Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 8

Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 8
8 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Aðeins örfáir geitungar hafa sést það sem af er sumri: Geitungastofninn hruninn SKORDÝR Útlit er fyrir að íslenski geitungastofninn hafi hrunið síð- astliðið sumar að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Á þessum tíma í fyrra var al- gjört kraðak af geitungum en ástandið núna er allt annað, það hafa aðeins örfá kvikindi sést,“ segir Erling. „Ég tel ástæðuna vera að stofninn hafi hrunið í ágúst í fyrra en það er samt bara tilgáta.“ Erling segir að það hafi ekki verið kuldakast sem hafi valdið þessu hruni heldur þvert á móti mikill hiti. Hitabylgjan sem gekk yfir landið síðsumars hafi komið í kjölfar nokkurrar vætutíðar. Við það hafi skapast aðstæður sem líklega hafi hrundið af stað gerla- og sveppasýkingum í geitunga- búum. „Fjöldi geitunga dó, sem þýðir að það varð lítil nýliðun. Búin náðu ekki að framleiða drottning- ar og því á ég von á að það verði lítið um geitunga í sumar. Það eru í það minnsta engar forsendur fyrir því að það verði mikið um geitunga eins og í fyrra.“ Erling segir að svo virðist sem hunangsflugustofninn hafi slopp- ið því töluvert mikið hefur sést af hunangsflugum það sem af er sumri. -th Landrof í Vi›ey Á›ur var óhætt a› rölta áhyggjulaust um strendur Vi›eyjar en vegna landey›- ingar eru sandarnir ví›a or›nir svo gljúpir a› hætta stafar af. Kunnugir segja ástæ›u landey›ingar í Vi›ey vera framkvæmdir í Sundahöfn. LANDEYÐING „Ég hef fylgst gaum- gæfilega með þessu um langa hríð og það er engum vafa undirorpið í mínum huga að framkvæmdirnar við Sundahöfn spila stórt hlutverk í þeirri land- eyðingu sem orðið hefur á eynni,“ segir Örlygur Hálfdán- arson, fyrrverandi bókaút- gefandi. Hann er þeirrar skoð- unar að sífelldar dýpkunarfram- kvæmdir í og við Sundahöfn hafi haft þau áhrif að syðsti hluti Viðeyjar hefur látið veru- lega á sjá undanfarin ár. Örlygur hefur farið reglulega út í eyjuna síðustu áratugina og segir að 20 ára gamlar spár sín- ar séu nú að rætast. „Það er eins og menn haldi að ef þeir grafa djúpan grunn í botn sundsins þá renni enginn sandur þangað frá ströndum Viðeyjar en það er einmitt það sem á sér stað. Við- eyjarsundið, milli syðsta hluta eyjunnar og Sundahafnar, er búið að dýpka óskaplega en leyfi til þessa var einmitt veitt þar sem fræðingar töldu að slíkt hefði engin áhrif á strendur Við- eyjar. Síðan hefur ekkert eftirlit verið með þessu af hálfu opin- berra aðila mér vitandi.“ Örlygur segir að sem barn hafi hann leikið sér áhyggju- laust á söndunum syðst á eynni en í dag sé vart nokkrum manni þar farandi vegna þess hve gljúpur sandurinn sé orðinn. „Þar sökkva menn strax á kaf enda enginn sandur lengur undir heldur vatn.“ Rök Örlygs halda þó ekki vatni að mati Jóns Þorvaldsson- ar, forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna. Hann segir þetta hafa verið rannsakað fyrir nokkrum árum og ekkert hafi bent til að gröftur eða dýpkun innsiglingarinnar og hafnarinn- ar við Sundahöfn hafi valdið landrofi í Viðey. „Það sem á sér stað í Viðey er venjubundinn ágangur sjávar og ekkert annað. Besti samanburðurinn er við Engey en þar hefur einnig orðið töluverð breyting undanfarin ár þrátt fyrir að hún sé fjarri skipahöfnum. Þau rök að um- ferð stærri skipa raski strönd- um Viðeyjar eiga sér enga stoð.“ albert@frettabladid.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 3 2 TILVILJUN EÐUR EI Einu staðirnir þar sem landrof er áberandi í Viðey eru á Kríusandi og við Þórsnes en það eru syðstu staðir eyjunnar og beint á móti Sundahöfn. GÖNGUSLÓÐIR HORFNAR Göngustígar sem lagðir voru meðfram Þórsnesi fyrir allnokkrum árum eru horfnir vegna ágangs sjávar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R GEITUNGUR Geitungarnir sem eru komnir á stjá núna eru drottningar sem eru að koma sér fyrir. Erling segir að þær séu ekki í árásarhug enda ekki tilbúnar til að fórna lífinu áður en þær byggja bú.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.