Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 29
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
28
30
3
05
/2
00
5
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
28
30
3
05
/2
00
5 7,6%*
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta.
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf Landsbankans
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar-
sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð-
bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í
afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
Dagblöð
Lestur
eykst
Tækifæri í austri
Kína er vaknað
Flatskjársjónvörp
Verða enn
þynnri
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 1. júní 2005 – 9. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Magnús seldi | Magnús Þor-
steinsson hefur selt Björgólfs-
feðgum 14,5 prósenta hlut sinn í
Samson á tólf milljarða króna.
Hann segist ætla að einbeita sér
að flugrekstri.
Magnús keypti | Avion Group,
sem Magnús Þorsteinsson á
meirihluta í, hefur keypt 94,1 pró-
sents hlut í Eimskipi á 23 millj-
arða króna. Magnús hyggur á
frekari landvinninga í flutninga-
starfsemi.
Magnús samdi | Latibær, sem er
hugarfóstur Magnúsar Scheving,
hefur gert samning við Disney-
fjölmiðlafyrirtækið um dreifingu
á sjónvarpsþáttaröðinni á Spáni,
Ítalíu og í Frakklandi.
Khodorkovskí sekur | Rúss-
neski auðkýfingurinn Mikhaíl
Khodorkovskí var í gær dæmdur í
níu ára fangelsi. Stuðningsmenn
Khodorkovskís segja pólitískan
fnyk af málinu.
Best í heimi | Lýsi opnaði nýja
verksmiðju í Örfirisey og er hún
sú stærsta sinnar tegundar í ver-
öldinni. Davíð Oddsson utanríkis-
ráðherra klippti á borðann.
FL Group hagnast | Tilkynnt var
að FL Group hefði hagnast um 25
milljónir á fyrsta ársfjórðungi.
Gengur þetta þvert á allar spár en
fyrsti fjórðungurinn er jafnan sá
erfiðasti í flugrekstri.
Nike hótar Man. Utd. | Nike
hefur hótað að rifta treyjusamn-
ingi við Manchester United fari
liðinu ekki að vegna betur. Tals-
maður Nike segir United fjórða
besta knattspyrnulið á Englandi.
SÍF í góðum málum | Hagnaður
SÍF var 230 milljónir króna á fyrsta
ársfjórðungi og meira en tvöfaldað-
ist frá sama tímabili í fyrra. Er það
þó undir spám bankanna, sem gerðu
ráð fyrir að hagnaður SÍF yrði um
320 milljónir króna.
Innherjar kaupa
í Íslandsbanka
Stjórnendur í Íslandsbanka keyptu
240 milljónir hluta í bankanum í
gær á genginu 13,3. Verðmæti við-
skiptanna er um 3,2 milljarðar
króna og koma til greiðslu þann 4.
júlí næstkomandi. Kaupendur eru
Bjarni Ármannsson, bankastjóri
Íslandsbanka, Einar Sveinsson
stjórnarformaður og sex fram-
kvæmdastjórar.
Bjarni Ármannsson, sem
keypti sjálfur fyrir 1,3 milljarða
króna, segir að stjórnendurnir
séu að kaupa bréf á markaði og
staðfestir að bankinn sé ekki að
selja eigin bréf til þeirra. „Við
lítum á kaup í bankanum sem
góða langtímafjárfestingu,“
segir hann. - eþa
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Himinn og haf hefur verkefnið verið kallað,“ sagði
Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group,
þegar hann kynnti samning um kaup félagsins á
Eimskipafélagi Íslands í Listasafni Reykjavíkur í
gær. Það er Burðarás sem selur um 94 prósent hlut
sinn í Eimskipi fyrir tæpa 22
milljarða en Magnús stefnir á að
eignast allt félagið. Samkvæmt
heimildum Markaðarins eru
miklar líkur á að Færeyingar,
sem eiga tæp sex prósent í Eim-
skipi, gangi inn í þetta tilboð.
Skipafélagið verður svo rekið
ásamt flugstarfseminni undir
móðurfélaginu Avion Group, sem
verður skráð í Kauphöll Íslands
fyrir lok janúar á næsta ári gangi
allt upp.
Avion Group mun greiða tæpa
þrettán milljarða með peningum
fyrir Eimskip en níu milljarða
með hlutabréfum í sjálfu sér
þegar félagið verður skráð. Gangi skráning Avion í
Kauphöllina ekki eftir hafa stærstu hluthafar
félagsins skuldbundið sig til að kaupa aftur hluta-
bréfin sem Burðarás fær sem greiðslu.
Magnús Þorsteinsson tilkynnti fyrir síðustu
helgi að hann hefði ákveðið að selja hlut sinn í
Landsbankanum og fjárfestingafélaginu Samson
Holding til Björgólfsfeðga, sem hafa verið við-
skiptafélagar hans í Samson. Landsbankinn og Sam-
son ráða yfir helmingi hlutafjár í Burðarási.
Magnús segir kaupin á Eimskipi ekki tengjast
brotthvarfi hans frá Samson. Þau séu fjármögnuð
með lánum og hlutabréfum í Avion Group.
Spurður hvort verðmæti hlutar hans í Samson
félögunum sé álíka mikið og þeir
peningar sem greiddir eru fyrir
hlutinn í Eimskip segist Magnús
ekki vita það. Gengi hlutabréfa
hans í Landsbankanum breytist á
hverjum degi. Tilkynnt verði
sérstaklega um sölu hans í Sam-
son þar sem þetta komi í ljós.
Eftir kaupin á Eimskipi verð-
ur Avion Group stærsta félag
landsins í flutningastarfsemi.
Áætluð velta félagsins í ár er 110
milljarðar króna, starfsmenn
verða 4.400 og starfsstöðvar átta-
tíu um allan heim.
Í fyrrakvöld var stjórn Burðar-
áss skyndilega kölluð saman til að
ganga frá samningnum um söluna á Eimskipi.
Magnús Þorsteinsson flaug þá um kvöldið til Íslands
til að samþykkja samninginn í stjórn Avion Group í
gærmorgun. Tilkynnt var um samninginn í Kaup-
höllinni þá um morguninn og hann kynntur á blaða-
mannafundi korter yfir ellefu sama dag.
F R É T T I R V I K U N N A R
2 12-13 8
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Á föstudaginn verður ljóst hvort
Penninn verður seldur. Samn-
ingaviðræður hafa staðið yfir að
undanförnu og reiknað er með að
áreiðanleikakönnun ljúki fyrir
helgi. Standist allt sem rætt
hefur verið ganga kaupin eftir.
Gunnar Dungal, forstjóri
Pennans, sagði í gær ekki tíma-
bært að tjá sig um þetta mál.
Ekki væri ljóst hvort þetta gengi
eftir. Áður hefðu aðilar nálgast
fyrirtækið með það fyrir augum
að kaupa það.
Samkvæmt heim-
ildum Markaðarins
fer Kristinn Vil-
bergsson fyrir hópi
kaupenda sem hafa
sýnt félaginu áhuga
og er kaupverðið í
kringum tveir milljarðar króna.
Penninn er fjölskyldufyrir-
tæki sem hefur vaxið hratt síð-
ustu ár og rekur allar helstu rit-
og bókaverslanir á landinu. Velt-
an í fyrra var um 4,3
milljarðar króna
samkvæmt heimild-
um og hagnaður um
300 milljónir. Var
það besta ár í sögu
félagsins.
Útrásarvísitala
Markaðarins:
Öll félögin
lækkuðu
Útrásarvísitala Markaðarins
lækkar um rúmlega eitt prósent
milli vikna og lækkar virði
easyJet mest milli vikna, um tólf
prósent.
Öll félögin lækka milli vikna
og er þetta í fyrsta sinn í sögu
Útrásarvísitölunnar sem það
gerist. deCode er enn það félag
sem hefur hækkað mest frá upp-
hafi en hækkunin nemur þrjátíu
prósentum.
Útrásarvísitalan stendur í
108,84 stigum. -dh
SPRON:
Allt stofnféð
seldist
SPRON hefur lokið við sölu á
28.960 nýjum stofnfjárhlutum.
Verðmæti hvers hlutar er 44.106
krónur og því nemur heildarverð-
mæti stofnfjáraukningarinnar
um 1,3 milljörðum króna og heild-
arstofnféð um 1,9 milljörðum
króna. Hlutir þeirra stofnfjáreig-
anda, sem nýttu sér ekki for-
kaupsrétt sinn, rann til stærstu
stofnfjáreigendanna. - eþa
Eimskip selt
Avion Group hefur keypt Eimskip af Burðarási. Stefnt er að
skráningu Avion fyrir lok janúar 2006. Magnús Þorsteinsson
segir kaupin ekki tengjast brotthvarfi sínu frá Samson.
Fjárfestar vilja kaupa Pennann
Á föstudaginn verður ljóst hvort Penninn verður seldur.
1996 – kaupir Eymundsson
2000 – kaupir GKS
2000 – kaupir Griffil
2003 – kaupir Mál og menningu
P e n n i n n s t æ k k a r
MAGNÚS ÞORSTEINSSON OG BALDUR
GUÐNASON Baldur verður framkvæmdastjóri
Eimskips. Hann segir undirbúning á sölu félags-
ins hafa staðið yfir síðustu sex til átta vikurnar.