Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 41
ísjakanum. Fínum og dýrum verslunum fjölg- ar mjög ört í Kína en verðlagið þar er mjög hátt og víða jafnvel dýrara en hér á landi. Þróunin er sú að hinn dæmigerði Kínverji er að fara úr fátækt og yfir í láglaunastétt. Hagvöxtur í Kína hefur verið rúmlega níu prósent hin síðustu ár og ekkert virðist vera að hægja á. Byggingakranar eru á hverju strái, stórhýsi eru reist í borgunum og skýja- kljúfarnir spretta upp eins og gorkúlur. Wuttke varaði þó saklausa Íslendinga við því að treysta öllum sem þeir ættu viðskipti við. Kína væri mjög góður markaður en hættulegur fyrir þá sem væru ekki á verði. Kínverjar eru nú þegar orðnir miklir neytendur og þeim fjölgar sífellt. Wuttke sagði einfaldlega að hag- kerfið í Kína væri það hag- kerfi sem yxi hraðast í heiminum. Til dæmis út- skrifast 350 þúsund verk- fræðingar í Kína á ári. EKKERT AÐ MARKA TÖLUR Wuttke segir hagvöxt ekki geta verið minni en fimm prósent miðað við þær að- stæður sem nú eru til staðar. Fátækt er mikil, framleiðni er léleg og neðanjarðarhag- kerfið er gríðarlega um- fangsmikið. Tölulegar staðreyndir segja lítið um raunveruleik- ann í Kína. Innflutningur til Kína er gott dæmi um þetta. Kínverjar eru ekki svo háðir viðskiptum við útlönd því að þeir framleiða nánast allt sem þeir þurfa og eru því sjálfum sér nægir á mörgum sviðum. Innflutningur til Kína er að langstærstum hluta hráefni sem notað er til frekari vinnslu og þeir selja svo unnið út úr landinu. Mjög mikilvægt er að taka ekki fyrsta til- boði sem berst því að Kínverjar eru í eðli sínu kaupmenn og prútta ávallt um verð. Því finnst þeim hrein móðgun að taka fyrsta tilboði, þeir eru góðir samningamenn og þeir hafa mjög gaman af því að semja. Sú tala sem minnst er þó að marka er gengi gjaldmiðils Kína, Yuan. Gengið er mjög van- metið og telja sumir að yuan sé allt að fimm- falt verðmætara en gengi þess segir til um. Vegna lágs gengis geta Kínverjar keppt enn betur en ella á lágum framleiðslukostnaði. Mikill þrýstingur er þó á Kínverja að hækka gengið sitt en aðrir sjá mikil tækifæri í að fjárfesta í Kína meðan gengið er svo lágt. ÖNNUR LÖGMÁL Oft er talað um að önnur lögmál gildi í Kína og vestrænir siðir og venjur eigi þar alls ekki við. Allt önnur lögmál gilda og til dæmis þegar Kínverjar segja að málið reddist þýðir það ekki endilega að það geri það. Þeir sem ætla sér að eiga viðskipti í Kína verða að hafa markmið og vita hvað þeir vilja. Þeim sem ætla sér að eiga viðskipti í Kína er eindregið ráðlagt að vera í beinu sambandi við framleiðendurna og hafa sem fæsta milli- liði. Einnig er þeim ráðlagt að hafa marga í sigtinu þannig að ef einn framleiðandi bregðist taki ekki langan tíma að setja sig í samband við annan. Brot á höfundarrétti er stórt vandamál í Kína og leiðir til þess að margir eru hræddir við að láta framleiða vöru sína þar, að minnsta kosti ef um einstaka tækni eða hönnun er að ræða. Tungumálavandamál eru algeng og til að mynda nota Kínverjar ekki fingurna eins og við til að tákna einn til tíu. Fjöldi fingra er not- aður upp í sjö en sérstök fingratákn eru notuð fyrir átta, níu og tíu. FRAMLENGDU FERÐINA Kínaförin skilaði þátttak- endum miklu, bæði hvað varðar viðskipti og land- kynningu því landið hefur upp á mikið að bjóða. Þau fyrirtæki sem koma heim með undirritaða samninga í farteskinu fara að vinna í þeim og aðrir fara að leggja grunninn að frekari við- skiptum. Kína er í raun miklu nær okkur en margan grunar. Flutningskostnaður milli Kína og Íslands getur verið lægri en milli lands- horna hérlendis. Fulltrúar fjögurra há- skóla voru með í ferðinni til Kína og skrifuðu þeir undir samstarfssamninga við kín- verska háskóla. Nú þegar stunda nokkrir Íslendingar nám í Kína og þeim fjölgar sífellt. Einnig eru Kínverjar í námi hér á landi. Þessi tengsl eiga líklega eftir að skila sér inn í viðskiptalífið eft- ir nokkur ár í auknum samskiptum við Kína. Athygli vakti og að sumir framlengdu ferð sína í Kína vegna þess að betur gekk en áætl- að hafði verið. Í raun skilaði ferðin sjálf ekki þessum samningum inn því búið var að leggja grunninn að þeim áður en haldið var þangað austur. Afrakstur ferðarinnar á enn eftir að koma í ljós, víkka sjóndeildarhringinn og opna augu fólks fyrir nýjum tækifærum eða jafnvel að vara fólk við og benda á að stíga varlega en örugglega til jarðar. Ein af dýrmætustu lexíunum sem flestir lærðu þó var líklega sú að Ísland er ekki miðja alheimsins og viðskipti okkar við Kínverja eru eins og dropi í viðskiptahaf Kínverja. Mjög forvitnilegt verður að sjá hvernig viðskiptin milli Kína og Íslands munu þróast en eitt er víst, að þau eiga eftir að aukast mjög hratt. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 13 Ú T T E K T Viðskiptasendinefndin sem fór til Kína er sú langstærsta sem nokkurn tímann hefur farið frá Íslandi og var þátttakan langt umfram væntingar Útflutnings- ráðs sem skipulagði ferðina í nánu samstarfi við skrifstofu forseta Íslands og sendiráðið í Peking. Vilhjálmur Guðmunds- son, forstöðumaður Útflutnings- ráðs, segist mjög ánægður með ferðina og að allt hafi gengið upp. „Við höfum fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fyrir- tækjunum, sem voru mjög ánægð með allt skipulag.“ Vil- hjálmur segir mikla skipulagn- ingu liggja að baki svona ferð en meðal annars var haldin viðskiptaráðstefna og skipu- lagðir einkafundir fyrir einstök fyrirtæki. Í viðskiptasendi- nefndinni voru 220 manns frá um 100 fyrirtækjum. Vilhjálmur segir ferðir við- skiptasendinefnda hafa breyst mikið. Áður hafi ferðirnar verið yfirborðskenndari og unnar í samstarfi við verslunarráð og samtök atvinnulífs viðkomandi landa. „Núna miðast undirbún- ingurinn við að skipulegga dag- skrá og koma á fundum milli fyrirtækja frá báðum löndum. Óskir og væntingar íslensku fyrirtækjanna liggja fyrir og undirbúningurinn miðast við þær.“ En hver er svo árangur ferða á borð við Kínaferðina? Vil- hjálmur segir mikilvæg tengsl myndast í slíkum ferðum og oft séu fyrirtæki komin í viðskipti við innlend fyrirtæki innan nokkurra mánuða. Hluti af starfsemi Útflutn- ingsráðs er að skipuleggja við- skiptasendinefndir erlendis. Vilhjálmur segir Útflutningsráð oft hafa frumkvæði að því hvert farið sé en í þessu tilviki hafi frumkvæðið komið frá forseta- skrifstofu vegna opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar. Útflutningsráð stendur fyrir sex til sjö sendinefndaferðum á ári hverju og hefur þeim fjölgað á undanförnum árum. Tilviljun ræður því ekki hvert haldið er heldur kannar Útflutningsráð hvar mesti áhuginn liggur og skipuleggur ferðir í takt við nið- urstöðurnar. Vilhjálmur segir Austur- Evrópu vera vinsæla um þessar mundir en farið hefur verið til margra landa í Austur-Evrópu á síðustu árum og einnig til allra Eystrasaltsríkjanna. Núna er verið að skipuleggja ferð til Japans og í vikunni var farið til Danmerkur. Fr ét ta bl að ið /L ár us K ar l FRÁ VINNUFUNDI UM UPPLÝSINGATÆKNI Í PEKING Vilhjálmur Guðmundsson, forstöðumaður Útflutningsráðs, er himinlifandi með viðbrögð fyrirtækja, bæði á Íslandi og í Kína. Óskir og væntingar fyrirtækjanna í fyrirrúmi Fjölmennasta viðskiptasendinefndin til þessa. ■ FL Group samdi um útleigu á fimm Boeing 737 flugvélum til Air China. ■ Orkuveita Reykjavíkur samdi um byggingu nýrrar jarðvarmaveitu í borginni Xianyang í Kína og verður þessi hitaveita sú stærsta sinnar gerðar í heiminum. ■ Fjölþjóðafyrirtækið Atlantis mun reisa 50 þúsund tonna frystigeymslu í Qingdao. ■ Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, skrifaði undir samstarfssamning við fjarskipta- tækjaframleiðandann Huawei. ■ F yrirtækið Sportís hf. samdi við félagið Beijing Mountaineering Association um sölu og dreifingu á Cintamani útivistarfatnaði í Kína. ■ Atlanta samdi við fyrirtækið Ameco í Peking til næsta árs um viðhald og eftirlit með flugvélum félagsins. ■ Íslenskir háskólar skrifuðu undir samstarfssamninga við kínverska háskóla. S T Æ R S T U S A M N I N G A R N I R S E M G E R Ð I R V O R U Í K Í N A VEL FÓR Á MEÐ FULLTRÚUM FLESTRA ÖFLUGUSTU FYRIRTÆKJA LANDSINS Í KOKKTEIL- BOÐUNUM Í KÍNA Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. FULLTRÚAR ORKUVEITUNNAR OG BORGARSTJÓRI XIANYANG Við undirritun samnings um stærstu hitaveitu í heimi. FISKUR UNNINN Í QINGDAO Í KÍNA Íslenskur fiskur ferðast víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.