Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 2

Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 2
2 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Forseti Alþingis andæfir ljósmyndasýningu: Vill enga steinstöpla á Austurvelli AUSTURVÖLLUR Í gær sendi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur, borg- arstjóra í Reykjavík, bréf þar sem hann mótmælir því að Reykjavíkurborg noti Austur- völl undir ljósmyndasýningu. Halldór setti álíka mótmæli fram í fyrra. Eiríkur Hjálmarsson, aðstoð- armaður borgarstjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið að skoð- un þingforseta hefði verið þekkt þegar undirbúningur sýningar- innar hófst. „Erindi hans verður að sjálfsögðu svarað, en ég á ekki von á að borgaryfirvöld breyti fyrri afstöðu.“ Ljósmyndunum verður komið fyrri á sömu steinstöplunum og notaðir voru í fyrra. Kristján B. Jónasson, þróun- arstjóri hjá Eddu, lýsti furðu sinni á því að þetta kæmi upp núna. „Ég hélt að borgin og þing- ið hefðu útkljáð þetta sín á milli og hefði viljað vita af þessari andstöðu fyrr.“ Hann sagði enn fremur að Edda hefði einungis fengið góð viðbrögð frá almenn- ingi vegna sýningarinnar í fyrra. Sýning sumarsins heitir „Andlit norðursins“ eftir Ragnar Axelsson (RAX), sem gaf út samnefnda bók fyrir síðustu jól. Sýningin hefst þann 24. júní. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Við reynum að vinna í samstarfi við önnur sjávarútvegsfyrirtæki í bænum og á svæðunum í kring svo að flestir fái önnur störf,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu Samherja. Ákveðið hefur verið að hætta allri vinnslu í frystihúsi félagsins á Stöðvarfirði í september kom- andi og verður öllum 32 starfs- mönnum sagt upp störfum frá og með þeim tíma. Nokkrir mánuðir eru síðan Samherji ákvað að sam- eina landvinnslur fyrirtækisins á Stöðvarfirði og á Dalvík og hefur síðan verið unnið að því að draga úr áhrifum uppsagnanna í sam- vinnu við verkalýðsfélögin og sveitarfélagið. Gestur segir að þegar ákvörð- unin um lokun frystihússins hafi verið tekin hafi mið verið tekið af opnun Fáskrúðsfjarðarganga sem flestir telja að muni stórbæta at- vinnumöguleika á svæðinu. Verði tafir á opnun ganganna mun Sam- herji greiða öllum starfsmönnum laun fram að þeim tíma. - aöe Landspítalinn var› símasambandslaus Tölvukerfi og innra símkerfi Landspítalans lágu ni›ri í fjórar klukkustundir í gær flannig ekki var hægt a› hringja úr og í spítalann. Hjúkrunarfræ›ingar gengu um me› talstö›var og farsíma. HEILBRIGÐISMÁL Landspítali – Há- skólasjúkrahús var símasambandsl- aus frá því um ellefuleytið til klukk- an þrjú í gær. Einnig lágu öll tölvu- kerfi niðri en bilun kom upp í aðal- netkerfi sjúkrahússins með þeim afleiðingum að tölvukerfi og innra símkerfi duttu að mestu leyti út. Spítalinn var þó alltaf í sambandi við Neyðarlínu og sjúkrabíla í gegn- um svokallað Tetra-kerfi, sem er utan við kerfið sem bilaði í gær. „Við vorum hérna með gemsana og talstöðvar alveg á fullu,“ segir Ardís Henriksdóttir, aðstoðardeild- arstjóri á bráðamóttöku. „Og svo varð maður bara að skokka upp á næstu hæð til að tilkynna komu sjúklinga.“ Hún segir þó að enginn skaði hafi hlotist af annar en sá að allt gekk mun hægar en venjulega. „Við gátum til dæmis ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum því tölvurnar lágu niðri en verst var að aðstandendur sjúklinganna og aðrir náðu ekki sambandi við okkur til að spyrjast fyrir um sitt fólk fyrr en seint og um síðir en allir sýndu þessu skilning. Svo erum við náttúr- lega orðin afar óvön því að hand- skrifa allt en nú fengum við æfingu í því.“ Ardís segir að mikið hafi reynt á starfsfólkið en allir reynst starfi sínu vaxnir við þær óvenjulegu að- stæður sem sköpuðust. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tæknimála spítalans, varð bilunin í svokölluð- um skipti í netkerfinu, sem sendi frá sér boð með þvílíkum hraða að netkerfið fylltist af útsendingum með fyrrgreindum afleiðingum. „Við erum með tvöfalt símkerfi þannig að þegar eitt dettur út á ann- að að taka við og nú erum við að kanna af hverju það gerðist ekki í þessu tilfelli,“ segir Ingólfur. „Í tilfellum sem þessum er farið eftir öryggisreglum sem kveða meðal annars á um að talstöðvum og gemsum skuli dreift á alla staði svo hægt sé að ná í lækna og aðra starfsmenn og það gekk allt eftir í gær,“ bætir hann við. Starfsemi Landspítalans er í Fossvogi, Hringbraut, Landakoti, Dalbraut og einnig á Kleppsspítala, þannig að afleiðinga bilunarinnar gætti víða í gær. jse@frettabladid.is Bandaríkjaforseti: Gagnr‡ninni vísa› á bug WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti vísar gagn- rýni mannréttindasamtakanna Amnesty International á banda- rísk stjórnvöld á bug og segir hana fáránlega. Í ársskýrslu Amnesty Inter- national, sem út kom í síðustu viku, eru bandarísk stjórnvöld harðlega átalin fyrir meðferð sína á grunuðum hryðjuverka- mönnum í fangelsum sínum víða um heim, sérstaklega í Guant- anamo-búðunum á Kúbu. Á blaðamannafundi í gær sagði Bush hins vegar að gagn- rýnin væri runnin undan rifjum fólks sem hataði Bandaríkin. „Þetta eru fáránlegar ásakanir, Bandaríkin eru ríki sem vinna að því að auka frelsi um allan heim.“ ■ ÍSLANDSVINUR 2.220.000 kr. 2.320.000 kr. Sedan: Wagon: Ver› frá: Öllum n‡jum Subaru Legacy bílum fylgir nú 50.000 króna úttekt í Intersport e›a Nevada Bob. Bættu vi› tjaldi, grilli, golfsetti e›a flugustöng og borga›u ekki krónu! 50.000 króna gjafabréf Fer›agasgrill fylgir öllum n‡jum Subaru Legacy. SPURNING DAGSINS Sveinbjörn, eru Skorrdælir ódælir? „Nei, þeir eru góðir nágrannar og ég vil gjarnan fá þá í púkkið.“ Sveinbjörn Eyjólfsson er oddviti Borgarfjarðar- sveitar og umhugað um sameiningu sveitarfélag- anna í sýslunni. Skorrdælir hafa ítrekað hafnað sameiningu. LÖGREGLUFRÉTTIR ÞYRLAN KÖLLUÐ ÚT Þyrla Land- helgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld til að svipast um eftir manni sem saknað var á svæðinu í kringum Hafnarfjall. Hópur manna hafði leitað að manninum í nokkra klukkutíma en hann er sjúklingur. Ekki var vitað frekar um afdrif hans þegar blaðið fór í prentun. BÍLVELTA Bíll valt austan Gígju- kvíslar á Skeiðarársandi eftir að ökumaður bílsins hafði misst stjórn á bílnum. Ökumaður og far- þegi, sem voru erlendir ferða- menn, slösuðust töluvert og voru flutt á sjúkrahús. Bíllinn er ónýt- ur eftir veltuna. EKIÐ Á HREINDÝR Á níunda tím- anum í gærkvöld var ekið á hreindýr á veginum inn að Kára- hnjúkavirkjun og drapst dýrið samstundis. BÍLVELTA Í ÞJÓÐGARÐINUM Laust eftir hádegi í gær veltu tveir er- lendir ferðamenn bíl sínum á Út- nesvegi í þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli. Bíllinn skemmdist nokkuð en meiðsli ferðamann- anna voru óveruleg. LJÓSMYNDASÝNINGIN 2004 Það eru einkum steinstöplarnir sem fara fyrir brjóstið á Hall- dóri, sem kallar þá fyrirferðarmikla og grófa. LÆKNIR MEÐ LABBRABB Starfsfólk Landspítalans fékk að reyna óvenjulegar vinnuaðstæður í gær meðan tölvukerfi og innra símkerfi lágu niðri. Hér er læknir í talstöðvarsambandi en talstöðvar, farsímar og tveir jafnfljótir reyndust lífæð samskiptanna á meðan á ástandinu stóð. LOKAÐ Í SEPTEMBER Frá og með september mun öll landvinnsla Samherja fara fram á Dalvík. Samherji á Stöðvarfirði: Öllum starfsmönnum sagt upp FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Jón Helgi í BYKO: Selur bréf í Íslandsbanka VIÐSKIPTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það Jón Helgi Guðmundsson í BYKO sem seldi 240 milljónir hluta í Íslandsbanka til æðstu stjórnenda bankans í gær. Eru það um 1,8 prósent af heildar- hlutafé bankans. Söluverðmæti hlutanna var 3,2 milljarðar króna og keypti Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, hlutafé fyrir 1,3 milljarða. Einar Sveinsson stjórnarformaður og sex fram- kvæmdastjórar keyptu minna hver. Fyrir átti eignarhaldsfélag Jóns Helga rúma 396 milljón hluti í ban- kanum eða um þrjú prósent. Er þessi sala talin ýta undir þá skoðun að Jón Helgi vilji styrkja frekar nú- verandi meirihluta í bankaráði, en átök hafa verið á milli meirihlutans og aðila sem tengjast Straumi fjár- festingabanka. – bg/Sjá Markaðinn Verðlagskönnun ASÍ: Mjög mikill ver›munur VERÐKÖNNUN Mjög mikill verðmun- ur var á milli matvöruverslana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um land allt miðvikudag- inn 25. maí síðastliðinn. Mestur var munurinn á hæsta og lægsta verði á kílói af gulrótum, rúmlega 1.450 prósent. Hæsta gul- rótaverðið var 698 krónur fyrir kíló- ið, en lægst var verðið 45 krónur kílóið. Meira en 100 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði allra vara í könnuninni. Kannað var verð í 63 verslunum um land allt og var meðal annars farið í keðjuverslanir sem eru með útibú víða á nokkrum stöðum á landinu. -shg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.