Tíminn - 17.05.1975, Side 21
20
TÍMINN
Laugardagur 17. maí 1975.
Laugardagur 17. mai 1975.
TtMINN
21
BH-Reykjavík— Á borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudag var samþykkt skipulag fyrra á-
fanga nýs miðbæjar/ sem rísa mun í
Kringlumýrinni. i þessum nýja miðbæ
verða ýmsar þýðingarmiklar þjónustu-
stofnanir/ svo sem borgarleikhús og borg-
arbókasafn/ auk verzlana/ hótelbygginga
og íbúöabygginga. Að samþykkt þessa
skipulags stóðu borgarfulltrúar Framsókn-
arflokksins/ Sjálfstæðisfiokksins og Al-
þýöuflokksins, en gegn samþykkt skipu-
lagsins greiddu fulltrúar Alþýðubandalags-
ins atkvæði.
í bókun, sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins
létu gera, segir svo:
,,A sinum tima stóöu borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins ekki að samþykkt um innra gatnakerfiö i
Nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut, þar sem ekk-
ert lá fyrir um, hvernig tengingum við ytra gatnakerf-
ið yrði fyrir komið.
Einnig töldum við, að ákvörðun um staðsetningu
húss verzlunarinnar væri varasöm, vegna nálægðar
þess viö gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar og fyrirhuguð umferðarmannvirki þar.
Við höfum itrekað gagnrýnt, hvernig unnið hefur
verið að skipulagi nýja miðbæjarsvæðisins og fluttum
m.a. tillögu um, að opinber samkeppni yrði höfð um
heildarskipulagningu svæðisins.
Skipulag Nýja miðbæjarins er hins vegar það langt
á veg komin og búið að verja það miklu fjármagni til
þess verkefnis, að ekki er raunhæft að okkar dómi að
gera ráð fyrir, að nú verði snúið við og byrjað að nýju.
Við teljum brýnt, að unnið verði af fullum krafti við
að gera þetta svæði byggingarhæft og munum taka af
stöðu til einstakra þátta við áframhaldandi skipulag
eftir því sem efni standa til hverju sinni án þess að það
feli i sér viðurkenningu á skipulaginu i heild eða þeini
vinnuaðferðum sem viðhöfð eru.
I sambandi við tengingu undir Miklubraut bendum
við á, hvort ekki sé hagkvæmara að færa hana vestar,
nær Kringlumýrarbraut.”
ólafur B. Thors, formaður skipulagsnefndar borgar-
innar fylgdi skipulaginu úr hlaði með ítarlegu máli,
þar sem hann undirstrikaði þörf hins nýja miðbæjar,
sem væri óskabarn borgarinnar, og vissulega hefði
dregizt úr hömlu að skipuleggja hann. Það væri þó
engan veginn um seinan, og með tilliti til hlutverks
sliks miðbæjar væri hann áreiðanlega vel settur i
Kringlumýrinni. Það hefði að minnsta kosti ekki verið
sannað, að hann væri betur settur annars staðar.
Endurmat á skipulagningunni nú myndi tefja þróun,
sem væri nauðsynleg og óhjákvæmiieg vegna upp-
byggingarinnar.
Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, kvaðst ekki ánægður með skipulagið i
núverandi mynd. Þvi miður væri gengið of langt i sum-
um efnum, en of skammt i öðrum, og veigamiklir hlut-
ir væru óleystir. Hins vegar teldi hann og þeir borgar-
fulltrúar Framsóknarflokksins, að höfuðáherzluna
verði að leggja á það, að að þessu verði unnið áfram af
fuilum krafti og láta ekki deigan siga. Það sé nauðsyn-
legt, að byggingaframkvæmdir geti hafizf sem fyrst,
þannig að af tveim slæmum kostum verði að taka þann
skárri og hafa þau áhrif á framvindu málsins, að nýi
miðbærinn i Kringlumýrinni geti risið fljótiega. Ann-
ars myndi stefna i óefni.
Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins tóku allir til
máls á fundinum og voru á einu máli um, að mesta ó-
ráð væri að hafna endurmati á skipulagningu, og af-
greiðslu þess hefði verið hraðaö óeðlilega mikið i gegn-
um skipulagsnefnd.
Meðfylgjandi myndir eru af skipulagsuppdráttum
hins nýja miðbæjar i Kringlumýrinni, sem hlotið hefur
á teikningunum nafnið Kringlubær, og mun það verða
framtiðarheiti þessa hverfis.
skrifstofuhús
Kringlubær, séður að norðan
borgarleikhús
C-gata
ibúðarhús
borgarbókasafn
D-gata
verzlunarbrú
Kringlubær, séöur aðsunnan
hótel
verzlanalengja
1 göngugata
bílageymsla
torg I vöruhús
skrifstofur
Miklabraut stígur
verzlanir, fundasalir bilageymsla A-gata verzlunarbru
■^Tl
SKOLlf IPBENÍI
Kringlubær, séður að vestan