Tíminn - 17.05.1975, Qupperneq 9
;8V8Í ifini .VI
Laugardagur 17. mai 1975.
'ÍÍÍVÍÍNN
ég hefði ekki unnið undir stjórn
Johnsons, væri mér eins innan-
brjósts. Menn verða að vera sjálf-
um sér samkvæmir.
Mansfield hefur verið leiðtogi
meirihlutans tvisvar sinnum
lengur en Johnson, sem gegndi
þvi starfi i sex ár. Ég spurði,
hvort hann hefði aldrei beitt
öldungadeildarmann þvingunum
til að tryggja atkvæði, öll þessi
fjórtán ár. — Ég kann það ekki og
væri ekki rétti maðurinn til sliks.
öldungadeildin myndi gjalda
rauðan belg fyrir gráan, þegar
fram i sækti. Til að 'tryggja
árangur, er bezta leiðin til að
vinna með samþingmönnum min-
um sú, að beita rökréttri hugsun,
fortölum og málamiðlun.
Mansfield leggur á það áherzlu,
að hann og leiðtogi republikana i
öldungadeildinni, Hugh Scott,
geri sér grein fyrir þvi, að þótt
þeir séu leiðtogar, verði þeir að
taka tilli til annarra öldunga-
deildarþingmanna og hafa hemil
á stjórnsemi sinni. Tryggja verð-
ur að öldungadeildin geri aðeins
það, sem er bezt fyrir hana sjálfa
og virðingu hennar. Þetta er mjög
mikilvægt atriði. Vald eins
öldungadeildarþingmanns er svo
mikið, að hann gæti valdið mikl-
um vandræðum. Ef hópur þeirra
tæki sig saman, gæti það valdið
þvi, að öldungadeildin hætti að
fylgjast með timanum.
— Það er mjög gott að vinna
með Scott, segir hann. Við leggj-
um spilin á borðið, en reynum
ekki að leika hvor á annan. Ég vil
ekki nefna nein nöfn, en i valdatið
Johnsons lögðu menn spilin ekki
alltaf hreint á borðið. Þegar
L.B.J. var við völd, stjórnaði
hann öllu sjálfur. Allir valda-
taumar vöru i höndum hans. Ég
lærði af þvi að fylgjast með en
ekki af reynslu.
öldungadeildin gortar oft af
ótakmörkuðum umræðum sinum.
Ég spurði hvort þingmenn
deildarinnar gætu i raun og veru
haft áhrif á úrslit atkvæða-
greiðslu með rökföstum málflutn-
ingi einum saman.
— öll þau ár, sem ég hef verið
hér, svaraði Mansfield, hef ég að-
eins séð þrjá menn breyta úrslit-
um atkvæða. Walter George gerði
það vegna einhvers atriðis i utan-
rikisstefnunni, sem ég man ekki
lengur hvað var. Alan Barkley
gerði það, er ég ákvað að fá
skipaða sameiginlega þingnefnd
beggja deilda til að kanna starf-
semi CIA. Ég hafði tryggt mér
undirskriftir fimmtiu og fjögurra
manna. En þegar Barkley hafði
talað gegn tillögunni, sat ég uppi
með aðeins tuttugu og fjögur at-
kvæði. Þriðji öldungadeildar-
þingmaðurinn var Ed Muskie,
sem kom i gegn frumvarpi með
glæsilegri ræðumesnnsku sinni.
Hann bar af I umræðunni og sneri
andstæðingum sinum til fylgis við
sig.
Mansfield benti á, að Muskie
hefði unnið kappsamlega að lög-
gjöf, sem hans eigið riki, Maine,
hafði engan áhuga á. Erfiðustu
stundir i lífi öldungadeildarþing-
manns eru að hans sögn, þegar
hann ætti, samkvæmt samvizku
sinni, að greiða atkvæði gegn ósk-
um samþingmanna sinna. Slika
stund lifði hann 1968, vegna frum-
varps um eftirlit með sölu skot-
vopna. Mansfield minnist þess, að
hann fékk um 25-30 þúsund bréf
frá Montana gegn frumvarpinu.
Það var mesta bréfaflóð, sem
hann hefur fengið.
— Það var ekki hægt að fá fólk
til að skilja þetta. Málið
var tilfinningalegs eðlis.
Löggjöfin svipti fólkið ekki
neinum réttindum. Hún olli
engum vandræðum, þar sem fólk
er æft i meðferð skotvopna. Lög-
gjöfinni var beint gegn afbrota-
svæðum borganna. Takmarkið
var að koma á nánara eftirliti
með sölu skotvopna, og auðvelda
lögregluyfirvöldum að hafa hend-
ur i hári morðingja.
Reyndi Mansfield að „upp-
fræða” Montanabúa um málið,
áður en hann greiddi atkvæði
sitt?
— Ég hef aldrei reynt að „upp-
fræða” neinn, svaraði hann. Ég
hef ávallt fylgt þeirri reglu að
hlusta á hinn aðilann. Ég hef það
jafnan i huga, að verið gæti að
hann hafi rétt fyrir sér. Það eru
alltaf tvær hliðar á hverju máli,
jafnvel fleiri. Kjósendur minir
sendu mig hingað til að beita
dómgreind minni, sem bezt ég
get. Ég skýri málin og læt þar við
sitja.
Ég hef vist litið gert af þvi að
stjórna um ævina, segir hann með
brosgrettum svip, en án söknuð-
ar. I flotanum var ég venjulegur
sjómaður, óbreyttur hermaður i
hernum og venjulegur hermaður i
landgönguliðssveit flotans. Það
er ekki algengt að menn gegni
herþjónustu i þrem deildum hers-
ins, en þetta var hlutskipti hins
rótlausa New York-búa.
Mansfield fæddist i New York
16.3. 1903. Foreldrar hans voru
Patrik og Josephine (O’Brian)
Mansfield. Þau voru irskir inn-
flytjendur. Móðir hans andaðist,
er hann var sex ára. Faðir hans
var dyravörður á hóteli, og þegar
móðirin andaðist, sendi hann
drenginn með systrum sinum til
Great Falls, Montana. Þar bjó
hann hjá frændum sinum.
Mansfield rifjar þetta upp:
„Árið 1917 var strið, og ég vildi
vera með i þvi. A sjálfboðaliða-
skrifstofu flotans sagðist ég vera
18 ára, en var þó aðeins 14 ára.
Eftir sjö ferðir yfir Atlantshafið
i flutningaferðum var hann leyst-
ur undan þjónustu i flotanum.
Þetta var árið 1919. En hann var
friðlaus og gekk þvi i herinn. Þar
lét hann sér leiðast i eitt ár. Næst
reyndi hann i landgöngudeild flot-
ans. Þar hreppti hann hnossið, —
þjónustu i Austurlöndum fjær. —
Ég elskaði umhverfið, hljóðin,
ilminn og kinversku þjóðina,
sagði hann. Þar með hófust löng
og mikil afskipti hans af Asiu.
Mansfield sneri aftur til
Montana 1922. Hann réð sig i eina
starfið, sem honum stóð til boða,
námamaður i Butt-koparnámun-
um. Unnið var 2800 fet fyrir neðan
yfirborð jarðar. En hann þráði
dagsljósið, og innan tveggja ára
hafði hann tvennt annað i takinu
til viðbótar. Hann lauk mennta-
skólanámiog las undir B.A. próf i
háskóla námamanna. Einnig
hafði hann tima og krafta til að
leika i knattspyrnuliði háskólans
— mjósleginn, 24 ára og sex fet á
hæð.
Ákafi Mansfield i æðri menntun
átti rót sina að rekja til eins
kennara hans úr menntaskóla.
Það var Maureen Hays.sem kom
úr háskóla heilagrar Mariu i
Notre Dame. Þau giftu sig 1931.
Bæði eru rómversk-kaþólks. Þau
eiga eina dóttur barna. Heitir hún
Anne og býr nú i Englandi með
manni sinum, sem er hag-
fræðiprófessor við Oxford-há-
skóla.
Arið 1934 lauk Mansfield
meistaraprófi i stjórnmálavisind-
um og hætti að vinna i námunum.
Næstu tiu árin kenndi hann sögu
S-Ameriku og Austurlandasögu
við rikisháskóla Montana. Arið
1942 var hann kjörinn á þing.
Hann var endurkjörinn fjórum
sinnum, og árið 1952 bauð hann
sig fram til öldungadeildarinnar
og hefur átt þar sæti slðan. Mans-
field hélt áfram að sérhæfa sig i
utanrikismálum, einkum málefn-
um Austurlanda fjær.
Mansfield sagði mér frá þvi, er
Roosevelt forseti kvaddi hann á
sinn fund i Hvita húsinu. Mans-
field var þá nýbakður þingmaður,
árið 1944. Hann virtist enn
Sagan segir frá þvl, að drengir hafi oröið ástfangnir af kennurum sinum, en I fæstum tilfelium hafa þeir
þó endað með þvl að giftast þeim. Það gerði Mike Mansfield. Maureen Hayes Mansfield var kennari
Mikes, þegar hann var að ná sér I gagnfræöaskólaprófið sitt. Hér eru þau hjónin saman á mynd.
undrandi er hann lýsti þessu: Ég
var i skyndi leiddur til fundar við
forsetanna á skrifstofu hans. An
nokkurra málalenginga sagði
hann: „Ég kallaði þig hingað til
að biðja þig að fara i trúnaðarferð
fyrir mig til Kina. Ég hef fengið
hagskýrslur og hernaðar-
skýrslur, en mig vantar heildar-
myndina. Ég held að þú sért rétti
maðurinn til þessarar farar. Ég
hef fylgzt með störfum þinum á
þinginu.”
Mansfield flaug til meginlands
Kina með leynileg fyrirmæli frá
F. D. Roosevelt. Þar fór hann til
fundar við ameriska og kinverka
hershöfðingja ásamt fleiri. 1
skýrslu Mansfield, ásamt fleiri
gögnum, kom fram sú skoðun, að
þrátt fyrir alla sina galla væri
Chiang Kai-shek æðsti hers-
höfðingi eini maðurinn, sem gæti
á ný sameinað hið striðshrjáða
land, þvi „hann er Kina
Mansfield minnist Roosevelts á
árunum 1944-1945.-Hann var
sjúkur maður. Sennilega var
álagið hræðilegt, enda sást það á
honum.
Ég spurði hann álits á forsetun-
um fimm, sem hann hefur unnið
með. Hann kallaði Harry
Truman „góðan, alþýðlegan
mann, sem tæki nafn fæðingar-
bæjar sins sér til fyrirmyndar ”
Truman er fæddur i bænum
Independence Missouri.
Áður en striðinu við Japani
lauk, kallaði hann mig til fundar i
Hvita húsinu með Elbert Thomas,
öldungadeildarþingmanni frá
Utah, sem einnig var fyrrum
prófessor. Hann spurði okkur,
hvort leyfa ætti Hirohito Japans-
keisara að snúa aftur til Japans.
Við kváðum já við þvi og töldum
það vera mikilvægt atriði.
Mansfield ræddi næst um
Eisenhower: — Mér féll vel viö
hann. Mér fannst hann þó geta
gert meira en hann gerði, þvi
þjóðin leit til hans sem föður. En
þegar ég lit aftur til þessara ára,
finnst mér hann hafa staðið sig
mjög vel.
Mansfield var fulltrúi demó-
krata úr öldungadeildinni á Man-
illa-ráðstefnunni árið 1954. Þá var
stofnað S-Asiu-bandalagið.
Meðan á ráðstefnunni stóð gerðist
það i veizlu einni, að þáverandi
utanrikisráðherra, John Foster
Dulles, dró Mansfield út i horn og
trúði honum fyrir þvi, að Arthur
W. Radford aðmiráll, formaður
herráðsins, hefði mælt með að
Bandarikin gerðu loftárás á
meginland Kina, sem svari við
hótunum kinverskra
kommúnista, til að „frelsa”
Taiwan úr greipum kinverskra
þjóðernissinna. Er Mansfield var
spurður álits, sagði hann Dulles,
að hann væri gersamlega mót-
fallinn sliku, og að allar slikar
aðgerðir, sem leitt gætu til striðs
við Kina , yrði sjálft þingið að
ákveða. Þegar að þvi kom, að
málið fór fyrir forsetann, frétti
Mansfield, að Ike hefði sagt af-
stöðu hans i þessu máli hárrétta.
Fjórar myndir af Kennedy
hanga á skrifstofu Mansfiels sem
er á hæðinni fyrir ofan þingsalinn.
Auk þess er ein teikning af
Jacqueline Kennedy. — Samband
okkar var mjög náið og hlýtt.
Kennedy krafðist aldrei neins.
Hann sagði manni aðeins það,
sem hann óskaði að gert yrði.
Þegar hinn myrti forseti lá á
viðhafnarbörum i hringsal þing-
hússins, var Mansfield einn
þeirra, sem fluttu um hann eftir-
mæli sem sjónvarpað var. Rödd
hans var ólik þvi sem menn áttu
að venjast, titrandi og þrungin
tilfinningu. Hann ræddi um þau
timamót, er þessi atburður
markaði. Hreinskilni hans
hneykslaði marga hinna háttsettu
gesta, er viðstaddir voru. En
Jackie Kennedy var gagntekin og
likti mælsku hans við ræðusnilld
Periklesar. Þegar ég innti hann
eftir þvi, hvort hann hefði þurft
aðstoð við undirbúning þessarar
frægu eftirmælaræðu, svaraði
Mansfield hljóðlega: — Nei, —
hún kom íyrirhaínarlaust.
Mansfield rifjaði upp forsetatið
Johnsons: „Við vorum vingjarn-
legir hvor i annars garð og skild-
um hvor annan. Hann heimtaði
aldrei neitt og þekkti mig býsna
vel. En hann ræddi oft um mál-
efni, sem snertu Vietnam, að
ráðuneyti sinu og herráðinu
viðstöddu. Þá leitaði hann álits
einstakra manna. Að minnsta
kosti þrisvar var ég sá eini, sem
var á öndverðri skoðun við hina.
Hann lét sig hafa það, en ekki var
hann þó hrifinn af þvi.
Mánuði fyrir fulltrúaþing
demókrata, 1964, kallaði Johnson
mig á sinn fund i Hvita húsinu, og
bað mig að vera varaforsetaefni
sitt. Ég hafnaði þessu. Vitaskuld
hefur hann sennilega spurt fleiri
að þessu sama. En ég hefði ekki
þegið þetta boð, þótt þvi hefði
verið neytt upp á mig á fulltrúa-
fundinum. Það var mitt takmark
að verða þingmaður Montana.
Þegar ég varð öldungadeildar-
þingmaður, var það min æðsta
ósk.
Ég hef alltaf viljað vera minn
eiginn herra, sagði hann til skýr-
ingar. Forseti og varaforseti
eru viðs fjarri því að ráða sér
sjálfir. Aldrei hefur mig langað til
að verða forseti. Ég hef oft furðað
mig á þvi, hvers vegna svo marg-
ir öldungadeildarþingmenn sækj-
ast eftir þvi. En það gleður mig,
að þeir skuli hafa hug á þvi. Það
er meiri ábyrgð en ég kæri mig
um”.
Mansfield hélt áfram að rifja
upp forsetatið Johnsons: 1
marzlok 1968 fór ég til Hvita
hússins dag nokkurn siðdegis. Ég
var ekki fús til þeirrar farar, en
sameiginlegir vinir minir og for-
setans hvöttu mig hvað eftir
annað til að fara til fundar við
forsetann og ræða við hann um
Víetnam. Ég taldi, að það myndi
ekki koma að neinu gagni.
Johnson fór fljótlega að tala um
Vietnam....spurði mig m.a., hvað
mér þætti um að senda 40.000 her-
menn til viðbótar. Svar mitt var
„Nei! Við verðum að losna úr
þessu striði og hefðum áldrei átt
að flækjast i' það.” Ég ræddi við
hann i þrjár og hálfa klukku-
stund. Það finnst mér langur timi
að ræða við nokkurn mann (og
langur timi að ræða við þig,
PauD.Þegar ég kvaddi og gekk tií
dyra, sagði hann: „Ég vildi óska
að flokksleiðtoginn minn styddi
mig,Mike.” En- ég var ekki
leiðtoginn hans. Ég var leiötogi
öldungadeildarinnar. Þá sagði
Framhald á bls. 39.
AAunið kappreiðar Fáks
2. hvífasunnudag kL 14