Fréttablaðið - 01.06.2005, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Jaques Chirac Frakklandsforseti,
sem var eindreginn stuðnings-
maður stjórnarskrárinnar, sagði
er úrslit voru kunn að hann virti
ákvörðun frönsku þjóðarinnar en
viðurkenndi þó að hann hefði
orðið fyrir sárum vonbrigðum:
„Eftir þetta verður erfitt fyrir
Frakkland að verja hagsmuni
sína innan Evrópusambandsins“.
Andstaða við stjórnarskrána
kom bæði frá hægri og vinstri en
af ólíkum ástæðum þó. Vinstri-
menn telja að hefði stjórnarskrá-
in verið samþykkt hefði það leitt
til óheftrar markaðsstefnu.
Hægrimenn vilja hins vegar
að Evrópusambandið verði ein-
ungis viðskiptasamband, þar sem
flæði fjármagns, varnings, þjón-
ustu og fólks er frjálst. Þeir segja
Evrópusambandið ekki eiga að
skipta sér af stjórnmálum aðild-
arlandanna.
Telja hægrimenn að höfnun
stjórnarskrárinnar hafi verið
fyrsta skrefið í þá átt.
David Bowers hjá ráðgjafa-
fyrirtækinu Merrill Lynch segir
að viðbrögðin kunni að valda
vinstrimönnum vonbrigðum:
„Vissulega er það rétt að einhver
töf kann að verða á markaðsum-
bótum í Frakklandi en til langs
tíma er líklegt að fólk hætti að
hafa áhyggjur af stjórnskipuleg-
um málefnum og vilji mark-
aðsumbætur. Þar er árangur all-
ur sýnilegri“.
Ýmsir framámenn í frönskum
stjórnmálum vöruðu við því fyrir
kosningarnar að ef Frakkar höfn-
uðu stjórnarskránni myndi pólit-
ískt óvissuástand skapast: fyrir-
tæki myndu hika við að fjárfesta
í Evrópu og atvinnuleysi þar af
leiðandi aukast og samkeppnis-
hæfni minnka gagnvart Banda-
ríkjunum og Asíu.
Það er helst gengi evrunnar
sem ber að hafa áhyggjur af í því
sambandi, segir Ian Stewart,
starfsbróðir David Bowers hjá
Merrill Lynch: „Styrkur gjald-
miðils ræðst frekar af pólitískum
stöðugleika og lögmæti stjórn-
valda meðal almennings en efna-
hagslegri frammistöðu“.
Sérfræðingar segja að efna-
hagslegra afleiðinga úrslitanna í
Frakklandi verði ekki vart strax.
Evran hafi vissulega veikst
undanfarnar vikur en það megi
frekar rekja til slakrar efnahags-
frammistöðu nokkurra evr-
ópskra risa: Ítala, Frakka og sér-
staklega Þjóðverja.
Það lítur því allt út fyrir að
áhrif úrslitanna í Frakklandi
verði lítil á evrópska hagkerfið
samanborið við þau áhrif sem
slök frammistaða hinna evr-
ópsku hagkerfa, aukið atvinnu-
leysi og mannafli sem sífellt
eldist hafa haft.
Hjalmar Schacht, Seðlabanka-
stjóri Þýskalands og fjármála-
ráðherra Hitlers, lést annan júní
árið 1970 og eru því 35 ár frá
dauða hans um þessar mundir.
Dr. Horace Greely Hjalmar
Schacht fæddist árið 1877 og var
sonur þýsks aðalsmanns og
danskrar barónessu. Hann var
skírður í höfuðið á bandaríska
blaðamanninum Horace Greely,
en móðuramma hans krafðist
þess að Hjalmarsnafninu yrði
bætt við til að undirstrika dansk-
an uppruna drengsins.
Schacht lagði stund á háskóla-
nám í læknisfræði og stjórn-
málafræði áður en hann varð
doktor í hagfræði árið 1899.
Hann tók sæti í bankaráði
Þýska seðlabankans 1916, og var
fljótlega falin yfirumsjón með
gjaldeyrisstefnu landsins. Var
Schacht öðrum fremur þakkað
að tókst að hemja verðbólguna
sem geisaði eftir
fyrri heimsstyrj-
öldina og að þýska
markið náði stöð-
ugleika á ný. Var
hann í kjölfarið
gerður að Seðla-
bankastjóra.
Schacht var
aldrei formlega
meðlimur í Nas-
istaflokknum en
varð engu að síður
fyrir djúpstæðum
áhrifum frá Hitler
eftir að hafa lesið
Mein Kampf.
Hann hjálpaði
Hitler að safna fé
fyrir flokkinn og
studdi hann til
kanslaraembættis.
Hitler þakkaði Schacht síðan
stuðninginn með því að gera
hann að fjármálaráðherra sín-
um. Schacht réðst strax í að ráða
niðurlögum atvinnuleysis í land-
inu, og lét hefja miklar stórfram-
kvæmdir í þeim tilgangi. Meðal
annars fyrirskipaði hann lagn-
ingu hinna þýsku autobahn-hrað-
brauta, en þær
framkvæmdir áttu
stóran þátt í að
koma þýsku efna-
hagslífi aftur á
réttan kjöl.
Síðar sinnaðist
Schacht við Hitler
og sagði af sér þar
sem hann taldi að
stríðsreksturinn
myndi leiða til
mikillar verðbólgu.
Hitler gerði
Schacht þá aftur að
Seðlabankastjóra
og sat hann í því
embætti til 1939.
Schacht var þó
embættislaus á
launum til 1943 er
Hitler sakaði hann
um að hafa átt þátt í morðtilraun
við sig og vék honum endanlega
úr þjónustu sinni.
Schacht var ákærður fyrir
stríðsglæpi er heimsstyrjöldinni
lauk en sýknaður við Nürnberg-
réttarhöldin og varð síðar sér-
legur efnahagsráðgjafi ýmissa
þróunarlanda. - jsk
S Ö G U H O R N I Ð
Fjármálaráðherra
Hitlers deyr
VIÐGERÐAR OG
DEKKJAVERKSTÆÐI
Í glæsilegu nýuppgerðu leiguhúsnæði á besta
stað. Velta 18 milljónir á ári og nægt pláss til að
auka hana verulega.
SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS
Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali
Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur
ingvaldur@husid.is
GRILLVAGN
Lítill grillvagn á frábærum stað
Möguleiki á að leigja með forkaupsrétti.
SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS
Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali
Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur
ingvaldur@husid.is
HAMBORGARASTAÐUR
Á góðum stað í góðum rekstri til margra ára, nú
er tækifærið að gerast eigin herra, góð framlegð
mikil sala.
SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS
Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali
Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur
ingvaldur@husid.is
ÁTT ÞÚ REKSTUR TIL AÐ SELJA?
Vegna snarprar sölu á minni fyrirtækjum
undanfarið óskum við eftir fyrirtækjum á skrá,
velta allt að 100 milljónir.
SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS
Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali
Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur
ingvaldur@husid.is
Frakkar höfnuðu um helgina stjórnarskrá Evrópusambands-
ins. Sérfræðingar segja þó ekki víst að niðurstaðan muni
hafa mikil áhrif á efnahag Evrópu. Jón Skaftason kynnti sér
málið.
FRAKKAR HÖFNUÐU STJÓRNAR-
SKRÁNNI Vinstrimenn vonast til að í kjöl-
farið hægist á markaðsumbótum. Ekki er
þó víst að þeim verði að ósk sinni.
Efnahagsumbætur
á dagskránni
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 392,0 Lev 41,17 -7,2%
Carnegie Svíþjóð 76,0 SEK 8,80 -0,3%
deCode Bandaríkin 7,3 USD 64,56 -5,6%
EasyJet Bretland 2,3 Pund 117,76 -11,8%
Finnair Finnland 6,9 EUR 80,73 -3,9%
French Connection Bretland 2,7 Pund 117,76 -1,5%
Intrum Justitia Svíþjóð 51,8 SEK 8,80 -2,3%
Low & Bonar Bretland 1,1 Pund 117,76 -8,2%
NWF Bretland 5,7 Pund 117,76 -3,7%
Scribona Svíþjóð 14,1 SEK 8,80 -2,8%
Singer & Friedlander Bretland 3,1 Pund 117,76 -5,2%
Skandia Svíþjóð 41,2 SEK 8,80 -1,6%
Somerfield Bretland 2,0 Pund 117,76 -5,3%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 30. maí 2005
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 8 , 8 4 - 1 , 1 %
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
et
ty
Im
ag
es
Evran veikist gagnvart dal
Evran veiktist gagnvart
Bandaríkjadal eftir að
fréttir bárust af því að
Frakkar hefðu hafnað
stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Fást nú rúmlega 1,25
dalir fyrir hverju evru.
,,Þetta kemur ekki á
óvart. Markaðurinn var
undir þetta búinn, annars hefðu
áhrifin orðið enn
meiri“, sagði hag-
fræðingurinn Jörg
Krämer hjá HVB-
bankanum.
Frakkar höfnuðu
s t j ó r n a r s k r á n n i
nokkuð örugglega,
rúm 55 prósent sögðu
nei. Áður höfðu níu
Evrópuríki samþykkt
stjórnarskrána. - jsk
EVRAN Veiktist gagnvart
dalnum eftir að Frakkar
höfnuðu stjórnarskrá Evr-
ópusambandsins.
HJALMAR SCHACHT FJÁR-
MÁLARÁÐHERRA OG SEÐLA-
BANKASTJÓRI Hitler hafði mikla
trú á Schacht og skipaði hann í hin
ýmsu embætti á vegum Þriðja ríkis-
ins. Seinna sinnaðist þeim og Hitler
vék Schacht úr þjónustu sinni.
Borgarstjórn kínversku borgar-
innar Sjanghæ hefur skipað
embættismönnum sínum að
stunda líkamsrækt. Borgar-
stjórnin segir 15 prósent starfs-
manna sinna of feita og aðeins 30
prósent þeirra í góðu líkamlegu
formi.
,,Embættismenn borgarinnar
eiga við offitu- og hjartavanda-
mál að stríða, þeir eru líka með
léleg lungu og hafa nánast
ekkert jafnvægisskyn,“ sagði
Zhang Chengyao, forsvarsmaður
Xuhai-íþróttaskólans í Sjanghæ.
Embættismönnunum er gert
að mæta að minnsta kosti einu
sinni í viku í líkamsrækt, að
öðrum kosti fá þeir ekki greidd
laun.
Yfirmenn heilsugæslumála í
Sjanghæ segja menn í viðskipta-
geira borgarinnar eiga við svip-
aðan vanda að stríða: ,,Þeir vinna
mikið og hafa lítinn tíma. Flestir
þeirra vita ekki einu sinni hvað
líkamsrækt er,“ sagði Zhang og
bætti við hneykslaður: ,,Mikill
minnihluta þeirra á kort í
líkamsræktarstöð“. - jsk
SJANGHÆ. Yfirvöld í borginni
segja embættismenn og fólk úr
viðskiptalífinu vera í lélegu formi.
Allt of feitir