Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 16
16 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Hei›arlegasti
sendillinn í borginni
Stefán Konráðsson send-
ill vekur athygli hvar
sem hann fer. Hann þeys-
ist hverfa á milli með
bréf og böggla á silfur-
gráu hjólinu með aftaní-
vagni.
Stefán er hress og kátur þegar
við hittumst við Háaleitisbraut-
ina. Hann var að hlaða geyminn á
hjólinu sem er ekki aðeins fót-
stigið líkt og hefðbundin reiðhjól
heldur gengur einnig fyrir raf-
magni.
„Vanalega þarf ég ekki að
hlaða það nema yfir nóttina en
það fer eftir eyðslu,“ segir Stef-
án sem átt hefur hjólið góða í
þrjú ár. Það er fimm gíra og
hefur reynst honum vel, ekki
síður að vetri en sumri því þá
setur hann snjódekkin undir.
Senn fjölgar í flota Stefáns
því í júlí fær hann vespu sem
hann festi sér fyrir skemmstu.
„Ég býst við að skiptast á að nota
hjólin þegar ég hef fengið
vespuna. Þetta er bensínvespa og
ég er að læra á svona hjól núna.“
Greinilegt er á Stefáni að hann
hlakkar til að fá vespuna sem
hann hyggst reka við hlið raf-
knúna reiðhjólsins. „Það er ekki
hægt að selja svona hjól svo ég á
það bara áfram.“
Stefán sendill er titlaður send-
ill í símaskránni og hefur verið
lengi í faginu. „Ég hef verið að
þessu í hundrað ár,“ segir hann
brosandi og bætir við að hann sé
einn heiðarlegasti sendillinn í
borginni.
Stefán hefur föst verkefni hjá
nokkrum félögum og fyrirtækj-
um og nefnir til sögunnar Styrkt-
arfélag lamaðra og fatlaðra,
Styrktarfélag vangefinna, Sjón-
arhól, Evró og Markið. Hann
annast bréfa og bögglasendingar
fyrir þessa aðila og hellir stund-
um upp á könnuna líka.
Stefán er gjörkunnugur um-
ferðinni í Reykjavík og segir
hana hafa þyngst með árunum.
Honum stafar samt ekki ógn af
bílunum; „Nei nei, ég er vanur
þessum jólasveinum í umferð-
inni. Konurnar geta samt verið
erfiðar þegar þær eru að varalita
sig og snyrta undir stýri. Svo eru
þessir símar hættulegir.“ Sjálfur
talar Stefán aldrei í síma á hjól-
inu enda vill hann halda fullri
einbeitingu á ferð.
Ekki er algengt að fólk segist
sátt við launin sín. Flestir vilja
meira en þeir hafa.
Stefán Konráðsson sendill er
ekki í þeim hópi. Hann er sáttur.
„Ég hef góðan pening upp úr
þessu,“ segir hann og brunar
áfram veginn.
bjorn@frettabladid.is
Áskriftarsími: 515-5555
G
rillb
lað
matur og vín
6.tbl.2005,verð 899
kr.m.vsk.
grillblað
5 690691 1600
05
uppskriftir
að geggjuðum
grillmat
freistandi forréttir
og magnað m
eðlæti
Pétursborg -borgin
sem kemur á óvart
– kjúklingur
– naut
– lamb
– svín
grillsósur og
maríneringar134
Gestgjafinn er kominn út!
MEÐALÆVILENGD KARLA ER 78,8 ÁR
EN KVENNA 82,6 ÁR
Heimild: Hagstofan
SVONA ERUM VIÐ
Skemmtilegir hlutir eru að gerast í lífi
Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu.
Í mars tók hún upp nýja plötu í New
York í samvinnu við Agnar Má Magn-
ússon djasspíanista, sem kemur út í
lok ágúst. Þá er hún á leið til Japans á
Expo-heimssýninguna. „Bæði verð ég
ein af fulltrúum Íslands í tónlist og
gamla sólóplatan mín kemur út í Jap-
an 8. júlí,“ segir Kristjana sem heldur
því útgáfutónleika jafnframt því að
syngja á Expo.
„Þetta er ennþá mjög fjarlægt mér,“
játar Kristjana en japönsk kona hefur
verið að flytja íslenska tónlist til Jap-
ans.
Platan hefur verið til sölu á netinu
síðan í desember og hefur hún fengið
mjög góða dóma hjá japönskum
djassgagnrýnanda að sögn Kristjönu.
„Ég er líka mjög ánægð með plötuna
sem er á leiðinni,“ segir Kristjana en
útgáfufyrirtækið Dimma gefur hana út.
„Þetta er skemmtileg plata með djass-
útsetningum á gömlum popplögum, til
dæmis frá Duran Duran, Police og
Abba,“ segir Kristjana og bætir við að
mörg laganna hafi stórkostlega fallegar
laglínur sem komi í ljós með nýjum
útsetningum hennar og Agnars.
Platan var einnig sameiginleg hug-
mynd þeirra en þau hafa unnið saman
í hartnær áratug.
Þau léku sér eitt sinn að því á tónleik-
um að spinna með lag eftir Sting.
„Það tókst svona ljómandi vel og vatt
upp á sig,“ segir Kristjana sem ætlar
að taka bóndann með til Tókýó í júlí.
Me› útgáfutónleika á Expo í Tók‡ó
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR
„Ef satt reynist þætti mér mikill sjón-
arsviptir að Viðey,“ segir Valgeir
Guðjónsson tónlistarmaður um þá
staðhæfingu Örlygs Hálfdánarsonar í
Fréttablaðinu í gær að dýpkunar-
framkvæmdir við Sundahöfn valdi
landrofi á syðsta hluta Viðeyjar.
„Við skulum vona að Örlygur hafi
rangt fyrir sér en hann er nú skyn-
samur maður,“ segir Valgeir, sem
furðar sig á málinu ef það reynist
vera satt, enda eigi að halda upp á
landið ef stefnan sé að koma þar
upp byggð.
En hefði Valgeir áhuga á að búa í
Viðey? „Já, mér þykir afskaplega gott
að vera nálægt sjó og það hlýtur að
vera gott að vera í Viðey. Hins vegar
er ekki víst að maður hefði efni á
því.“
VALGEIR GUÐJÓNSSON
Sjónarsviptir
a› Vi›ey
VIÐEY SKOLAST BURT
SJÓNARHÓLL
Eldri borgarar á Bíldudal:
Fóru í keppn-
isfer›alag
Tvö keppnislið frá Læk, þjón-
ustumiðstöð eldri borgara á
Bíldudal, lagði land undir fót og
tók þátt í boccia-móti á Þingeyri
á sunnudag. Frá þessu greinir á
vefnum arnfirding-
ur.is og segir þar
enn fremur:
„Það var
harðsnúið
níu manna
lið sem
lagði af
stað yfir
h e i ð i
snemma í
morgun til að
taka þátt í Halldórs Högnamót-
inu í boccía. Með tilkomu
íþróttahússins á Bíldudal hefur
opnast möguleiki fyrir alla
aldurshópa til að stunda íþróttir.
Eldri borgarar hafa haft einn
tíma á viku í salnum og hafa
nýtt hann til þess að stunda
boccía ásamt fleiri æfingum.“
Haft er eftir Vilborgu Jóns-
dóttur keppanda að gaman hafi
verið í ferðinni, svo gaman
raunar að öruggt sé að þetta
verði ekki síðasta keppnisferð
Bílddælinga. Er greinilegt að
ánægjan hefur borið keppnis-
hörkuna ofurliði því ekki höfðu
Vilborg og félagar verðlaun með
sér heim að þessu sinni.
- bþs
Umhverfisstofa hugar að sumrinu:
Margt a› varast vi› grilli›
STEFÁN KONRÁÐSSON SENDILL Hann hefur átt silfurgráa rafknúna reiðhjólið sitt í
þrjú ár. Í næsta mánuði fær hann nýja vespu sem hann hlakkar til að þeysast á um borg-
ina með bréf og böggla.
Á vorin eru grillin tekin undan seglinu og út úr
geymslunni og menn taka sér grilltöng í hönd. En
margt þarf að hafa í huga áður en safaríkri steik er
skellt á logann enda sýna tölur frá landlækni að til-
fellum matareitrunar
fjölgar með hækkandi sól.
Af því tilefni hefur Um-
hverfisstofnun gefið út
bækling sem ber heitið „Góð
ráð við grillið“, en fræðslu-
fundur var haldinn í gær til
kynningar á honum.
Þar fjölluðu þeir Ingólfur
Gissurarson og Grímur
Ólafsson um hvað bæri að
varast í grillstemningunni.
Fjallaði Ingólfur um þær
bakteríur sem geta valdið
matareitrunum, hvernig ætti
að gæta hreinlætis og passa að
menga ekki milli matvæla enda
geti krossmengun úr hráu kjöti í
hrásalat haft alvarlegar afleiðingar.
Grímur fjallaði um þau efni sem myndast við
bruna og geta verið krabbameinsvaldandi en eitt af
ráðunum góðu er að borða aldrei brenndan mat. Auk
þess ræddi hann um hvað bæri að varast í fram-
reiðslu, til dæmis að taka ekki á fullgrilluðum mat
með töngum sem hafa verið notaðar á hrátt kjöt.
Grímur segir að kannski megi tengja grillslys
á sumrin við það að oft færi saman
bjór í annarri hendi og grilltöng
í hinni. Þær aðstæður bjóði
kannski upp á að ekki sé
fylgst nægilega með
því sem sé að gerast á
grillinu. ■
Í LJÓSUM LOGUM Varað er
við því að borða brenndan mat.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I