Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. febrúar 1975. TÍMINN 13 mé ■ Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Snjóalög og góðir vegir Snjóalögin i vetur verða þjóðfélaginu dýr. Kem- ur þar hvort tveggja til: Mikill kostnaður við snjó- mokstur og snjóruðninga á vegum úti og i bæjum inni og afurðatap i sveitum vegna tafa á að koma viðkvæmri búvöru eins og mjólk i vinnslusvöðarn- ar. Vissulega mætti einnig nefna margvisleg óþægindi og truflanir á samgöngum, sem þó er ekki auðvelt að meta beinlinis til fjár. Þessi snjóalög, og samgöngutregðan, sem þeim fylgir, leiðir hugann að nauðsyn þess, að vegir i þeim landshlutum, þar sem hættast er við fann- fergi, séu nægjanlega háir og þeim valinn staður með það i huga, að ekki leggi á þá óeðlilega mikla fönn. Þar eru staðkunnugir menn verkfræðingun- um nauðsynlegir til leiðsagnar. I þeim héruðum, þar sem hvort tveggja er til á viðlika snjóþungum svæðum — sæmilega háir veg- ir og aðrir, sem litt eða ekki eru upphækkaðir — hefur munurinn komið glöggt fram i vetur. Lágu vegirnir hafa verið ófærir að staðaldri, en hinir, sem vel eru lagðir og sæmilega háir, hafa varizt furðuvel. Þetta er auðvitað ekki nein uppgötvun, heldur eitt af þvi sem segir sig sjálft. Eigi að siður er þessi samanburður þó þarfleg hugvekja og mikil hvatning i þá veru að leggja mikla áherzlu á vandaða vegagerð innan þeirra héraða, þar sem oft má búast við miklu fannfergi, sem og milli þeirra staða i þeim, er eiga mest samskipti og hafa þeirra samskipta mesta þörf. Á móti kostnaði við slikar framkvæmdir kemur stórum minni snjómokstur en ella, minna afurða- tap, minni hætta á mjólkurskorti i innikrepptum kaupstöðum eða kauptúnum og aukið öryggi i öll- um greinum, þótt snjóavetur beri upp á. Lykill að bundinni innistæðu Viða um land er hitaorkan eins og jötunn i fjötr- um i jörðu niðri, biðandi þess, að hann verði drep- inn úr dróma. Vissulega erum við komnir talsvert á rekspöl við að nýta þessa orku, og á döfinni eru nýjar fram- kvæmdir af þvi tagi. En við skulum gera okkur vonir um, að það sé aðeins upphaf miklu fleiri og viðtækari varmavirkjana, sem muni með tið og tima létta stórlega þær byrðar, sem óheyrilega hátt oliuverð hefur lagt okkur á herðar siðustu misserin og tæpast munu verða léttari næstu árin — nema fyrir framtak sjálfra heima fyrir. Nú hafa verið fest kaup á tveim nýjum jarðbor- um, sem okkur vanhagaði mjög um til orkuleitar, og getur annar þeirra komizt tvöfalt lengra niður en áður hefur verið kostur á hérlendis. Hann mun án efa ljúka upp nýjum orkulindum, sem hingað til hafa verið utan seilingarfæris okkar, og þannig ekki aðeins hraða aukinni nýtingu jarðvarma i landinu, heldur jafnframt bjóða upp á nýja mögu- leika á ýmsum stöðum, þegar fram liða stundir — jafnvel einnig sums staðar þar, sem ekki hefur verið horft til jarðvarma með sérstakar vonir i huga fram að þessu. Þannig má likja þessum borum við lykla að miklum auði, er verið hefur eins konar bundin inn- stæða i þeim landsbanka, sem við höfum undir fót- um okkar, og við getum nú farið að hef ja i vaxandi mæli á næstu árum — ekki til þess að eyða geymslufé, heldur til þess að ávaxta það i þjóðar- búskap okkar. Verkefnin skortir ekki handa borunum. Þau biða svo viða. Hitt mun fremur, að fleiri en að geta komizt i einu vilji fá afnot af þessum borum sem allra fyrst. —JH J.William Fulbright: Varast verður sið ferðilegar öfgar Gera verður mun á mistökum og illverkum J. William Fulbright HÉR fer á eftir kafli úr ræðu, sem J. Wiiiiam Fulbright flutti á fundi blaðamanna um það leyti, sem hann hætti þingmennsku og formennsku I utanrfkismálanefnd öld- ungadeildarinnar. i ræðu sinni vék hann • að Water- gatemálinu, en hann hélt þvi fram, að fjölmiðlar hefðu gengið helzt til langt I æsi- fréttum um það mál, og m.a. ýtt þannig undir það álit, að allir stjórnmálamenn væru meiri og minni glæpamenn. Blaðamenn ættu að njóta fulls málfrelsis, en þeir mættu ekki misnota það til þess að koma almennu óorði á stjórnkerfi og leiðtoga þjóðarinnar. Alveg sérstak- lega krefðist lýðræðisskipu- lagið mikillar ábyrgðar. Kaflinn úr ræðu Fulbrights, sem hér fer á eftir, fjallar um þetta efni: KJARNI málsins er sá, að sið- ferðilegar öfgar marka af- stöðu okkar til stjórnmála og stjórnmálaleiðtoga. Ég efast ekki um, að ræturnar má rekja til afskiptanna i Viet- nam, en svo fylgdi Votugátt- arhneykslið á eftir. Hvort tveggja hefur óhjákvæmilega grafið undan trausti okkar á leiðtogum þjóðarinnar. Siðferðilegri hneykslun, jafnvel þótt réttlætanleg séu, hættir þó verulega til að ala á hefnigirni og sjálfsréttlæt- ingu. Þá er litið á mistök i dóingreind sem illmennsku af ásettu ráðu. Eðlilegur áhugi á leiðréttingu mistakanna vikur þá oft og einatt fyrir kröfum um að refsa hinum seku og láta þá hljóta makleg mála- gjöld. ÉG lit hins vegar svo á, að enginn eigi að bera alla þá byrði, sem hann á skilið. Heimurinn yrði að einum alls- herjar kirkjugarði, ef þannig væri farið að. Þegar ég lit til baka og minnist styrjaldarinnar i Viet- nam, man ég ekki til, að nokk- urn tima hafi hvarflað að mér, * aö Johnson forseti væri sekur um annað en lélega dóm- greind. Hann kom aftan að þinginu og mér persónulega með atburðunum á Tonkinflóa árið 1964, og brást jafnframt yfirlýstum tilgangi sinum i kosningunum það ár. Mér gramdist þetta og fagna þvi, að upp komst um svikin, en ég óskaði ekki eftir frekari málarekstri. Ég fann aldrei til samkenndar með þeim, sem kölluðu Johnson forseta og ráðgjafa hans „striðsglæpamenn”. VIÐ ættum að hætta að haga málum okkar eins og gert er i siðaboðunarleikriti. Lygar og alvarleg óknytti eru óþolandi, en ekki vegna áhrifanna á sál þess, sem að þeim stendur, heldur vegna hins, að þau grafa undan samfélaginu og stofnunum þess. Af þessum ástæðum ber að foröast lygar og svik, en þvi verður venjulega við komið með uppljóstrun, ávitum og nokkrum erfiðleikum. Þess gerist ekki þörf að hundelta sökudólgana og eyðileggja þá. Lygar á ekki að þola, en þá af- stöðu er unnt að milda og á að milda með þvi að sýna lýgur- unum nokkurt umburðarlyndi, enda ber þess að geta, að fáum okkar tekst að eyða svo venju- legum degi, að sannleikanum sé ekki eitthvað misboðið einu sinni eða tvisvar. I LÝÐRÆÐISSAMFÉLAGI ber okkur að forðast að sýna opinberum starfsmönnum annað hvort eintómt smjaður eða sifellda úthúðun. Við eig- um að umgangast þá sem raunverulega þjóna, sem eru lofaðir eða lastaðir og haldið i starfi eða hafnað eftir fram kominni hæfni þeirra til að gegna þvi starfi, sem þeir voru ráðnir til að annast. Sár vonbrigði með leiðtoga okkar er andhverfan á dýrkun þeirra. Við yrðum ekki nærri eins hneyksluð yfir mistökum leiðtoga okkar og yfirsjónum ef við hættum að ætlast til, að þeir gegni hlutverki hálfguða. FRÉTTAMENN og frétta- skýrendur bera sérstaka á- byrgð á þvi, að hófsemi og full kurteisi komist á að nýju i þessum efnum. Sú ábyrgð stafar ekki fyrst og fremst af þvi, að þeir hafa stuðlað að hörkunni og ruddaskapnum, heldur einnig af hinu, að eng- inn getur stillt eða lagað öfgar i fréttamennsku nema frétta- mennirnir sjálfir. Fréttaflutningur er að mestu leyti orðinn fjórði þátt- ur stjórnvaldsins, nema hvað fréttatúlkendur eru ónæmir fyrir hömlum og kröfum um jafnvægi. Þetta ereins og vera ber. Ég get ekki hugsað mér þær hömlur á fréttamennsku, sem ekki reyndust verri en þær öfgar, sem ég hef vikið að hér á undan. En fréttamönn- um ber alveg sérstök skylda til að sýna gætni, einmitt vegna þess, að þeim er ekki unnt að hamla og á ekki að hamla með utanaðkomandi á- hrifum. BEISKJA og sundrung hefur rlkt hér hjá okkur um langt skeið, og þess vegna höfum við brýna þörf fyrir samræmingu og sættir almennings. stjórn- valda og fréttamanna. Kjarni þessa samræmis er viss sjálf- valin hófsemi og þegjandi samkomulag helztu afla og hagsmunahópa i samfélaginu um, að enginn beiti þeim ýtr- asta mætti, sem hann hefur ráð á. Þrátt fyrir alla hreinskilni hömlu- og siðakerfis okkar er eina vörn okkar gegn ofbeldi fólgin í þeirri staðreynd. að við óskum ekki sem menn að beita hvern annan ofbeldi. „Lýðveldi er æðsta stjórnar- formið, en einmitt vegna þess gerir það mestar kröfur til mannlegs eðlis — krefst I raun fullkomnari manngerðar en nú er uppi”, skrifaði Herbert Spencer árið 1891. Við höfum sýnt það og sann- að, þegar verulega hefur á bjátaö á liðinni tíð, að við er- um I raun fær um að svara „mestu kröfum til mannlegs eðlis”. Við skulum kalla þetta bezta eðli okkar fram að nýju, enda höfum við aldrei þurft jafnmikið á þvi að halda og einmitt nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.