Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 68

Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 68
1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég vaknaði í morgun frekar mygluð og ógeðsleg og skakklappaðist fram í eldhús og tók til morgunmat og lagaði te. Í ein- h v e r j u m skrítnum transi greip ég svo mjólkur- fernuna og hellti mjólkurslurk beinustu leið ofan í saklausa mar- melaðikrukkuna. Í sekúndubrot áttaði ég mig ekki á því hvað ég hefði gert heldur starði ég ofan í og velti því fyrir mér hvað þetta hvíta væri að gera ofan í mar- melaðinu. Ég rankaði svo við mér og skildi það að ég væri með mjólkurfernuna í hendinni og te- bollinn væri staðsettur annars staðar á borðinu. Ég á það til að vera utan við mig. Ég set ostinn í örbylgjuna í staðinn fyrir ísskápinn, ég skræli kartöflur og set hýðið ofan í smjördolluna og ég helli súrmjólk ofan í glasið mitt í staðinn fyrir á salatið (súrmjólk er einmitt snilldar salatdressing sko). Þegar ég var lítil átti ég það til að henda skítugum þvotti ofan í ruslið eða jafnvel klósettið í stað- inn fyrir að henda honum í óhreinatauið. Ég trúi ekki öðru en að allir lendi í svona atvikum. Það er kannski misjafnt hversu miklir prófessorar leynast innra með manni en við getum ekki verið kúl alltaf. Það væri líka ekkert fynd- ið. Stundum er þetta eins og eitt- hvert sambandsleysi. Hausinn dettur út í smá tíma og allt í einu stendur maður inni á baði og áttar sig á því að eitt stykki sokkapar er ofan í klósettinu. Ekki beinlínis ákjósanlegur staður fyrir neitt nema endurunninn mat og drykk og aldrei skemmtilegt að fara í veiðimannaleik við klósettbrún- ina. „Uss! Ekki hræða sokkana,“ væri samt svolítið gaman að segja. Ég er reyndar hætt að henda dóti í klósettið og núna er ég aðallega í því að hella mjólk ofan í marmelaðikrukkur eða hrasa um gangstéttarhellur. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR HELDUR AÐ SMÁ PRÓFESSORSSKAMMTUR LEYNIST INNRA MEÐ ÖLLUM. Ekki hræða sokkana! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N -stærsti fjölmiðillinn Mest lesna bílablaðið 0 10 20 30 40 50 45% 29% Karlar 20-40 ára Tölurnar tala sínu máli. Mun fleiri lesa bílablað Fréttablaðsins en Morgunblaðsins. Bílablað Fréttablaðsins á laugardögum nýtur góðs af smáauglýsingum og er vettvangur þeirra sem eru að skoða og leita sér að nýjum bíl. Blaðið hefur yfirburði í lestri hjá körlum á öllum aldri. Í aldurshópi karla á aldrinum 20-40 ára lesa 58% fleiri bílablað Fréttablaðsins. *Lestur á ,,Bílar ofl.” í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Lestur á ,,Bílar” í föstudagsblaði Morgunblaðsins. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 * Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Elza! Varstu raka á þér lappirnar með rakvélinni minni? Eh..já... ..jú.. Veistu hvað gerðist? Nei, Günther! Sjáðu þetta hér? Ég er vond stelpa! Já! Og nú þarf að refsa vondu stelpunni! Já, herreguð! Refsaðu mér því ég á það skilið! Flýtasérflýtas- érflýtasérflýtas- érflýtasérflýtas- érflýtasérflýtas- érflýtasérflýtasér flýtasérflýtasér- flýtasér. Heyrðu, ég þarf að fara að koma mér. Það er þátt- ur sem byrjar í sjónvarpinu klukk- an 16.30. Ertu hrifin af extreme- sporti? Hvernig tónlist fílar þú? Algjörlega! Ég spila aðallega rokk og blús! Spilar þú á gítar? Stratocaster frá ‘74 með eikargripi og tvöföldu pikköppi. Vááááá! Í raun eigum við margt sameiginlegt Palli... ...fyrir utan það að storka þyngdarlög- málinu svona. Olli minn er frábær kokkur. Í hverju sérhæfir hann sig? Að missa mat. Veiheiiiiiii! Það er komin helgi. Engin vinna. Enginn skóli. Vei! Ah! Zz Ahh... Ekkert annað að gera en að slaka á! Mér leiðist. Mér líka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.