Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 01.06.2005, Qupperneq 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Fréttir af fólki Fréttir snúast um fólk. Fréttir semeingöngu greina frá þurrum stað- reyndum eru, sannast sagna, oft hundleiðinlegar. Fólkið bak við frétt- irnar gefur þeim líf og gildi. Sumar fréttir eru þó þess eðlis að farsælast getur verið að halda sig við beinharð- ar staðreyndir og tölur og leyfa fólk- inu sem þær snúast um að liggja milli hluta, fá bara að vera án nafns og andlits. ÞAÐ er tvímælalaust frétt að maður veikist af hermannaveiki og sömu- leiðis hversu margir hafi fengið veik- ina á þessu ári eða því síðasta, jafnvel þróunin í fjölda greininga í einhver ár, að ekki sé minnst á batahorfur sjúklinganna. Það er hins vegar ekki frétt hvaða einstaklingar veikjast af þessum sjúkdómi, nema þeir séu á einhvern hátt opinberar persónur. OG hver er þá opinber persóna? Ráð- herra? Já. Þingmaður? Ætli það ekki? Leikari? Tja, ef hann er mjög frægur – eða mjög fjölmiðlafíkinn (sem sagt æstur í að vera í fjölmiðlum hvenær sem færi gefst). Kaupsýslumaður? Sama og með leikarann. Þetta er auð- vitað hárfín lína og alls ekki óumdeil- anleg en flestir eru líklega sammála um að óbreyttur starfsmaður á sjúkrahúsi geti varla talist opinber persóna. REGLULEGA eru okkur fluttar fréttir af því hversu margir greinast með krabbamein og ekki síður um batahorfur þessara sjúklinga, sem góðu heilli verða stöðugt betri. Lík- lega dytti samt fáum í hug að birta myndir af fólki sem greinist með krabbamein og ekki heldur öllum þeim sem læknast af því. ÝMSIR sem veikst hafa af alls konar sjúkdómum hafa hins vegar valið að miðla af reynslu sinni í fjölmiðlum, eins og fólk hefur gert sem orðið hefur fyrir slysum og alls konar annarri reynslu. Slíkar frásagnir eru iðulega áhrifaríkar og einnig gagnleg- ar, ekki síst þeim sem deila reynslu með fólkinu. Þeir sem hafa greinst með sjúkdóm, orðið fyrir slysi eða skilið við maka sinn, ef út í það er farið, og óska ekki eftir að deila reynslu sinni með öðrum hljóta samt að eiga fullan rétt á að eig þetta einka- líf sitt í friði. Að ekki sé minnst á þá sem eru of veikir til þess einu sinni að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja koma fram í fjölmiðlum eða ekki. ■ BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.