Fréttablaðið - 01.06.2005, Síða 10
MOKAFLI
Það bar vel í veiði hjá þessum filippeyska
túnfiskveiðimanni í gær en hann gerir út
frá bænum General Santos á Mindanao-
eyju. Fáar þjóðir veiða meiri túnfisk en Fil-
ippseyingar enda fá þeir drjúgan hluta
gjaldeyristekna sinna af slíkum veiðum.
10 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Sjálfsmorðssprengjuárás í Karachi dregur dilk á eftir sér:
Mannfall eftir múgæsingu sjía
KARACHI, AP Múgæsing greip um
sig í Karachi, stærstu borg
Pakistans, eftir að sjálfsmorðs-
sprengjuárás var gerð í
sjíamosku. 12 manns liggja í
valnum.
Í fyrrakvöld reyndu þrír
vopnaðir menn að komast inn í
Madinatul Ilm Imambargah-
moskuna í Karachi. Eftir átök
þar sem tveir lögreglumenn og
einn tilræðismaður biðu bana og
annar særðist komst sá þriðji
inn og sprengdi hann sprengju
sína. Einn moskugestanna dó og
á annan tug manna særðist.
Mennirnir eru taldir tilheyra
hópi öfgasinnaðra súnnía sem
beinir spjótum sínum að kristn-
um og sjíum. Yfirvöld segja
hópinn hafa tengsl við al-Kaída.
Eftir að árásin spurðist út
gengu mörg hundruð æstir sjíar
berserksgang, fóru um borgina
og kveiktu í bílum og verslun-
um, þar á meðal útibúi banda-
rísku kjúklingastaðakeðjunnar
KFC. Fjórir brunnu inni á staðn-
um og tveir til viðbótar köfnuðu
eftir að hafa læst inni í kæliskáp
þar sem þeir höfðu leitað skjóls.
Aðeins eru þrír dagar síðan
sjálfsmorðsprengjumaður ban-
aði tuttugu sjíum við helgidóm
nærri höfuðborginni Islama-
bad..■
Leki hágeislavirkra efna i Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni:
Hef›i fyllt 25 metra sundlaug
SELLAFIELD Breskir ráðamenn líta
lekann á hágeislavirkum efnum í
Thorp-kjarnorkuendurvinnslu-
stöðinni í Sellafield sem uppgötv-
aðist í apríl mjög alvarlegum
augum. Vera má að dagar stöðvar-
innar séu taldir.
Breska dagblaðið The Independ-
ent on Sunday rakti í gær niðurstöð-
ur leyniskýrslu um lekann og við-
brögð ráðamanna við henni. Málm-
þreyta í leiðslu er sögð orsök þess
að 83.000 lítrar af geislavirkum
vökva láku í sérstaka safnþró.
Starfsmenn eru jafnframt
harðlega gagnrýndir fyrir að
hafa ekki uppgötvað lekann fyrr
en mörgum mánuðum eftir að
hann hófst. „Þetta eru mistök
sem einungis Hómer Simpson
virðist hafa verið fær um að
gera,“ sagði David Willets, við-
skiptaráðherra í skuggaráðu-
neyti íhaldsmanna.
Stöðin hefur verið lokuð síðan
óhappsins varð vart og í einka-
samtölum við blaðamenn segjast
háttsettir embættismenn ekki
reikna með að hún verði opnuð
framar. Hreinsun svæðisins
verður hins vegar afar kostnað-
arsöm og einnig þarf að flytja
þann kjarnorkuúrgang sem enn á
eftir að vinna aftur til uppruna-
landa sinna.
Samkvæmt mælikvarða Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar telst atvikið þriðju gráðu
slys – alvarlegt atvik – en sjöunda
gráðan er sú hæsta. Síðasta slysið
í Bretlandi af þessari gráðu varð í
Sellafield árið 1992. Sex ár eru
liðin síðan fjórðu gráðu slys varð
árið 1999 en þá dóu þrír verka-
menn í japönsku kjarnorkuveri
eftir að hafa blandað kjarnorku-
eldsneyti í fötu. - shg
Parvó-veikin á skri› aftur
Miklu meira hefur veri› um Parvó-veiki í hvolpum og unghundum í vor en mörg undanfarin ár. Nokkrir
hafa drepist af hennar völdum. Hún l‡sir sér me› bló›uppköstum og ni›urgangi. Grunur leikur á a› n‡tt
bóluefni dugi ekki sem skyldi flar sem bólusett er tvisvar í sta› flrisvar á›ur.
DÝRAHALD Í vor hafa greinst
óvenjumörg tilfelli af Parvó-veiki
í hvolpum og unghundum, að sögn
Katrínar Harðardóttur dýralækn-
is á Dýraspítalanum í Víðidal.
Þessi illræmda veiki heltekur
hunda og getur dregið þá til
dauða. Hún smitast milli hunda,
en menn geta jafnframt borið
hana á milli þeirra.
„Það hefur verið miklu meira
um parvó-veiki í vor heldur en við
höfum séð í mörg ár,“ sagði
Katrín. „Því miður erum við ekki
viss um hvað veldur þessu. Það
eru að vísu komin ný bóluefni og
með þeim er einungis bólusett
tvisvar, í stað þrisvar sinnum með
þeim gömlu. Það er spurning
hvort tvær bólusetningar dugi, en
leiðbeiningar með nýju lyfjunum
segja að þær eigi að duga. Ég tel
að það þurfi að endurskoða þetta
ef þróunin verður á sama veg og
verið hefur.“
Katrín sagði að parvó-veikin
legðist fyrst og fremst á hvolpa. Í
vor hefði hún einnig sést í stálpuð-
um hundum á bilinu sex mánaða
til eins árs, sem jafnvel hefðu
verið bólusettir. Nokkrir hvolpar
hefðu drepist úr veikinni. Hún
lýsir sér með blóðuppköstum,
niðurgangi og algjöru lystarleysi.
Albert Steingrímsson hjá
Hundaskóla Hundaræktarfélags
Íslands sagði að í apríl hefði
hvolpanámskeiðum verið frestað
um hálfan mánuð af öryggis-
ástæðum vegna parvó-veikinnar.
Kennslusvæðin hefðu verið sótt-
hreinsuð og aðrar varúðarráð-
stafanir gerðar.
„Þessi pest kom upp snemma í
vor þegar hlýindin voru sem
mest,“ sagði hann. „Ræktendur
brýna fyrir fólki að fara hvorki
með óbólusetta hvolpa né þá sem
aðeins hafa fengið eina sprautu
inn á hundasvæði eða á námskeið.
Þá eru hverfandi líkur á að þeir
smitist. Fólk er því orðið mjög
meðvitað um þetta og fer varlega.
Við erum alltaf í góðu samstarfi
við dýralækna. Ef þeir koma með
tilkynningar til okkar um eitthvað
sem þarf að varast þá gerum við
strax ráðstafanir.“
jss@frettabladid.is
Á GEIRSNEFI Hundaeigendum er eindregið ráðlagt að fara ekki með óbólusetta hvolpa né unghunda á útivistarsvæði, því parvó-veikin er
smitandi. Hundarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Biskupinn í Stokkhólmi:
Braust inn til
nágranna
SVÍÞJÓÐ Biskupinn í Stokkhólmi
hefur verið kærður fyrir innbrot og
brot gegn friðhelgi heimilisins.
Biskupinn, Caroline Krook, var
stödd í sumarhúsi sínu utan við
Stokkhólm og fannst ónæði að tón-
listarflutningi nágrannanna. Hún
kvartaði en þegar henni fannst ekki
nóg að gert, gerði hún sér lítið fyrir,
fór yfir til grannans og tók hljóm-
flutningstækin úr sambandi.
Heimilisfólkið kærði atburðinn
og á biskupinn nú yfir höfði sér
þunga sekt fyrir athæfið. ■
REIÐUR MÚGUR Allt að eitt þúsund sjíar gengu berserksgang í Karachi eftir sprengjutil-
ræði í mosku þeirra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
SELLAFIELD Fyrir utan lekann í vetur varð þar óhapp árið 1999 svo og 1957 en þá kviknaði í
kjarnaofni Windscale-versins, forvera Sellafield, en talið er að 33 hafi dáið af völdum geislunar.
Lekinn í Sellafield:
Íslendingar
óska sk‡ringa
UMHVERFIÐ Umhverfisráðherra
hefur óskað skriflegra upplýsinga
frá breskum stjórnvöldum um lek-
ann á geislavirkum vökva í endur-
vinnslustöðinni í Sellafield.
„Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta
skipti sem svona mál kemur upp í
Sellafield og því finnst okkur þessi
frammistaða ekki mjög traustvekj-
andi. Við viljum líka láta Breta vita
að við lítum þetta alvarlegum
augum. Við munum fylgja þessu
eftir því mikið er í húfi,“ segir
Magnús Jóhannesson, ráðuneytis-
stjóri í umhverfisráðuneytinu.
Ráðherra hyggst taka málið upp
á fundi norrænu umhverfisráðherr-
anna sem haldinn verður í ágúst. ■