Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 62

Fréttablaðið - 01.06.2005, Side 62
Ekki svo lítið samfélag... Útrásarvíkingarnir í íslensku viðskiptalífi hafa oft talið það hafa gagnast Íslendingum að hér sé návígi mikið. Þess vegna séu íslenskir athafnamenn gjarnan óhræddir við að gefa sig á tal við hina og þessa stórlaxa í alþjóðlegum viðskiptum og láti hefð- bundnar boðleiðir gjarnan lönd og leið. Erlendis hefur mannfæðin og nálægðin vakið nokkra at- hygli, meðal annars í Dan- mörku þar sem blaðamenn hafa gert mikið úr því að fá- mennið hér á landi sé svo mikið að hver maður þurfi að gegna nokkrum forstjóra- stólum og að allir séu náskyld- ir eða bestu vinir allra annarra. Á ráðstefnu um fjárfestatengsl á fimmtudaginn vildi Ármann Þor- valdsson hjá KB banka gera heldur lítið úr þessu og sagði að þetta væri allt saman orðum aukið og sagði svo: „En þá vil ég kynna til sögunnar næsta ræðumann. Það er Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnuífsins... og mágur minn.“ Útrásarformúla Á ráðstefnunni voru flutt nokkur áhugaverð erindi. Eitt af því sem sennilega hefur glatt þjóðarstoltið í íslenskum peningamönnum mest var flutt af Craig Daniel Leon. Hann fór miklum og að- dáunarfullum orðum um útrás Íslendinga og lýsti Norður-Evrópu sem „Stór-Íslandi“. Hann setti auk þess fram stærðfræðilega tilgátu sem skýra átti muninn á viðskiptalegri árásarhneigð Íslendinga og Norðmanna. Samkvæmt kenn- ingunni er árásarhneigð Íslendinga hin sama og Norðmanns í öðru veldi, sem eru góðar fréttir svo lengi sem árásarhneigð Norðmanna mælist ekki milli núll og einn. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.041 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 337 Velta: 6.999 milljónir +0,87% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Útboðslýsing fyrir Mosaic Fashion var birt í Kauphöll Ís- lands í gær en til stendur að skrá félagið á markað. Væntingavísitala Gallup hækkaði í maí og er meðalstaða vísitölunnar í ár hærri en áður hefur þekkst. Þetta kom fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í Evrópu lækkar hins vegar til- trú á mátt atvinnulífsins en vænt- ingavísitala atvinnulífsins í Evrópu lækkaði í maí og hefur ekki verið lægri í tvö ár. Frá þessu var sagt í Hálf fimm fréttum KB banka. Markaðir í Evrópu lækkuðu í gær. Í Lundúnum lækkaði FTSE um 0,45 prósent og Dax í Þýska- landi lækkaði um 0,44 prósent. Í Japan hækkaði hins vegar Nikkei- vísitalan um 0,99 prósent. 22 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Hagnaður tvöfaldast á milli ára. Bankarnir spáðu meiri hagnaði en minni framlegð. Hagnaður SÍF var 2,8 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi og meira en tvöfaldaðist frá sama tímabili í fyrra. Er það þó nokkuð undir meðaltalsspá bankanna, sem gerði ráð fyrir að hagnaður SÍF yrði um fjórar milljónir evra. Rekstrar- hagnaður (EBITDA) var 8,4 milljón- ir evra, sem er um þreföldun miðað við sama ársfjórðung 2004. Fram- legð sem hlutfall af sölutekjum var 7,4 prósent, sem er hærri tala en hjá öllum bönkunum, en þeir höfðu spáð 5,2-6,2 prósenta framlegð. Allur samanburður á uppgjör- um á milli ára er erfiður þar sem miklar breytingar hafa orðið á SÍF-samstæðunni. Félagið festi til að mynda ekki kaup á franska m a t v æ l a f r a m l e i ð a n d a n u m Labeyrie Group fyrr en undir lok síðasta árs. Einnig hafa orðið miklar skipulagsbreytingar á rekstrinum á þessu ári en félagið er hætt hefðbundinni sölu- og markaðsstarfsemi hér á landi. Félagið velti um 114 milljónum evra á tímabilinu og lækka sölu- tekjur um fjórtán prósent á milli tímabila. Framlegð eykst hins vegar um tæp 27 prósent vegna aðkomu Labeyrie Group. Stjórnendur félagsins eru ánægðir með uppgjörið og telja rekstrarhagnað og hagnað eftir skatta vera vel yfir áætlunum og sölutekjur í samræmi við vænt- ingar. Efnahagur SÍF hefur breyst töluvert frá áramótum. Eiginfjár- hlutfallið er nú um 41 prósent. Skammtímaskuldir samstæðunn- ar lækka um meira en helming frá áramótum og eru nú 98 millj- ónir evra en langtímaskuldir eru 293 milljónir evra. Eigið fé er rétt rúmlega 266 milljónir evra. Helstu markaðssvæði SÍF eru sem áður Frakkland og Spánn en Bretland er um þessar mundir mesta vaxtarsvæði samsteypunn- ar. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 40,50 -0,49% ... Atorka 5,96 – ... Bakkavör 35,20 +0,57% ... Burðarás 14,70 +4,63% ... FL Group 14,45 +0,35% ... Flaga 4,93 -0,80% ... Íslandsbanki 13,35 +1,91% ... KB banki 528,00 +0,57% ... Kögun 61,00 -0,65% ... Landsbankinn 16,40 +1,23% ... Marel 56,30 -0,35% ... Og fjarskipti 4,05 -0,98% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 – ... Össur 77,00 - Hækkandi sól hjá SÍF Burðarás 4,63% Íslandsbanki 1,91% Landsbankinn 1,23% Og fjarskipti -0,98% Flaga -0,80% Kögun -0,65% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Ræst ver›ur út af öllum teigum kl. 14:00 Mæting kl. 13.00 Fyrirkomulag: • Hámarksforgjöf hjá körlum 24 en konum 28 Ver›laun: • Vegleg ver›laun ver›a veitt fyrir 3 efstu sætin hjá körlum og konum • Nándarver›laun á öllum par 3 holum • Teiggjafir handa öllum Keppnisgjald er 5000 kr. (Innifali› í keppnisgjaldi eru léttar veitingar) Skráning er í síma: 896 1819 (Jóhann) og 862 5144 (Tryggvi) e›a tryggvig@tv.is Skrái› ykkur fyrir 1. júní Stjörnublik ehf styrkir firótt GOLFMÓT ÞRÓTTAR föstudaginn 3. júní á Hólmsvelli í Leiru (Keflavík) Latibær semur vi› Disney Segir marga hafa verið um hituna og vinnur að sölu dreifingarréttar í fleiri löndum. Latibær hefur gert samning við Disney-fjölmiðlafyrirtækið um dreifingu á sjónvarpsþáttaröðinni á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Ágúst Freyr Ingason, sem undir- ritaði samninginn fyrir hönd Lata- bæjar, segir Latabæ vera í þeirri öf- undsverðu stöðu að geta valið þá að- ila sem fyrirtækið vilji starfa með. Hann segir að bitist hafi verið um dreifingarréttinn og margir um hit- una, þá sérstaklega í Frakklandi: „Disney var einfaldlega besti kost- urinn í löndunum þremur“. Aðstandendur Latabæjar vinna nú að því að koma þáttaröðinni á dagskrá í sem flestum löndum, en nú þegar sýna sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum, Kanada og Suður- Ameríku þættina. Fram undan er sumardagskráin á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon en þar verður Latibær í aðalhlutverki: „Íþróttaálfurinn og Solla stirða verða í hlutverki kynna á Nickelodeon í sumar, auk þess sem við höfum tekið upp tvöfaldan þátt af Latabæ sem frumsýndur verður á besta tíma,“ sagði Ágúst. - jsk FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Lati- bær hyggur á frekara strandhögg og verða þættirnir fyrirferðarmiklir á dagskrá banda- rísku stöðvarinnar Nickelodeon í sumar. REKSTURINN BATNAR SÍF skilaði 2,8 milljónum evra á fyrsta fjórðungi ársins. Miklar breytingar hafa orðið á samstæðunni og rekstur- inn er greinilega á uppleið eftir erfitt síðasta ár. SPÁR OG AFKOMA SÍF Hagnaður 2,8 Spá Íslandsbanka 4,2 Spá KB banka 2,8 Spá Landsbanka 4,9 Meðaltalsspá 4,0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.