Tíminn - 17.05.1975, Page 18

Tíminn - 17.05.1975, Page 18
18 TÍMINN Laugardagur 17. mai 1975. AAikilvægur áfangi í hafréttarmálum: Genfarfundurinn tryggði raunveru- lega 200 mílna efnahagslögsögu Viðtal við Þórarin Þórarinsson fulltrúa Framsóknarflokksins á hafréttarráðstefnunni Þótt það geti dregizt i eitt eða tvö ár enn, eða jafnvel lengur, að ný hafréttarlög öðlist gildi, markaði þriðji fundur haf- réttarráðstefnunnar, sem hald- inn var i Genf 17. marz til 9. mal, mikilvægan áfanga I þá átt. Það er næstum óhætt að fullyrða, að efnislega lauk fundurinn I raun og veru af- greiðslu þess þáttar, sem ekki náðist um samkomulag á haf- réttarráðstefnunni 1958 og 1960 og siðan hefur verið mikið deiluefni, en hér er átt við efna- hagsiögsöguna. Eftir fundinn i Genf er það augijóst, að strand- rikin munu fá viöurkenndan rétt til að hafa allt að 200 mflna efnahagslögsögu, þar sem þvi verður komið við, og náist ekki endanlegt formlegt samkomu- lag um þetta mjög fljótlega, munu þau telja sér heimilt að taka hann einhliða, I samræmi við það ótvlræða fylgi, sem hann hefur hlotið á fundum haf- réttarráðstefnunnar, sem skýr- ast kom þó I ljós á nýloknum fundi I Genf. Hér hefur þvi náðst gifurlega mikiisverður árangur. Hann ætti að geta gert íslendingum miklu auðveldar en ella að færa efnahagslögsög- una út I 200 mllur á þessu ári, eins og heitið er I stjórnarsátt- málanum. Það er nú ljóst orðið, að það var rétt ráðiö að færa efnahagslögsöguna ekki út fyr- ir sfðustu áramót, heldur að fresta henni fram yfir Genfar- fundinn, eins og Framsóknar- menn beittu sér fyrir. Það, sem greint er frá hér að framan, er meginniðurstaðan, sem kom fram i viðtali, sem Tim- inn átti nýlega við Þórarin Þórarinsson ritstjóra, en hann sat Genfarfundinn sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Seinvirk vinnubrögð — Það heyrist oft, sagði Þórarinn Þórarinsson enn frem- ur, aö mikill seinagangur sé á hafréttarráðstefnunni. Þetta stafar af þvl, að menn gera sér ekki nægilega ljóst, hve mikii- vægt verkefni hennar er og hve seinvirkar slikar ráðstefnur eru. Menn mega ekki vera of óþreyju- fullir, þegar unnið er að þvl að leysa viðkvæm og vandasöm deilumál á grundvelli friðsam- legrar þróunar. Slik vinnuaðferð er tvlmælalaust æskilegust I al- þjóðlegu samstarfi, en hún þarfn- ast yfirleitt lengri tlma en þegar málin eru leyst með snöggri vald- beitingu þess, sem meira má sin. Ég hefi áður látið i ljós þá skoðun, að ég állti það góðan árangur, þótt ný hafréttarlög tækju ekki gildi fyrr en 1980, og hefi ég þá miðað við, hve viðfangsefnin eru vandasöm, sem fengizt er við, og hve seinvirk vinnubrögðin eru, þegar unnið er aö samningum á alþjóðlegum grundvelli. Nú tel ég nokkrarhorfurá, að ný hafréttar- lög geti tekið gildi fyrr, sérstak- lega ef flýtt væri fyrir því á þann hátt, aö strandrlkin gripu til ein- hliða útfærslu á efnahagslögsög- unni eftir að hún hefur fengiö jafn traust alþjóðlegt fylgi og ljóst er eftir fundinn I Genf. Þá væri það verkefni ráðstefnunnar raun- verulega leyst, og hún gæti snúið sér betur að öðrum verkefnum. Stórfelld verkefni Rétt er að minna á, að þegar hafréttarráðstefnunni 1960 lauk, voru meira en 10 ár liðin síðan hafinn var á vegum Sameinuðu þjóöanna undirbúningur nýrra hafréttarlaga. Þá voru rikin, sem tóku þátt I ráðstefnunni, næstum helmingi færri en nú og gerði það málsmeðferðina að sjálfsögðu óflóknari og auðveldari. Þrátt fyrir þetta tókst ekki á ráðstefn- unum 1958 og 1960 að leysa tvö viðkvæmustu deiluefnin, víðáttu landhelginnar og efnahagsrétt- indi strandrlkisins utan hennar. Núverandi ráðstefna fékk til meðferðar þessi tvö óleystu deilu- mál, en þeim til viðbótar hafði aukin tækni bætt við tveimur sízt minni vandamálum. Annað var það, að nú er hægt að vinna úr hafsbotni oliu og málma á miklu meira, — eða réttara sagt marg- falt meira — hafdýpi en menn al- mennt óraði fyrir þá. Þetta hefur ýtt undir stóraukið kapphlaup um þessi auðæfi. Hitter það, að aukin tækni hefur stóraukið mengunar- hættuna. Það er nú orðið stórfellt alþjóðlegt vandamál, hvernig á að verjast henni, og rekast þar t.d. harkalega á hagsmunir siglingaþjóða og annarra strand- þjóða. Þótt ekkisé litið á annaö en það, sem hér er greint, nægir það til að sýna, hve flókin og vanda- söm verkefni hafréttarráðstefn- unnar eru. I framhaldi af þessu, skal minnt á, að hafsbotnsnefndin tók ekki til starfa fyrr en á árinu 1968, og fjallaði hún þá eingöngu um vinnslu auðæfa utan lögsögu strandrikja. Það var svo fyrst i ársbyrjun 1971, sem hún hóf einn- ig að fjalla um landhelgina, efna- hagslögsöguna og mengunarmál- in. Þessi mál hafa þvi verið til mun skemmri meðferðar nú en I sambandi við ráðstefnurnar 1958 og 1960. Sé þetta haft i huga, er minni ástæða en ella til að tala um óeðlilegan seinagang nú. Haf- réttarráðstefnan lýtur því lög- máli, að friðsamleg þróun er oft- ast hægfara, en þaðgildir einnig um hana, að sigandi lukka er bezt. Uppkastið Það má teja meginárangur fundarins I Genf, að lagt var fram i lok hans af hálfu formanna hinna þriggja nefnda, sem fjalla um einstök verkefni hennar, upp- kast að nýjum hafréttarlögum. Þetta uppkast er að visu ekki neitt bindandi og lögð er áherzla á, að hér sé aðallega um að ræða eins konar plögg til að byggja á samkomulagsviðræður. Það er hins vegar opinbert leyndarmál, að nefndarformennirnir hafa reynt að byggja uppkast sitt á þeim sjónarmiðum, sem hafa haft almennast fylgi á ráðstefn- unni og komið hefur fram i um- ræðum þar. Þess vegna er litið svo á, aö þetta uppkast sé mjög mikilvæg vlsbending um það, hvert þróunin stefnir og hver endanleg niöurstaða muni verða. Efnahagslögsagan viðurkennd Frá sjónarhóli Islendinga hlýt- ur þetta uppkast að teljast mjög þýðingarmikið. Samkvæmt þvi hefur strandrikið ótvlræðan rétt til aö tileinka sér 200 milna efna- hagslögsögu, þar sem það hefur fullan yfirráðarétt yfir nýtingu auðlinda jafnt I botninum sjálfum og yfir honum. Varðandi fiskveið- ar er það tekið fram, að strand- rlkiö hafi rétt til að ákveða há- mark þess afla, sem megi veiða innan efnahagslögsögunnar, og jafnframt hafi það rétt til að ákveða hvað það geti hagnýtt mikið sjálft. Ef það telur sig ekki geta hagnýtt aflamagnið til fulls,ber því að leyfa öðrum rikj- um að hagnýta afganginn sam- kvæmt sérstöku samkomulagi. Þetta er byggt á þvl sjónarmiði, sem á sterkt fylgi á ráðstefnunni, að það sé jafnrangt að vannýta fiskimiðin og að ofnýta þau, þvi að sveltandi mannkyn þurfi á öll- um þeim fiski að halda, sem hægt sé að veiða án ofnýtingar. Um fiskinn gildir llka annað lögmál en málma eða olíu en önnur svo- kölluö dauð auðæfi. Þau er ekki hægt að endurnýja eða rækta, en öðru máli gegni um fiskinn eða önnur lifandi auðæfi. Fyrir íslendinga er vel hægt að sætta sig við þetta sjónarmið, þar sem þeir stefna að því að fullnýta fiskimiðin við Island, en ofnýta þau ekki. Evensen-nefndin og 77-rikin Aöur en formennirnir birtu uppkastið, hafði svokölluð Even- sen-nefnd, sem er undir forustu Norðmannsins Jens Evensens, gengið frá uppkasti að frum- varpsgreinum um efnahagslög- söguna, og komu þar fram öll framangreind sjónarmið. I þess- ari nefnd, sem ekki er I formleg- um tengslum við ráðstefnuna, eiga nú sæti formenn 40-50 sendi- nefnda, og er Hans G. Andersen einn þeirra. Hann hefur átt góðan þátt I að móta uppkast Evensen- nefndarinnar á þann veg, að það samrýmdist hagsmunum ís- lendinga. Þótt uppkast Evensen- nefndarinnar væri ekki bindandi fyrir neinn, hefur það tvímæla- laust haft veruleg áhrif, m.a. á áðurnefnt uppkast nefndarfor- mannanna. Þetta gildir þó ekki slöur um uppkast, sem 77-ríkin geröu að efnahagslögsögu og byggðu að verulegu leyti á tillög- um Evensen-nefndarinnar. Hér er um að ræða samtök rlkja I Afrlku, Suður-Ameriku og Aslu, en þau eru nú orðin rúmlega-100, sem taka þátt í þessum samtök- um, þótt upprunalegu tölunni sé haldið. I uppkasti þeirra fólust öll framangreind sjónarmið. Allt þetta þrennt, úppkast nefndarfor- mannanna, uppkast Evensen- nefndarinnar og uppkast 77 rlkj- anna, er ótvíræð staðfesting þess, að 200 mílna efnahagslögsaga nýtur I reynd orðið alþjóðlegs samþykkis. Landluktu rikin Rangt væri að geta þess ekki, að nokkur hætta getur stafað af samtökum, sem landlukt riki og svo kölluð afskipt riki, þ.e. strandrlki, sem fá litla eða enga efnahagslögsögu, hafa myndað. Þessi samtök krefjast m.a., sér- réttinda innan efnahagslögsögu nágrannarlkja. Um 50 riki taka þátt I þessum samtökum og gætu þau haft stöðvunarvald á ráð- stefnunni, ef þau stæðu saman, þar sem tvo þriðju atkvæða þarf til lögmæts samþykkis. Veruleg- ar horfur eru hins vegar á, að þessi samtök geti riölazt, þegar á hólminn kemur, eða á þann hátt, að þessi réttindi landluktra og af- skiptra rlkja verði eingöngu bundin við þróunarlönd, eins og gert er ráð fyrir I tillögum nefndarformannanna og 77-rikj- anna. íslandi myndi þá ekki stafa nein hætta af þessu ákvæði, þar sem þau eiga ekki nein vanþróuð rlki að nábúa. Tvær ráðstefnur enn Þótt sá árangur hafi náðst, að fyrir ráðstefnunni liggi nú eitt uppkast I stað margra áður, er enn mikið verk óunnið. Sam- kvæmt starfsreglum ráðstefn- unnar á að reyna til þrautar að ná samkomulagi um öll deiluatriði. Hver sérstök grein uppkastsins, sem eru hátt á annað hundrað, verða teknar til meðferðar og má vænta margra breytingatillagna við þær. Þá eru væntanlegar til- lögur, sem enn hafa ekki verið lagöar fram formlega, um sér- stakan gerðardóm og geta orðið miklar deilur um þær. Á fundin- um var samþykkt að leggja það til við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna I haust, að það kalli saman næsta fund ráðstefnunnar 29. marz 1976 og standi hann I átta vikur. Jafnframt var lagt til við allsherjarþingið, að það veiti heimild til, að annar fundur verði haldinn sumarið 1976, þar sem flestir voru sammála um, að meira en einn fund þurfi til að ljúka ráðstefnunni, áður en hægt væri að halda lokafundinn I Caracas, þar sem endanleg undirritun á að fara fram. Fullséð er þvl, að ráðstefnan mun enn dragast nokkuð á langinn, og ýtir það að sjálfsögðu undir það, að íslendingar fresti ekki útfærsl- unni I 200 milur. útfærsla íslendinga Verulegt umtal var um það á' ráðstefnunni, að mörg riki myndu grlpa tækifærið til að færa efna- hagslögsöguna eða fiskveiðilög- söguna út mjög fljótlega og blða ekki eftir næsta fundi ráðstefn- unnar. Vist er, að rlki eins og Kanada, Noregur og Bretland hafa þegar tekið ákvörðun um út- færslu I 200 milur, en hafa enn ekki ákveðið hvað lengi þau blða. Almennt er þvl spáð, að Banda- rlkjaþing muni á þessu ári sam- þykkja útfærslu á fiskveiðilög- sögunni I 200 milur. En hvað, sem þessu líður, geta Islendingar ekki beðið. I sambandi við fyrirhugaða út- færslu á fslenzku fiskveiðilögsög- unni, þykir mér rétt að ljúka þessu spjalli með því að rif ja upp niðurlagskafla á erindi, sem ég flutti um þessi mál á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins 18. april sl. Hann hljóðaði á þessa leið: „Vafalltið verður reynt að halda þvl fram, að tslendingum sé það ekki neitt brennandi hags- munamál að færa fiskveiðilög- söguna út I 200 mflur einu árinu fyrr eða seinna. Það verður bent á, að íslendingar veiði sjálfir litið á svæðinu milli 50-200 mílna, veið- ar útlendinga séu ekki miklar heldur á þvi svæði og fiskstofnar þar séu ekki álitnir ofveiddir, nema ef vera skyldi grálúðan. Út af fyrir sig er það rétt, að útfærsl- an I 200 milur hefur ekki eins mikla efnahagslega þýðingu fyrir Island, a.m.k. ekki I upphafi og útfærslumar i 4 milur, 12 mllur og 50 mílur á sínum tima. Stærsta sporið var stigið, þegar fiskveiði- lögsagan var færð út I 50 mllur. Glöggt dæmi um það eru þær upp- lýsingar Hafrannsóknarstofn- unarinnar, að um 97% alls þorsk- afla, sem veiddur er á Islands- miöum, eru veidd innan 50 mflna markanna, 98-99% ýsuaflans, 82- 86% ufsaaflans og um 50% karfa- aflans. Þessar tölur sýna bezt hvlltkt risaskref var stigið I fisk- veiðimálum Islendinga, þegar fært var út I 50 mflur. Þá var I raun og veru tekið það, sem mestu skipti. En útfærslan I 200 m. hefur verulega þýðingu samt. Með þeirri útfærslu tryggjum við, að við getum betur tryggt hóflega friðun ufsans og karfans, og jafn- framt tryggt okkur nýtingu fisk- tegunda, sem enn hafa verið lltið veiddar, eins og blálöngu, lang- hala, gulllax. Þá getur það veitt okkur í framtlðinni betri aðstöðu I sambandi við loðnuveiðar og slld- veiðar. Siðast en ekki sízt kemur það svo i veg fyrir, að útlendingar beini skipum sinum á þessar slóð- ir, þegar önnur fiskimið lokast þeim. Einmitt þess vegna þurfum við að veröa á undan öðrum i þessum efnum. Mér finnst ekki úr vegi að minnast á það nokkrum orðum, hvernig við eigum að vinna að framkvæmd útfærslunnar I 200 mllur. Mér finnst t.d. ekki koma til mála að draga miðlínu milli Is- lands og Jan Mayen, meðan ekki er séð hvaða afstöðu hafréttar- ráðstefnan tekur til eyja eins og Jan Mayen. Mér finnst rétt, að þær þjóðir, sem hafa veitt á svæð- inu milli 50-200 milna-, fái nokkurn umþóttunartima og að um Framhald á bls. 29.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.