá einhvern likleg- an, eins og ærslafengna strák- ponna. Aldrei heyrðum við hann gelta, og um óþrif af hans völdum var alls ekki að ræða. Loðinn feldur- inn var alltaf gljáburstaöur og hreinn. Og honum þótti innilega vænt um þá, sem voru góðir við hann. Ég hafði áður rabbað um hunda við hótelstjóra einmitt á sama hóteli. Billy hét sá og átti Schafer- tik, sem hét Heidi. var fjörug og leikfús eins og Mike, en mikið skelfing gat hún verið hænd að húsbónda sinum. Það var ekki viðlitað fá hana til þess aö hreyfa sig, ef Billy var einhvers staðar nálægur og sagði henni að gera eitthvað annað. Svo skilyrðislaust hlýddi hún honum, aö það var rétt eins og við hinir værum ekki til. Hún var út undir sig, en ekki fullvaxin, þótt hún væri á stærö við kálf, — og þegar hún opnaði munninn, þótt ekki væri nema til að geispa, hvarflaði að manni setning úr gömlu ævintýri: — Af hverju er munnurinn á þér svona stór, amma min? En falleg var hún og gljástrok- in á ljósan gráýrðan úlfkynja skrokkinn. Og hún var vel alin upp. Þetta sama verður að segjast um Mikka karlinn. Ég hafði bara minna af honum að segja, þvi að þeir voru óaðskiljanlegir, strákarnirog hann, þennan tima, sem við vorum á hótelinu. En hann kom aldrei með þeim upp. Hann lór með þeim inn á barinn til að ná i gos, en upp i herbergi eða inn i matsal fór hann ekki. Þá beið hann frammi og horfði inn, stórum bláum augum og lét tung- una lafa, eins og hann væri móður og másandi eftir erfiði. Strákarnir spurðu mikið að þvi, af hverju hann mætti ekki koma inn I matsalinn, svona strokinn og finn, eða upp á herbergin. Við átt- um svör við þvi. En við áttum ekki svör við þvi, af hverju hundahald væri bannað með lög- um heima, nema hvað við reynd- um að malda i móinn og sögðum að fólki væri ekki treyst til að halda hundana sina eins og fólk — aga þá eins og Meidi og Mike voru öguð. Skyldleiki tungu- máls og þjóða — merkilegt rannsóknarefni Það er ábyggilega skemmtileg leit að finna skyldleika skozkunn- ar og islenzkunnar, eins og bæöi málin eru nú töluö. Ýmis staða- nöfn þar i landi gefa ótvirætt til kynna, að við eigum þarna sam- eiginlegan fjársjóð. Enskan þeirra er talsvert frá- brugðin þeirri ensku, sem töluð er i þeim hluta landsins, sem Eng- land nefnist, og sannir Skotar vilja ekkert hafa með að gera. Keltneskan er töluð á eyjunum úti fyrir norðurströndinni, og hefur mér verið tjáð, að um hundrað þúsund manns tali keltnesku og ensku, og um þúsund manns kelt- nesku eingöngu. Ég hef orðið þeirrar ánægju að- njótandi að lenda i unaðslega keltneskum félagsskap eina kvöldstund, alltof stutta kvöld- stund, þvi að tungumálið var al- deilis áhugavekjandi, þótt ég botnaði svo sem ekkert I þvi. Eða eigum við kannski að segja sem svo, að mér veittist harla erfitt að flétta nokkurt snæri, hvað þá meira úr þeim smáspottum eða endum, sem mér fannst ég skynja. Hitt vil ég alls ekki for- taka, að milli islenzkunnar og keltneskunnar kunni að vera stór- streymt, það verður að athugast náið og af mér gleggri mönnum. En hér og þar á leiðinni vorum við að reka okkur á furðulegustu nöfn, sem okkur komu kunnug- lega fyrir sjónir, og til þess að kitla málfræðingana okkar svolit- ið, er ég að hugsa um að luma ekkertá þvi, aöég fékk ekki betur séð en það stæði STANCE! á strætisvagnastoppistöð, og það getur hver sem er sagt sér sjálf- ur, hvernig það er borið fram. En það var eitthvað verið að agnúast út í keltneskuna meðan viö vorum þarna, átti að fara að gera hlut hennar minni. Þvi skrif- aði dálkahöfundur einn snjalla grein til skammar þeim, sem vógu að þessu gamla máli og upp- hóf sitt mál á þvi, að eitthvert mest notaða orð i Skotlandi — þ.e.a.s. Whisky — væri myndað úr tveim keltneskum oröum, sem merktu vatn og lif! Margt er llkt með skyldum, hugsuðum við og varð hugsað til ákavitisins okkar, sem ber þá sama nafn og hinn göfugi drykk- ur, sem þekktur er um allan heim. En eins og áöur segir, það þarf langan tima til að finna og sanna glöggum rökum skyldleika tungumálanna. Um skyldleika fólksins gegnir allt öðru máli. Hann er eðlislægur og liggur i augum uppi. Þú getur gengið götu úr götu og séð andlit, fas og fólk, sem gæti verið hvar sem er heima. Eini mismunurinn á fólkinu I Glað- skógabórg og Reykjavik er sá, að Reykvikingum liggur meira á. Streitan hefur náð harðari tökum á þeim þar. Og umferðin er óttalegri i Reykjavik. Ég veit ekki, hvort það segir einhverja sögu, eða hvers eðlis sú saga kann að vera, en þar i borg eru reisulegar bankabyggingar á svo til hverju götuhorni. Það er nú eiginlega sama sagan og hér, en þarna virðast bankarnir aðal- lega vera tvennst konar, annars vegar The Bank of Scotland og hinsvegar The Royal Bank of Scotland. A þessu tvennu er reginmunur, að mér er sagt, og er annar enskur og hinn skozkur. Utibúin geta staðið hvort andspn- is öðru — og eins og áður segir, ekki ýkja langt á milli þeirra. Og einu má ekki gleyma, áður en hætt er að tala um söngvana þeirra. Það er sami, angurværi treginn i söngvum beggja þjóð- anna, þeim, sem menn gripa helzt Fallegt skrautblóniabeð I garöi Heilags Georgs I Glasgow.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.