Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 78

Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 78
38 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Lárétt: 2fold,6af, 8kjá,9rot,11ór, 12 fress,14skaka,16ve,17sal,18ota,20 nt,21nift. Lóðrétt: 1tarf, 3ok,4ljóska,5dár, 7 forseti,10tek,13sas,15alta,16von,19 af. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VIRTUR KENNARI SEGIST HAFA EYÐI- LAGT LÍF SITT MEÐ DÓPSMYGLI Missti húsið, bílinn og fjölskylduna á þremur mánuðum Á haustdögum flæktist í höfnina í Þorlákshöfn gríðarstór fiskur sem fyrst var talinn vera hákarl. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um tunglfisk var að ræða, öðru nafni guðlax, tveggja metra langan furðufisk sem slæpst hafði um langa leið til Íslands. Fiskurinn er mjög sjaldgæfur svo norðarlega en finnst víða sunnar á hnettinum. Tunglfiskur- inn er stærsti þekkti beinfiskur- inn og verður afar þungur en björgunarsveitarmenn fönguðu fiskinn og komu honum á bryggj- una. Þessi tiltekni fiskur var tveir metrar að lengd og annað eins ugga á milli. Á síðustu mánuðum hafa upp- stoppararnir Steinar Kristjánsson og Ove Lundström stoppað fisk- inn upp, en þetta mun vera eitt stærsta verkefni í uppstoppun sem unnið hefur verið hér á landi. Báðir uppstoppararnir hafa hlotið margvísleg verðlaun og viður- kenningar fyrir verk sín, meðal annars fékk Steinar önnur verð- laun í heimsmeistarakeppni upp- stoppara í vor. Á sjómannadaginn, 5. júní, verður opnuð sýning í Ráð- húsi Ölfuss, Þorlákshöfn, þar sem tunglfiskurinn skipar heiðurs- sæti. Það er ókeypis inn og er gert ráð fyrir að sýningin verði opin í eitt til tvö ár. Á sýningunni verða einnig ýmis önnur sjávardýr, bæði þekktir fiskar og annað sem sést sjaldnar, meðal annars trölla- krabbi, lúsífer og sædjöfull. Af tilefni opnunar mun Steinar Krist- jánsson sýna ýmis dýr sem hann hefur stoppað upp, meðal annars verðlaunafuglinn úr heimsmeist- arakeppninni. ■ TUNGLFISKURINN Hann lifir eingöngu á marglyttum og hrygnir meira en nokkur annar fiskur. Jakob Tómas Bullerjahn útskrifað- ist nú á dögunum frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð með þvílíka prýðiseinkunn að hann varð sem- idúx sem og einingardúx sem þýðir að hann kláraði flestar einingar eða alls 177 talsins. Menntaskólinn er honum kær og í skilnaðargjöf gaf hann skólanum mynd af fallegustu jöfnu stærðfræðinnar að eigin sögn. „Þetta var nú bara til þess að skilja eitthvað eftir sig. Ég er búinn að vera þarna í fjögur ár, kennararnir hafa deilt með mér hluta af þekkingu sinni og ég vildi gefa þeim eitthvað til baka,“ segir Jakob. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekna jafna teljist fallegri en aðrar jöfnur stærðfræðinnar segir hann: „Þessi jafna inniheldur töluna einn, töluna núll, fallið e og töluna pí. Þetta eru einstakar tölur innan stærðfræðinnar og þegar þær lenda allar saman í einni jöfnu þykir það fagurt og einfalt. Þetta er grafíkverk sem ég gerði í mynd- listartíma, kennarinn hafði nú sín- ar efasemdir um að þessi jafna gæti endað sem falleg mynd en hún kom bara nokkuð vel út.“ Stærðfræði er Jakobi augljós- lega nokkuð hugleikin og tekur hann undir það. „Jú stærðfræði er eitt uppáhaldsfagið mitt og ég stefni á fræðilega eðlisfræði en auk þess eiga ljósmyndun, mynd- list og leiklist stóran hluta af mínum huga.“ Jakob var forseti nemenda- félags MH í vetur og þar sem margar skyldur felast í því starfi hlýtur hann að hafa skipulagt tíma sinn vel. „ Forsetastarfið er ágætis starf fyrir alla sem þola smá álag því nauðsynlegt er að vera til stað- ar fyrir aðra í nemendafélaginu. Það er einmitt lykilatriði þegar maður hefur mikið að gera, að skipuleggja sig vel. Það sem ég legg samt alltaf mikla áherslu á er að hafa smá tíma fyrir sjálfan mig, það er alveg nauðsynlegt.“ hilda@frettabladid.is ...fær Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, sem var endurkjörin for- maður Skáksambands Íslands og er á leið í brúðkaup Gary Kaspararov. HRÓSIÐ Lárétt: 2 jörð, 6 frá, 8 gera gælur við, 9 dá, 11 forsetinn, 12 karldýr, 14 strokka, 16 einkennisstafir, 17 herbergi, 18 beina að, 20 samhljóðar, 21 kona. Lóðrétt: 1 naut, 3 byrði, 4 ljós yfirlitum, 5 spé, 7 þjóðhöfðingi, 10 nem, 13 flugfé- lag, 15 svæði í Noregi, 16 væntingar, 19 frá. LAUSN: Uppstoppa›ur tunglfiskur til s‡nis NEMANDI Í MH: GAF SKÓLANUM ÓVENJULEGA SKILNAÐARGJÖF Fallegasta jafnan JAKOB TÓMAS BULLERJAHN Hann útskrifaðist með prýði nú á dögunum og gaf skólanum óvenjulega skilnaðargjöf. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Forseti Indlands, dr. A.P.J. AbdulKalam, sem hóf opinbera heimsókn sína á Íslandi í fyrradag, byrjaði dvölina með einkasamkvæmi á Nordica á sunnudagskvöld. Þangað bauð hann til sín rjómanum af íslenskum vísinda- og fræðimönnum, en þar nutu gestrisni Indlandsforseta Kári Stefánsson, Hjálmar Ragnarsson, Herdís Þorgeirs- dóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Guðrún Pét- ursdóttir, Árný Sveinbjörnsdóttir, Sigríð- ur Dúna Kristmundsóttir, Jóhann Sigur- jónsson, Gísli Sigurðsson, Ásgeir Mar- geirsson, Halldór Guðmundsson, Örn- ólfur Thorsson og Ólafur Harðarson. Blaðið sem Karl Garðarsson ritstýrirbirtir leiðara sína ekki undir nafni höfunda. Blaðið fer því sömu leið og Morgunblaðið í þessum efnum, þótt skrifin séu ekki eins merking- arþrungin. Heilagur andi Morgunblaðsins er nánast persónugerður og því víst að andi ritstjórans, Styrmis Gunnarssonar, svífur jafnan yfir vötnum þótt aðrir skrifi leiðara Morgun- blaðsins. Ómerkt leiðaraskrif Blaðsins hafa orðið til þess að flestir leiðarar þess eru eignaðir hægrisinnaða álits- gjafanum Andrési Magnússyni sem starfar á Blaðinu. Þetta á ekki síst við þegar Blaðið beinir spjótum sínum að Sam- fylkingunni og R-listan- um. Andrés mun þó ekki eiga heiðurinn af öllum herlegheitunum og sá kvittur er kominn á kreik að Sigurður G. Guð- jónsson, stjórnarfor- maður útgáfufélags Blaðsins og einn eigenda þess, láti stundum til sín taka á þessum vettvangi og að hann hafi til að mynda skrifað leiðara um Samfylk- inguna. Þá hefur einnig sést til Sigurð- ar með myndavél og því talið líklegt að hann leggi blaðinu einnig til myndefni. Standist þetta er Sigurður greinilega jafn alþýðlegur og hann var þegar hann stjórnaði Stöð 2 og gengur í hin ýmsu störf á Blaðinu. FRÉTTIR AF FÓLKI Eitt stærsta heilbrigðismálið Nei, ég hélt hann nú ekki beinlínis hátíðlegan því ég reyki ekki og ég bý á reyklausu heimili, sem ég er mjög lukku- leg með. Hins vegar er ég mjög hrifin af því að við skulum vera með reyklausan dag og ég lít svo á að þetta sé eitt stærsta heilbrigðismálið, að fá fólk til að hætta að reykja og tryggja rétt þeirra sem reyklausir eru. Einnig finnst mér gríðarlega mikilvægt að börn upplifi reyklaust umhverfi. Hefur engin áhrif á mig Nei, það gerði ég nú ekki. Ég reykti ekkert minna á reyklausa daginn og held- ur ekkert meira. Ég reykti bara eins og vanalega. Þessi reyklausi dagur hefur engin áhrif á mig og ég er alveg á móti því að banna reykingar. Aðalat- riðið er að fólk á að fá að velja hvort það vill. Fólk á að hafa frelsi til þess að vera ekki í reyk en einnig á það að eiga kost á að vera í reyk. Alveg eins og hvort maður kaupir kók eða pepsi, ríkið á ekki að velja fyrir mann. Hef aldrei reykt Ég hef nú aldrei reykt á æv- inni svo ég hélt hann ekkert hátíðlegan. En ég vona svo sannarlega að þessi dagur verði annað hvort áminning eða hvatning til þeirra sem reykja og vilja hætta því. Þetta hefur stundum áhrif á mig í mínu starfi því þegar staðirnir eru litlir þá setur maður fötin sín beint í þvottavélina þegar heim er komið. Ég er ekki hlynntur reykingabanni en mér þætti samt afskaplega huggulegt að geta farið inn á reyklaust veitingahús af og til. Ég vil að það val sé fyrir hendi. ÞRÍR SPURÐIR Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Bjarni Arason, söngvari. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari. HÉLSTU REYKLAUSA DAGINN HÁTÍÐLEGAN?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.