Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Laugardagur 17. mal 1975 heybindivélar Löng og góð reynsla við ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR Örugg binding — Auðveld stilling HAGSTÆTT VERÐ Eigendahandbók ó íslenzku REYKJAVIK SKOLAVÖRÐUSTIG 25 mmmm Smæðin er mesta vandamál barna I umferðinni. Börnin í umferðinni — lifandi hættumerki BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR FLESTAR GERÐIR ELDRI BILA Ódýrt: öxlar lienLugir i aftanikerrur gírkassar bretti drif hurðir hásingar húdd fjaðrir rúður o.fi. BÍLAPARTASALAN Hötöatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. AUGLYSIÐ I TIMANUM Af hverju er börnum hættara I umferðinni? Umhverfi það, sem barnið lif- ir I, er skipulagt með þarfir og getu fullorðinna i huga. Barnið verður samt sem áður að glima við þetta umhverfi löngu áður en það er fært um að skilja það. Til þess að geta bjargað sér á eigin spýtur i nútima umferð- arumhverfi, þarf einstaklingur- inn á öllum sinum skilningarvit- um að halda. En þroskaferill bamsins er langur, það er t.d. ekki fyrr en við 12-14 ára aldur, sem sjón barnsins er fullþrosk- uð. Þroskaferill heyrnarinnar á sér einnig langan aðdraganda. Af þessum orsökum er barnið verr statt i umferðinni en full- orönir. Barn undir 7 ára aldri á t.d. erfitt með að sjá hreyfingar út undan sér og meta fjarlægðir bifreiða, sem nálgast það. En I umferöinni verður vegfarand- inn að geta beint athyglinni að mörgum atriðum i einu og vera fær um að sjá umferðina sem eina heild. Þetta geta börn ekki á sama hátt og fullorðnir, barn- ið getur aðeins meðtekið litið brot af umferðinni i einu. Tök- um t.d. barn undir 6 ára aldri. Þaö sér aðeins eina bifreið af mörgum á akbrautinni, aðrar bifreiðar renna saman i þoku fyrir augum þess. Barnið getur heldur ekki gert sér ljósa grein fyrir þvf úr hvaða átt hljóð kem- ur, en þetta tvennt, að heyra vel og sjá, eru undirstöðuatriði þess, að við séum sæmilega örugg I umferðinni. ökumenn vari sig á börnunum Eitt stærsta vandamál barns- ins I umferðinni er, hversu sjálf- hverft það er. Barnið myndar sér eigin skoðanir og hegðunar- form og á mjög erfitt með að setja sig i spor annarra, þ.á.m. ökumanna. Barnið býst ósjálf- rátt við þvi, að ökumenn vari sig JOLBARÐAR Kja |-n 825x20/12 Nylon 19.530 verft 900x20/14 ^^ 1000x20/14 21.830 27.320 28.560 29.560 31.320 1000x20/16 1100x20/14 1100x20/16 Full dbyrgð á sólningunni SÓLNIN& HE Nýbýlavegi 4 — Simi 4-39-88 Kópavogi Sendum póstkröfu á þvi og gerir sér mjög óljósa grein fyrir aðstöðu ökumanns- ins. Barnið skilur t.d. ekki, að bifreiðin þarf vissan tima til að geta stanzað. Litil börn taka flesta hluti mjög bókstaflega og eru ekki fær um a ð skilja að atburðir geti breytzt. Tökum litið dæmi þessu til skýringar: Barninu er e.t.v. kennt að fara yfir götu á ákveðnum stað, þar sem útsýni er gott til beggja hliða. Einn daginn, þegar barnið ætlar yfir götuna hefur bil veriö lagt við gangstéttarbrúnina á þeim stað, þar sem það er vant að fara yfir. Bamið stendur alveg ráðþrota frammi fyrir þessu nýja vanda- máli. Að færa sig til og fara ann- ars staðar yfir götuna er i aug- um barnsins heilmikið vanda- mál. Eru börn aðgæzlulaus? Þegar rætt er um orsakir slysa á börnum i umferðinni er oft talað um að orsök slyss sé aögæzluleysi barnsins. Sagt er, aö barn hlaupi hugsunarlaust i veg fyrir bifreið. Og þar með er barnið sett á bekk með fullorðn- um. Hvað liggur á bak við slika hegðun barnsins? Barnið er i örum þroska, það hefur ekki náð þeirri þjálfun sem þarf, til þess aö geta séð um sig sjálft. Bamið skynjar ekki umhverfi sitt sem eina heild, heldur bein- is^ athygli þess að smáatriðum, sem skipta minna máli. Það er ekki fyrr en við 6 ára aldur, sem börn byrja að tengja saman smáatriði i eina heild. Þótt 4-5 ára barn sjái bifreiöastjóra gefa stefnuljósskilur það alls ekki að hann ætli aðbeygja i þá átt, sem ljósið gefur til kynna. Barnið sér ljósið en skilur ekki þýðingu þess. Bolti veltur út á akbraut og 3-4 ára barn hleypur ósjálf- rátt á eftir honum án þess að lita i kringum sig. Andlegt ástand barnsins getur haft mjög afdrifarik áhrif á öryggi þess i umferðinni. Barn, sem er ekki i andlegu jafnvægi t.d. vegna reiði eða ofsakæti, er i hættu statt. Það getur verið svo upptekið af eigin sálar- ástandi, að það tekur ekki eftir neinu I kringum sig. Þetta kem- ur heim við rannsóknir, sem gerðar hafa verið á slysum á bömum. Börnin, sem urðu fyrir slysunum, voru i mjög miklum meiri hluta i æstu skapi rétt áð- ur en slysið varð og gættu ekki nógu vel að umferðinni. Sér- staklega var þetta áberandi meðal eldri barna. „Svo mæla börn, sem fyrir þeim er haft” Svo segir máltækið. Hegðun foreldra og annarra uppalenda ermjög þung á metunum. En þó svo að foreldrar temji sér rétta hegðun I umferðinni, getur það farið framhjá barninu, ef þeir gæta þess ekki að gefa viðhlit- andi skýringar á hegðan sinni. Bam, sem leiðir móður slna yfir akbraut, tekur að öllum likindum ekki eftir snöggri höfuðhreyfingu hennar, er hún litur til beggja hliða, nema hún útskýri hana fyrir þvi. Sama máli gegnir um alla aðra fræðslu. Það verður að útskýra ástæðurnar fyrir öllum reglum og af hverju þær eru settar. Ef vel á að takast með umferðar- uppeldi barna, þarf að kenna þeim frá unga aldri. Ekki til þess að gera barnið að sjálf- stæðum vegfaranda, eða skapa falska öryggiskennd, heldur til að kenna einföldustu atriði, sem siöar er hægl að byggja ofan á og brýna fyrir barninu aukna varkárni. Góð samvinna milli heimila, barnaheimila og skóla i þessum efnum er mjög nauðsynlegt. Með þvi að innræta börnum ykkar tillitssemi og varkárni, getið þið stuðlað að þvi að gera börn ykkar að betri vegfarend- um. Reiknið aldrei með þvi,að börn geti fullkomlega tekið ábyrgð á sjálfum sér i umferð- inni. Abyrgðin á velferð barn- anna er hjá þeim fullorðnu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.