Tíminn - 06.07.1975, Síða 15

Tíminn - 06.07.1975, Síða 15
Sunnudagur 6. júli 1975. TÍMINN 15 Andrea, sonur Ruth Ellis, fer á hverju ári meö hálfsystur sinni og leggur krans á leiöi máöur sinnar. þeim fáu vinum, sem ekki yfir- gáfu hann i þessum þrengingum, að Ruth hefði birzt honum hvað eftir annað fyrsta mánuðinn eftir að hún var tekin af lifi. Hún stóð fyrir framan hann ljóslifandi, og baö hann að sjá til þess að hún yrði grafin i vigða mold. Húnsagðistaldrei myndu geta fundið ró i gröfinni, þar sem hún lægi, eftir þvf sem Ellis sagði við vini sina. Ellis hafði góða stöðu sem tann- læknir, fallegt heimili átti hann, oghann hafði góðar tekjur. öllum féll vel við hann, en kona hans Ruth eyðilagði allt. Þegar hún var dæmd til dauða og tekin af lifi fóru sjúklingarnir að afpanta tima hjá honum. Meira að segja þeir, sem höfðu verið góðir vinir hans fóru að sniðganga hann. Það var eins og fólk kenndi honum hálft um hálft um það, sem gerzt hafði. Þaö var farið að piskra um hann I hverju homi. Nokkrum vikum eftir aftökuna sagði Ellis við blaðamann nokk- urn: — Ég hef séð meðaumkun i augum fáeinna, en flestir virðast spyrja sjálfa sig, þegar þeir horfa á mig. — Hvernig getur maður eins og hann hafa átt nokkur sam- skipti viö konu eins og Ruth Ellis? Dag nokkurn sagði Ellis við starfsfélaga sinn: — 1 gærkvöldi kom hún aftur. Hún sagði, að ég myndi ekki fá frið fyrir henni, fyrr en ég hefði fengið jarðneskar leifarhennar fluttar i vigða mold. Og ég fæ engan frið. Ég er að missa vitið. Hún ofsækir mig dag og nótt. Sjúklingarnir, gamlir og ungir, störðu á hann úr tannlæknastóln- um. Og þegar það gerðist einn góðan veðurdag, að tiu ára gömul stúlka spurði hann: — Erþað satt að þeir hafi hengt konuna þina? gat hann ekki afborið þetta leng- ur. Hann sendi litlu dóttur sina til ættingjanna — og svo hvarf hann. I marga mánuði vissi enginn, hvað af honum hafði oröið. Lög- reglan var beöin um að leita að honum — og hiln fannhann. Hann var farinn að vinna sem sendill I öðrum borgarhluta Lundúna- borgar. Fjölskyldunni var einungis skýrt frá þvi, að hann væri á lifi, og liði vel, þar sem lög- reglan neitaði að gefa upp hvar hann dvaldist. Samstarfsmenn hans á nýja staðnum vissu ekki hver hann var I raun og veru. Þeir kölluðu hann George, en vissu ekki um eftir- nafnhans. Þegar svo blaðamaður þekkti hann allt i einu aftur, grát- bað George hann um að koma ekki upp um sig. Hann sagði blaðamanninum einnig, hvernig honum hafði liðið. — Ég losna ekki við Ruth. Þeg- ar ég sé ljóshærða konu finnst mér það vera hún. Loki ég augun- um, sé ég hana fyrir framan mig á þvi augnabliki, sem hún gekk að gálganum. Ég heyri hana stöðugt segja: „Hjálpaðu mér, George, hjálpaðu mér.” Ástin Ellis sagðist lika hafa leitað með logandi ljósi I skuggahverf- um Lundúna, þar sem kona hans hafði haldið sig, til þess að reyna að finna þar sönnun fyrir sakleysi hennar. Tækist honum það, gæti hann uppfyllt ósk hennar. — Ég elska hana, sagði hann klökkur, — og mér stendur ná- kvæmlega á sama um það, hvað þeir segja um hana. Ellishefur leitað að manninum, sem hafði lánað Ruth skamm- byssuna, sem hún notaði til þess aö drepa elskhuga sinn með. Hann trúði þvi, að fyndi hann þennan mann, gæti hann borið vitni um það, að Ruth hefði verið brjáluö á þvi augnabliki, sem hún framdi verknaðinn. Kvöld nok.kurt réðist hópur manna á hann, og skar hann með rakvélablöðum, og bað hann um að hverfa frá London. — Gleymdu byssunni, annars eigum við eftir að drepa þig, sögðu mennirnir. Þá ákvað Ellis að hverfa fyrir fullt og allt. Hann fór úr landi i von um að finna frið, en fljótlega var hann þó kominn aftur heim til Englands. Hann fór aftur að stunda tann- lækningar I London, en þrátt fyrir það fann hann ekki frið. Ruth hélt áfram að ásækja hann. Aftur bugaðist hann. Eftir að hafa flækzt um I nokkurn tima fór hann að vinna á hóteli i Jersey. Nú hafði hann gefizt upp. Einn morguninn kom hann ekki til morgunverðar, og þegar ein af starfsstúlkunum ætlaði að að- gæta, hvað hefði komið fyrir hann, fann hún hann dáinn. Hann haföi valið sama dauðdaga og kona hans hafði valið eiskhuga sinum. En það skipti ekki máli, þótt George Ellis væri dáinn. Ruth Ellis hélt áfram að ásækja aðra. Þaö liðu mörg ár, þar til siðasta ósk hennar var uppfyllt. Dálitið óvænt varð að gerast áður en jarðneskar leifar hennar voru fluttar I vigða jörð. Svarti föstudagurinn Brezku blöðin nefndu föstudag- inn 13. júli Svarta föstudaginn, en þann dag hafði Ruth Ellis verið hengd. En hin raunverulega óhamingja hafði gerzt miklu fyrr. Ruth fæddist I Wales árið 1926. Faöir hennar var hljóðfæraleik- ari á farþegaskipi, og þegar Ruth var 17 ára fluttist fjölskyldan i eitt af úthverfum Lundúna. Þar fór Ruth að vinna sem fram- reiöslustúlka. A veitingastaðnum, þar sem hún vann hitti hún kanadiskan hermann, em notaði timann til þess að segja henni frá þvi hversu dásamlegt lifið væri i Kanada. Þegar striðið væri búið skyldu þau flytjast til Kanada og gifta sig, — lofaði hann henni. Þegar Ruth var svo orðin ófrisk hvarf hermaðurinn á braut, og hún stóð eftir alein og þurfti að sjá syni sinum Andrea farborða. Ruth hafði orðið fyrir miklu áfalli, en hélt áfram að vinna eftir að Andrea fæddist árið 1943. Þeg- ar hún var tvitug hitti hún George Ellis. Þá var hún farin að vinna á næturklúbb i London. Hjónaband þeirra varð ekki hamingjusamt af tveimur orsökum. Ellis var forfallinn drykkjusjúklingur, og þar við bættist að hann var næst- um helmingi eldri en Ruth. Hann vildi að hún héldi sig heima fyrir, en Ruth elskaði næturlif Lundúnaborgar. Það hefur aldrei nokkur maður efazt um, að Ellis hafi elskað Ruth af öllu hjarta. Hann gerði llka allt sem i hans valdi stóð til þess að vinna og halda ást henn- ar, en það hafði engin áhrif á Ruth. Eftir fimm ára hjónaband og nokkru áður en dóttirin, Ge- orgina, fæddist, i október 1951, yfirgaf hún hann. Hún skildi barnið eftir hjá Ellis, en sjálf fór hún að vinna í næturklúbbum i London, og það . geröi hún allt fram til ársins 1953, að hún hitti ungan, myndarlegan kappakstursbílstjóra, sem hét David Blakely. Hann var 23 ára gamall, og læknissonur. Ruth varð þegar ástfangin af honum. Þau hæfðu vel hvort öðru, og fóru að vera saman. Ruth hafði þegar hér var komið sögu átt svo marga vini, að litið var á hana sem nokkurs konar vændiskonu, ef hún þá var það ekki I raun og veru. Blakely bjó hjá Ruth fimm daga vikunnar, en um helgar fór hann heim til móður sinnar. Til að byrja með hafði Ruth mikinn áhuga á David Blakely, en hún var þó ekki yfir sig ástfangin af honum. Hún meira að segja yfirgaf hann vegna annars manns, en David elti hana og lagði hart að henni að koma aftur til sin. Hún gerði það, vegna þess að hún þurfti jafn mikið á honum að halda og hann á henni. Hann gat barið hana annan daginn, en næsta dag sendi hann henni blóm- vönd. A kortinu stóö: Fyrirgefðu mér, ástin min. Ég elska þig! Blakely trúði þvi, að tækist hon- um að gera Ruth afbrýðisama, tækist honum einnig að halda henni fyrir sig. Þess vegna setti hann trúlofunartilkynnngu i dag- blað. Ruth sá tilkynninguna og heimtaði að hann hætti við hina stúlkuna, og kæmi aftur til sin. Nú tóku þau saman á leigu ibúð. Blakely varð mjög hrifinn af syni hennar, Andrea, og Ruth fór smátt og smátt að velta þvi fyrir sér, hvenær þau gætu gift sig. En þaö var hindrun I veginum. Hún var enn gift George Ellis. Skilnaðurinn Blakely féll vel sá háttur, sem þau Ruth höfðu á sambúð sinni, en honum hafði aldrei komið til hugar sá möguleiki, að þau giftu sig, þar sem hann hefði ekki vilj- að giftastkonu með fortið á borð við fortiö Ruthar. Hún hafði sjálf ekki minnstu hugmynd um, að hann hugsaði þannig, og var viss um að hann giftist henni jafn- skjótt og hún fengi skilnað. Þar skjátlaðist henni hrapallega, enda var David oröinn alvarlega leiður á henni þegar hún loksins haföi fengið skilnaðinn. Allar vonir Ruth urðu engar þegar hann stutt og laggott sagði henni, að hann gæti alls ekki hugsað sér að giftast henni, og hann væri orðinn dauðleiður á henni. Hann fór aö fara út og skemmta sér með öðrum konum, en Ruth sat heima og grét. Brátt fór hún lika aö drekka. Hún átti ekki peninga, og hafði ekki vinnu. Hún hafði ekki upp á annað að hlaupa en peningana, sem David gaf henni. Við þetta bættist svo, að hún var barnshaf- andi á ný. Hún sagði að Blakely færi faðirinn, og þegar hann kom svo i eitt skiptið til þess að sækja eitthvað af dótinu sinu, lentu þau i hræðilegu rifrildi. Hann kastaði henni I gólfiö, og afleiðingin varð sú, aö hún missti fóstrið. Nú fékk hún engin blóm frá honum. A annan i páskum 1955 yfirgaf David ibúðina klukkan sjö um kvöldið. Hann sagði Ruth að hann ætlaði að heimsækja nokkra vini sina. Þegar hann kom svo ekki til baka, varð Ruth að sætta sig við þá bitru staðreynd, að hann hafði yfirgefið hana. Alla nóttina og allan næsta dag var Ruth heima, — undir áhrifum áfengis. Hún reyndi að hringja i vini Davids til þess aö komast að þvi, hvar hann væri, en þegar þeir heyrðu, að hún var i simanum, skelltu þeir strax á. David var bú- inn aö segja þeim, að hann væri hættur við hana. Hún var algjör- lega forsmáð, og enginn vildi hlusta á harmatölur hennar. Að lokum fann svo Ruth bilinn hans, þar sem hann stóð. Hún náöi sér i hamar og braut eina rúðuna. Lögreglan tók hana fasta, en eftir að hafa heyrt hina hörmulegu sögu hennar var henni sleppt aftur með áminningu eina saman. Nú var hún full af hatri i garð mannsins, sem hún hafði áður látið vef ja sig örmum og átt góðar stundir með. Hann vildi ekkert lengur með hana hafa, og hans vegna hafði hún misst barnið. Hún fékk nú lánaða byssu hjá vini (i dag er vitað hver það var) og sex skot. Svo fékk hún sér leigubil og ók að bar, sem var i út- jaöri Lundúna, en þar vissi hún, aö David var vanur að halda sig. Þegar hún leit inn i gegnum gluggann, sá hún hann sitja við eitt borðanna, og með honum voru nokkrir vinir hans. Ruth stóð fyrir utan i myrkrinu og beið. Hún var i brennivinsvimu. Klukkan niu kom Blakely út af barnum. Ruth steig fram og eng- inn sagði orð, heldur hleypti hún þegar af. Hann féll til jarðar strax eftir fyrsta skotið, en það var henni ekki nægilegt. Hún gekk nær honum og skaut skotun- um, sem eftir voru I byssunni. Þrjú skotanna hæfðu David. Hún sneri sér hægt og rólega að þeim sem nú kom þjótandi út eftir að hafa heyrt skothvellina, og sagði: — Vill ekki einhver hringja i lögregluna? David var fluttur á sjúkrahús i sjúkrabil, en hann var dáinn, þeg- ar þangað kom. Ruth Ellis var enn með byssuna ihöndunum.þegar hún var hand- tekin. Það er fullvist, að hefði Ruth aðeins skotið fyrsta skotinu hefði hún aldrei verið tekin af lifi. Nú benti rikissaksóknarinn á það, að hún hefði skotið sex skotum, og þess vegna var hún sek um morð af yfirlögðu ráði. Verjandinn benti á, að hún hefði verið svo drukkin, að hún hefði ekki vitað, hvað hún gerði. Þess vegna yrði að fjalla um mál henn- ar sem manndráp. Enginn óskaöi þess að sjá Ruth hengda. Meira að segja rikissak- sóknarinn viðurkenndi, að þessi kona hefði orðið fyrir svo miklu illu, og orðið að liða svo mikið, að taka yrði tillit til þess, að hún hefði misst stjórn á sér þess vegna. En Ruth Ellis gerði stöðugt allt, sem I hennar valdi stóð, til þess að hún hafnaði i gálganum. — Hver var eiginlega tilgang- urinn hjá yður, þegar þér hélduð áfram að skjóta? spurði rikissak- sóknarinn. — Það hlýtur að vera augljóst. Ég ætlaði mér að drepa hann, sagði hún. Þetta svar hafði úrslitaáhrif, en eins og það væri ekki nægilega skýrt bætti Ruth við: — Ég drap manninn, sem ég elskaði. Ég vil ekki lifa lengur. Ég vil bæta fyrir brot mitt með þvi að fylgja hon- um þangað, sem hann fór, hvert sem það hefur nú verið. Kviðdómurinn var fjarverandi úr dómssalnum i 23 mlnútur, og leit ekki á hana, þegar hann korh inn aftur, en það var gott merki um það, að dauðadómur yröi upp kveðinn. Dómarinn leit hins veg- ar á hana, þegar hann las upp dóminn, með rödd, sem var i þann veginn að bresta. Það var aðeins konan, sem sat á saka- mannabekknum, sem var róleg. Hún virtist ekkert hafa við orðin að athuga: A að hengjast, skal verða grafin i fangelsisgarðinum, þegar aftökunni er lokið. Bænaskjal Eitthvað yfir 50 þúsund manns undirskrifuðu bænaskjal til innanrikisráðherrans, sem árið áður hafði sent tengdamóður i gálgann, eftir að hún hafði myrt tengdadóttur sina. Hann var ósveigjanlegur, og Ruth var hengd 13. júli. Morguninn, sem hún fékk að vita að timinn væri liðinn reykti hún sigarettu og drakk tvö glös af koniaki áður en hún hélt til gálg- ans óhrædd. Það var ekki annað aö sjá, en hún biði dauðans I of- Framhald á bls. 39. Akveöiö hefur veriö aö kvikmynda sögu Ruth Ellis. Angie Bowie hefur verið valin til þess aö fara meö hlutverk hennar. Angie er gift söngvaranum David Bowie.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.