Tíminn - 17.05.1975, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Laugardagur 17. mai 1975.
STUÐMENN og ðe Lónli blú bojs eru þær
tvær hljómsveitir islenzkar, sem haft hafa um
sig hjúp leyndarinnar, og hafa meðlimir þeirra
aldrei opinberað sig alþýðu manna. Regin-
munur er þó á þessum tveimur hljómsveitum,
að þvi leyti til, að flestir fara nærri um hverjir
séu i ðe Lónli blú bojs, — en obbinn af islenzkri
alþýðu hefur ekki minnstu hugmynd um hverj-
ir meðlimir Stuðmanna eru, enda hafa þeir
félagar ekkert haft sig i frammi utan plötu-
gerðar, og hingað til hafa leiðir blaðamanna að
þeim verið þyrnum stráðar.
Nú hefur sú gata verið rudd, og varð blaða-
maður Nú-timans fyrstur til að ræða við með-
limi Stuðmanna. Sá atburður gerðist fyrir
skömmu. Að sjálfsögðu hvildi mikil leynd yfir
þessum fundi, og m.a. varð Nú-timamaðurinn
að vera þess alveg fullviss, að engir veittu hon-
um eftirför, er hann ók að ónefndu húsi hér i
bæ, sem hafði að geyma Stuðmenn.
___________________________________________J
NÝ 13 LAGA SKRUGGUGÓÐ PLATA
FRÁ STUÐMÖNNUM VÆNTANLEG
Þaö dylst engum, aö Stuömenn er stuöhljómsveit I þess orös fyllstu merkingu, og ber þessi mynd þess
glögg merki.
Eins og aö likum lætur voru
blaðaljósmyndarar bannvara i
þessu húsi, meöan Stuömenn áttu
viöræöur viö Nú-timamann, en
Stuömenn áttu hins vegar i fórum
sinum nokkrar myndir, sem birt-
ast hér meö viötalinu.
Blaðamaður Nú-timans segir
nú frá dvöl sinni i húsi meö Stuð-
mönnum:
Þrír á taugahæli í Týról
Húsráðandi tók á móti mér og
vlsaði mér til stofu. Þar voru fyr-
ir tv.eir ungir menn, sem muldr-
uðu nöfn sin ofan i bringu sér að
islenzkum sið, er ég heilsaði
þeim. Eftir að húsráðandi hafði
visað mér til sætis, gaut ég
laumulega augum á þessa tvo
menn og spuröi siðan, eftir að
hafa barið þá augum um hrið:
— Eruð þið Stuðmenn?
— Já, svöruðu þeir.
POPPOPERETTAN SUMAR A SYRLANDI:
Stína stuð, Baddi á bjúkkanum
og vísltöluklíkan f draumi
bíðskýlismannsins
— Eruð þið bara tveir?
— Nei, segir annar þeirra, —
Nokkrir aödáenda Stuömanna sjást hér saman komnir fyrir utan
stúdfóiö, langeygir eftir aö sjá átrúnaöargoöin storma örmagna úr
upptökusalnum. Aödáendurnir eru kiæddir I aðdáendabúning Stuö-
manna, en lögreglukonan fremst á myndinni róar aödáendurna meö
þvl aö brosa sinu bezta brosi. Eins og greinilega sést á myndinni,
leynir eftirvæntingin sér ekki.
við erum raunar fimm I hljóm-
sveitinni. Hins vegar erum við
allir mjög örmagna eftir langa
útiveru og plötuupptöku, — og
þrír okkar komust hreinlega ekki
heim á Frón. Þess I stað voru þeir
sendir á taugahæli I Týról.
Stuðmenn hafa semsé verið að
taka upp LP-plötu úti i Bretlandi
að undanförnu. Platan nefnist
Sumar á Sýrlandi og hefur að
geyma 13 skruggugóð lög. Á plöt-
unni er haldið samfelldum sögu-
þræði, og að sögn Stuðmanna má
lita á hana sem poppóperettu.
Við báðum þá að lýsa sögu
þeirri, er platan hefur að geyma.
Maður sem gleymir sér
smástund
— Sagan segir frá ferð, sem þó
var aldrei farin i raunveruleikan-
um. Hún gerist i hugskoti manns,
sem ætlar að fara á fylleri. Sagan
gerist I strætisvagnabiðskýli,
meðan maðurinn biður eftir
strætisvagninum. Sagan segir frá
þeirri hugsun, sem þýtur i gegn-
um huga hans: Svona gæti kvöld-
ið hugsanlega orðið.
— Á þennan hátt, segir hinn
Stuðmaðurinn, höfum við að okk-
ar dómi sett plötuna I skemmti-
lega umgerð, þótt söguþráðurinn
sé i okkar meöferð eins laus og
hugsazt getur.
— Raunar má segja, að sagan
fjalli um mann, sem gleymir sér
smástund, bætir hinn við, sem
einföldustu skýringu á efni sög-
unnar.
Héldu hljómsveitarmeð-
limi vera rétt undir fimm-
tugu
Nú-timamanni var nú orðið mál
að spyrja þá um öllu veigameira
atriði, — semsé hvers vegna þeir
hefðu valið þann kost að leynast.
— í raunveruleikanum hefði
aldrei verið hægt að reka hljóm-
sveitina, það er meginástæðan
fyrir þvi að Stuðmenn eru leyni-
hljómsveit.
— „Honey, will you marry me”
var fyrsta plata ykkar, og sú tón-
list á ekkert skylt við það, sem þið
eruð að gera núna með Sumari á
Sýrlandi. (Nú-timamaður hafði
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
hlýða á plötuna).
— „Honey, will you marry me”
var eingöngu grin af okkar hálfu.
Hins vegar voru margir sem tóku
plötuna alvarlega og gerðu sér
þar af leiöandi ákveðnar hug-
myndir um meðlimi Stuðmanna,
þ.e.a.s. voru þess fullvissir að
hljómsveitarmeðlimir væru
svona rétt undir fimmtugu. —
Stuðmenn væru trió, sem léki i
Þjóðleikhúskjallaranum.
— Við vildum hreinlega ekki
láta bendla okkur við þessa tón-
list, vegna þess að við vorum
sjálfir að vinna að allt öðruvisi
tónlist á sama tima. Mér finnst
auk þess ágætt, að ekki viti fleiri
deili á hljómsveitarmeðlimum en
nauðsynlegt er.
— Hvenær mun sú stund upp
renna, að Stuðmenn komi undan
leyndarhjúp sinum?
— Þegar sú stóra er búin að slá I
gegn og sanna ágæti sitt! Og þó,
— sennilega munum við aldrei
BLAÐAMAÐUR NÚ-TÍMANS FYRSTUR
BLAÐAMANNA TIL AÐ RÆÐA VIÐ STUÐMENN
Nú-timinn fór þess á leit það færi ekki á milli við þeirri bón, og fara
við Stuðmenn, að þeir mála, hvaða fóður plat- skýringar þeirra hér á
greindu litillega frá an hefði að geyma. Stuð- eftir.
hverju lagi, þannig að menn urðu að sjálfsögðu
1. STÍNA STUÐ
Lagið var samið á þeim tíma, er
nýja leiðakerfið var að halda inn-
reið sína, en þá fóru tónskáld
einnig aö sjá lífið og tilveruna I
öðru ljdsi. Lagið fjallar um þann
merkisatburð, er vinur Stínu
reynir I fyrsta sinn nýja
leiðakerfið, og er hann þá á leiö I
partý hjá vísitöluklikunni.
2. BADDI Á
BJÚKKANUM
„Ég vona bara að hún komi hon-
um I lag”, segir í textanum. Þetta
er söngur bllaskvísunnar og felur
I sér vonir hennar og drauma um
lífiö og tilveruna. Þess er vænzt,
að hlustendur finni til samstöðu
með stúlkunni.
3. TÆTUM OG
TRILLUM
Velferðarkapphlaupið I hnot-
skurn. Fjallar um visitöluklik-
una, sem aftur er komin á kreik i
velferðarkapphlaupinu.
4. „SHE BROKE
MY HEART”
Afspyrnu vangalag
5. DANSLEIKUR
Raunsönn lýsing á menningar-
neyzlu Frónara um helgar.
7. LYFJAGRAS
Lagiö var samið eftir að Stuð-
menn kynntust gamalli konu að
norðan sem bjó til hóstameðal.
Hún hét Grasa-Magga. Lagið er
samiö til heiðurs henni, en hún
bjó til hóstamixtúru fyrir Stuð-
menn.
8. FLJÚGÐU
Hvatning til hins Islenzkra geir-
fugls að hefja sig loksins til flugs,
— en I lok lagsins heyrist, þegar
Geirfuglinn hefur sig tignarlega
til flugs. Ekkert mannlegt er
Stuðmönnum óviðkomandi, og
þvl væri öllum hollt að athuga
sinn gang, sérstaklega með tilliti
til lifs á öðrum stjörnum.
9. SÖNGUR
DÝRANNA
Eins og fram hefur komið áður,
dvöldu þrir Stúðmanna á tauga-
hæli I Týrol eftir gerð plötunnar,
— og var þetta lag samið þar.
10. GEFÐU
OKKUR GRIÐ
Bænakall hins islenzka launþega.
11. ANDAGLASH)
Yfirskilvitlegt lag. Textinn kom
fram við ósjálfráða skrift. Lagið
er samið af einum Stuðmanna,
sem er „hinum megin”. Einn
Stuðmanna er nefnilega látinn
(sbr. Bitlarnir), og lék sá I gegn-
um einn Stuðmanna, sem er I
raun ekki meðlimur I hljómsveit-
inni, en er tengiliður.
12. SUMAR
ÁSÝRLANDI
er ey, hvar sjáöldur brotna við
strönd.
13. DAGUR
Dagur er slðasta lag fyrir fréttir.