Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 14
14
TÍMÍNN
Sunnudagur 6. júli 1975.
George Ellis framdi sjálfsmorb, af þvi aö hann gat ekki fengið að upp-
fylla siöustu ósk eiginkonu sinnar.
Fagran sunnudagsmorgun i júli
1974 gengu ungur maður og stúlka
út i kirkjugarðinn i Bucking-
hamshire. Enginn sá þau, þar
sem þau stóðu við gröf i garðin-
um, en á grafseininum stóð: Ruth
Hornby, 1926-1955.
Unga stúlkan var lagleg, blá-
eygð og ljóshærð, en þennan
morgun var hún svartklædd og
hélt á kransi i hendinni. A borðan-
um stóð: Til minningar um móð-
ur mlna. Ekkert nafn stóð undir
þessari áletrun, en þeir, sem
fram hjá gröfinni fóru gátu ekki
verið i nokkrum vafa um það, að
kransinn var frá syninum Andrea
og dótturinni Georginu.
Georgina lagði kransinn á gröf
móðurinnar, og siðan kraup hún
niður við hlið bróður sins og baðst
fyrir. Svo gengu þau hröðum
skrefum Ut á götuna aftur, litu
snöggt til beggja hliða, eins og
þau væru hrædd um að einhver
hefði séð þau. En það sást hvergi
nokkur hræða, og svo skildu leiðir
þeirra. Þau höfðu aflokið sinni ár-
legu heimsókn til grafar móður
sinnar.
Sunnudag i júlí 1975,munu syst-
kinin tvö koma aftur að gröf kon-
unnar, sem var sU siðasta, sem
hengd var i Englandi. Það var hin
óhamingjusama Ruth Ellis, sem
sagt er um, aðhUn hafióskað þess
heitt að mega deyja, eftir að hUn
hafði drepið elskhuga sinn. Já,
hUn gerði sjálf allt, sem I hennar
valdi stóð til þess að Urskurður
dómsins yrði á þann veg, sem
hann varð — að hún yrði hengd.
Síðasta óskin
Þegar Ruth stóð við gálgann, og
böðullinn, Albert Pierrepoint, var
tilbUinn til þess að framkvæma
aftökuna var hUn spurð, hvort
hUn ætti sér ekki einhverja sið-
ustu ósk.
Ruth sagði: — Ég verð að
deyja, og ég er ekki hrædd. Það
eina, sem ég bið um, er að ég
verði ekki að liggja grafin i
fangelsisgarðinum, heldur verði
jaröneskar leifar minar fluttar i
kirkjugarð. Verði ekki þessi sið-
asta ósk min uppfyllt, bið ég þeim
bölbæna, sem reyna að koma i
veg fyrir þessa siðustu ósk mina.
Fangelsisvörðurinn svaraði
hægt: — Mér þykir fyrir þvi, að
ég hef ekki vald til þess að lofa
þessu. Lögin segja til um þetta.
— Ég vil ekki liggja grafin hér,
sagöi Ruth Ellis, — ég vil það
ekki..
Hlemminum var kippt undan
fótum hennar og Ruth Ellis sagði
ekki fleira.
Fangelsislæknirinn kvað upp
þann Urskurð, að hún hefði dáið
samstundis, og að Ruth Ellis
hefði ekki liðið neinar þjáningar.
Þrátt fyrir það gátu þeir, sem
nærstaddir höfðu verið ekki
gleymt siðustu orðum Ruthar: —
Ég vil ekki láta grafa mig hér.
Þeir vissu að sjálfsögðu, að
óskir hennar samræmdust ekki
lagabókstafnum, en þar segir, að
glæpamenn, sem teknir eru af lifi,
skulu grafnir innan fangelsis-
veggjanna, þar sem þeir voru
teknir af lifi. Það var ekki hægt að
gera neina undantekningu hvað
viö kom Ruth.
Börn Ruth Ellis, Georgina og
Andrea, og maður hennar George
Johnstone Ellis, fengu ekki leyfi
til þess að vera viðstödd greftrun-
ina, og einnig var synjað um leyfi
til þess að uppfylla siðustu ósk
hinnar deyjandi konu. Þeim var
sagt, að lögin segðu til um það,
hvar skyldi grafa hana, og eftir
þeim yrði að fara.
Ruth Ellis var grafin á stað inn-
an fangelsismúranna, þar sem
einnig lágu fjórar aðrar konur.
Armenia Fach og Annie Walter,
sem báðar voru hengdar árið 1903
fyrir að myrða smábarn, sem þær
höfðu átt að fara með á gæzlu-
heimili. Sagt hefur verið, að
Edith Thompson, sem hengd var
árið 1923, hafi i raun og veru verið
hengd vegna þess, hversu léttlynd
hUn var, ekki vegna þess að hUn
haföi tekið þátt i að myrða mann
sinn. Þá var þarna einnig grafin
frU Styllou Christofi. HUn hafði
verið hengd árið 1954 fyrir að hafa
drepið tengdadóttur sína.
Þegar rekunum hafði verið
kastað yfir kistu Ruth datt engum
i hug, að þar með væri ekki saga
hennar öll. HUn ætti eftir að koma
við sögu eftir dauðann, rétt eins
og hUn hafði gert i lifanda lifi....
Bannfæringin, sem hún hafði les-
ið yfir þeim, sem ekki myndu
uppfylla siðustu ósk hennar, átti
eftir að verða að raunveruleika.
Ásóttur
Hugsunin um konuna ásótti
stöðugt George Ellis. Hann sagði