Tíminn - 06.07.1975, Page 4

Tíminn - 06.07.1975, Page 4
4 l f/rffi V nVlIMN Sunnudagur 6. júli 1975. Fyrirmyndarfangelsi I Bandarikjunum eins og viða annars staðar er það bitur reynsla yfirvalda, að helmingur þeirra manna og kvenna, sem dæmd eru til fangelsisvistar, lenda fljótlega i fangelsi aftur, skömmu eftir, að þau eru látin laus. Fyrir þrem árum ákváðu yf- irvöld i Massachusetts að gera tilraun til að breyta þessu vand- ræðaástandi, þvi að auk þess að vera kostnaðarsamt, er ómann- úðlegt að halda fólki meira og minna innan fangelsisveggja, meðan það lifir hér á jörð, og eitthvað hlyti að vera bogið við þær refsingar, sem hvorki bæta þann, sem hegnt er eða þjóðfé- lagið. Tilraun var gerð i hálf- tómu kvennafangelsi i Farm- ingham. Dæmdir karlmenn voru settir inn i fangelsið til af- brotakvennanna og var engin tilraun gerð til að stia kynjunum i sundur. Varð þetta fyrsta fangelsið i Bandarikjunum, sem bæði karlar og konur voru i. Til- raunin gafst svo vel, að nú eru fjögur slik fangelsi, þar, og fleiri verða opnuð á næstunni. En það er ekki eingöngu sam- neyti kynjanna innan fangelsis- múranna sem tekin eru upp i þessum nýju fangelsum. Þau eru algjör nýjung að þvi leyti, að fangarnir lifa eins og frjálsir menn, að undanskildum þeim takmörkunum, sem yztu múrar fangelsanna leyfa. Þeir eru frjálsari ferða sinna innan múr- anna og hafa lykla að eigin klef- um og engin gægjugöt eru á hurðunum og fangaverðir ónáða þá ekki. Þeim er einnig leyft að fara i leyfi út fyrir fangelsin á vissum timum. Allir klæðast sinum venjulegu fötum, fangabúningar eru ekki til. Sömuleiðis ganga verðirnir ekki i einkennisbúningum og eru óvopnaðir. Þeir þekkjast ekki frá föngunum að öðru en þvi, að fangaverðir ganga með labb-rabb tæki. Mörgum Bandarikjamanni er þetta frjálsræði i fangelsunum þyrnir i augum og halda þvi fram, að það sé litil refsing fyrir afbrotamenn 'að vera dæmd ir inn á lúxushótel. Benda þeir DENNI DÆMALAUSI ,,Hæ Wilson. Ætlið þið, þú og garðurinn þinn, aftur að reyna að fá eitthvað til að springa út i ár.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.