Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 9
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
85
72
05
/2
00
5
Það eru ekki endilega þeir stóru
sem éta þá smáu.
Breska fyrirtækið Day-
car, sem hannar auka-
hluti fyrir bíla, kynnti á
dögunum nýjustu afurð
sína: uppblásanlegt
bílaklósett.
Klósettið er blásið
upp og í kringum það er
blaðra sem blæs út
þegar hún er tengd við
sígarettukveikjara bíls-
ins. Blaðran getur með
góðu móti hýst tvo.
Talsmaður fyrirtæk-
isins segir klósettið
hannað fyrir fjölskyldur með
börn en henta ekki síður fyrir
fólk með meltingarsjúkdóma: „Í
fyrstu var þetta ætlað
barnafjölskyldum en
eftirspurnin er ekki
minni frá fólki með melt-
ingarsjúkdóma“.
Þegar ekki er verið að
nota klósettið má brjóta
það saman og vegur það
þá ekki nema átta kíló.
Í klósettinu eru enn
fremur efni sem gera það
að verkum að lyktin úr
því er aldrei vond: „Úr
verður vel lyktandi
vökvi, sem helst ferskur í
allt að átta daga,“ sagði talsmað-
urinn.
Nú þegar hafa borist margar
pantanir, meðal annars ein frá
Ástralíu, en þarlendur maður
hyggst gefa eiginkonu sinni eitt
stykki í afmælisgjöf.
Óli H. Þórðarson, formaður
Umferðarráðs, segir hugmyndina
bráðskemmtilega en vonast þó til
þess að menn blási salernið upp
úti í náttúrunni en ekki í bílnum
sjálfum.
Óli segir ekki æskilegt að
menn geri þarfir sínar meðan á
akstri stendur: „Ég hef alltaf hald-
ið því fram að það sé full vinna að
stjórna ökutæki og maður sem er
að gera slíka hluti er ekki með
hugann við aksturinn. Menn
verða bara að halda í sér“. - jsk
Uppblásanlegt bílaklósett
Breskt fyrirtæki hefur hannað bílaklósett sérstaklega fyrir barnafjölskyldur
og fólk með meltingartruflanir.
ÞARF EKKI AÐ
STOPPA LENGUR?
Óli H. Þórðarson, for-
maður Umferðarráðs,
segir þó ekki æskilegt
að menn geri þarfir
sínar meðan á akstri
stendur.
Svissneska lyfjafyrirtækið Cytos segist vera nálægt því að þróa
bóluefni gegn reykingum. Þriðjung allra dauðsfalla vegna krabba-
meins má rekja til reykinga og því ljóst að slíkt bólu-
efni gæti haft mikið að segja í baráttunni við
sjúkdóminn.
Þegar sígaretta er reykt berst
nikótínið með blóðrásinni upp í
heila og veldur skamm-
vinnri sælutilfinningu.
Það er þráin eftir því
að endurupplifa
þessa tilfinningu
sem gerir fólk
háð nikótíni.
Hugmyndin
með bóluefn-
inu er að
stöðva nikótín-
ið áður en það
kemst upp í
heila og koma
þannig í veg
fyrir sælutil-
f i n n i n g u n a .
Verði komið í
veg fyrir hana
mun fólk ekki hafa
neina löngun í aðra
sígarettu, segja vísinda-
mennirnir.
Prófanir á lyfinu hafa gefið góða
raun. 31 prósent þeirra sem tóku lyfið
reykti ekki næstu tólf mánuði. Aðeins
fimm prósent reykingafólks sem ekki fékk
lyfið náðu þeim árangri.
Reykingamenn gætu þó þurft að reiða
sig á nikótíntyggjóið enn um sinn því ekki
er búist við bóluefninu á markað fyrr en að
fimm árum liðnum. -jsk
Bóluefni gegn reykingum
Svissneskt lyfjafyrirtæki segist hafa náð miklum
árangri í prófunum með bóluefni gegn reykingum.
REYKINGAR
Svissneskir vísinda-
menn segjast nálægt
því að þróa bóluefni
gegn reykingum.
Þriðjung allra dauðs-
falla af völdum
krabbameins má rekja
til reykinga.
Lét hlera síma starfsmanna
Stjórnarformaður dæmdur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Neitar sakargiftum.
Fyrrverandi stjórnarformaður
finnska símafyrirtækisins
Sonera, Kaj-Erik Relander, hefur
verið fundinn sekur um að hafa
látið hlera síma starfsmanna
sinna. Hlaut hann sex mánaða
skilorðsbundinn dóm.
Samkvæmt finnskum lögum er
einungis lögreglu heimilt að hlera
síma að fenginni réttarheimild.
Relander, sem starfaði hjá
fyrirtækinu í sex mánuði árið 2001,
neitaði sakargiftum og sagðist ein-
ungis hafa reynt að komast að því
hver hefði lekið upplýsingum úr
fyrirtækinu. Sagði hann að verið
væri að setja ,,slæmt fordæmi“
með dómnum og hyggst áfrýja.
Upplýsingalekinn átti sér stað
þegar Sonera sameinaðist sænska
fyrirtækinu Telia og úr varð
stærsta fjarskiptafyrirtæki á
Norðurlöndum.
Relander starfar nú fyrir fjár-
magnsfyrirtæki í London. - jsk
KAJ-ERIK RELANDER, FYRRUM
STJÓRNARFORMAÐUR SONERA
Dæmdur fyrir að hafa hlerað síma starfs-
manna sinna. Hyggst áfrýja dómnum.