Tíminn - 06.07.1975, Síða 19
Sunnudagur 6. júli 1975.
TÍMINN
19
N
tJtgefandi Framsúknarflokkurinn.
Framkvæmdastjúri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500
— afgreiösiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
Biaöaprenth.f.
íþróttalögin
Það var á stofnþingi Sambands ungra Fram-
sóknarmanna, sem haldið var að Laugarvatni
sumarið 1938, að Hermann Jónasson, sem þá var
menntamálaráðherra, skýrði fyrst frá þvi, að
hann hefði ákveðið að setja sérstök lög um iþrótta-
starfsemina. 1 ræðu, sem hannflutti á þinginu, fór-
ust honum m.a. orð á þessa leið:
,,Enn er það nauðsynlegt, að iþróttir verði aukn-
ar og bættar meðal landsmanna allra. Þær eru
vinna, sem við búum okkur til, erfiði, sem kennir
mönnum að láta á móti sér og reyna á sig. Þær eru
þvi hinn bezti undirbúningur undir sjálfa lifsbar-
áttuna. Þær eru og einnig góð skemmtun, auka
heilbrigði, gleði og léttlyndi, sem við sannarlega
þurfum meira af en við höfum.
Ég hefi nýlega skipað niu manna nefnd til þess
að athuga og undirbúa tillögur til rikisstjórnarinn-
ar fyrir næsta reglulegt Alþingi um það, hvernig
hagkvæmast verði að efla iþróttastarfsemina og
likamsræktina meðal þjóðarinnar, fyrst og ffemst
með það sjónarmið fyrir augum, að áhrif iþrótt-
anna til þroska, heilsubótar og hressingar nái til
sem flestra i þessu landi. Erlendis hefir risið upp
styrk hreyfing, sem sumstaðar hefir verið styrkt
af rikinu, þess efnis að innprenta mönnum þau
sannindi, að það sé rik skylda hvers manns að
haga lifi sinu öllu viðvikjandi klæðnaði, mat og
drykk og öðrum lifsvenjum þannig, að heilsan
varðveitist sem best og að menn hafi sem mesta
hæfni til að vinna. Ég geri mér vonir um, að við
getum i sambandi við þær breytingar, sem mér
þykir liklegt að gerðar verði á iþróttamálunum,
tekið upp samskonar starfsemi hér á landi. Enda
er ég þess fullviss, að hennar er mikil þörf, þvi það
brestur mjög á, að hollustuhættir hér á landi séu
þannig, að við verði unað, en við það lamast
starfsþrek og framtak þjóðarinnar meir en menn
gera sér ljóst.”
Nefnd sú, sem Hermann Jónasson minntist á i
ræðunni, skilaði áliti sinu á tilsettum tima.
Iþróttalögin voru svo sett á þingi 1939. Þau eru þvi
orðin 36 ára gömul. Óhætt er að segja, að þau hafi
markað timamót i iþróttasögu landsins. Þá var
stofnaður iþróttasjóður með árlegu rikisframlagi
og sett á stofn iþróttanefnd rikisins, sem m.a. út-
hlutar fé úr sjóðnum til margskonar iþróttafram-
kvæmda, svo sem sundlauga og iþróttahúsa.
Framkvæmdir á þessu sviði hafa siðan aukizt
jafnt og þétt um land allt. Með iþróttalögunum var
sund gert að skyldunámsgrein fyrir öll börn, sem
heilsu hafa til þess náms, og var það ákvæði lag-
anna þá einsdæmi i heiminum.
Þótt iþróttalögin hafi haft ómetanlega þýðingu
og eflt iþróttirnar og iþróttastarfsemina á marg-
vislegan hátt, er vafalitið kominn timi til að endur-
skoða ýmsa þætti þeirra og færa þá til samræmis
við breytta tima og breyttan aldarhátt. Núverandi
menntamálaráðherra mun lika hafa fullan hug á
að örva iþróttastarfsemina, bæði á þann og annan
hátt, en hann var einn þeirra,sem sátu stofn-
þing SUF, þar sem Hermann Jónasson boðaði
setningu iþróttalaganna.
Þ.Þ.
Benedikt Ásgeirsson:
Útnefning Kohls
sem kanslaraefnis
Schmidt er líklegur til að halda velli
FYRIR skömmu siðan ákváöu
CDU og CSU, að kanslaraefni
þeirra i þingkosningunum 1976
yrði Dr. jur. Helmut Kohl, for-
maður CDU. Með þessari á-
kvöröun er bundinn endir á
langar deilur innan CDU/CSU
um það, hver sé hæfasti kansl-
arinn og liklegastur til að
sigra Helmut Schmidt i kosn-
ingunum 1976.
Deilur þessar eiga að
nokkru rætur sínar að rekja til
þingkosninganna haustið 1972.
Rainer Barzel, þáverandi for-
maður CDU, var kanslara-
frambjóðandi. 1 þessum kosn-
ingum tapaði CDU/CSU veru-
lega og varð næst stærsti
flokkurinn eftir langan feril
sem stærsti og voldugasti
stjórnmálaflokkur Vestur-
Þýzkalands. Eins og eðlilegt
er leiddi þetta tap til manna-
skipta I forystu flokksins.
Barzel lét fyrst af embætti for-
manns CDU, en i staðinn var
Helmut Kohl, fylkisstjóri i
Reihnland-Pfalz, kjörinn for-
maður. Varaformaður var
kjörinn sagnfræðingurinn dr.
Gerhard Stoltenberg, fylkis-
stjóri i Schlesvig-Holstein.
Nokkru siðar sagði Barzel af
sér sem formaður þingflokks
CDU/CSU, en þvi embætti
hafði hann gegnt i tiu ár. 1 það
embætti var kosinn dr. Karl
Carstens, sem hafði um langt
skeið verið prófessor i lögum
og gegnt ýmsum mikilvægum
opinberum störfum. Eftir
þessa nýskipun i forystu CDU
var Barzel horfinn úr sviðs-
ljósi stjórnmálanna. Auk ósig-
urs hans i kosningunum 1972
átti Franz Josef Strauss nokk-
urn þátt i pólitisku falli hans.
NOKKUR ágreiningur kom
fljótlega upp um það, hver af
hinum nýju og gömlu forystu-
mönnum CDU/CSU yrði boð-
inn fram sem kanslari i þing-
kosningunum 1976 i staðinn
fyrir eina ákveðna persónu,
sem engar deilur stóðu um
komu, eftir fyrrnefnda ný-
skipan, a.m.k. 4 eða 5 af leið-
togum CDU/CSU til greina.
Sem formaður CDU var
Helmut Kohl i tiltölulega góðri
aðstöðu, sem hann notaði lika
til að styrkja stöðu sina innan
flokksins. Kohl hefur hinsveg-
ar ýmsa galla, sem koma til
með að há framboði hans
nokkuð. Kohl á að visu mjög
árangursrikan feril að baki,
sem fylkisstjóri,en hann hefur
aldrei verið ráðherra i nokk-
urri sambandsstjórn, og
hann hefur aldrei átt sæti á
Sambandsþinginu i Bonn.
Þess vegna skortir hann
reynslu i þeim málum, sem
stjórnin i Bonn fer með. Hann
hefur einkum takmarkaða
þekkingu á efnahags- og utan-
rikismálum — Franz Josef
Strauss gerir óspart gys að
vanþekkingu Kohls i utanrik-
ismálum, — en það eru þeir
tveir málaflokkar, sem kanzl-
ari verður nauðsynlega að
kunna góð skil á. Kohl hefur
hinsvegar bætt nokkuð úr
þessum göllum með þvi að
safna um sig miklu hæfileika-
fólki. Dr. Kurt Biedenkopf,
sem Kohl gerði að fram-
kvæmdastjóra CDU, er aðal
hugsuður flokksins. Bieden-
kopf, sem er aðeins rúmlega
fertugur að aldri, á að baki ó-
venjuleganferil sem prófessor
ilögum, yngsti háskólarektor i
Vestur-Þýzkalandi og fram-
kvæmdastjóri hjá stórfyrir-
tæki. Menn eru almennt sam-
mála um, að pólitiskir sigrar.
CDU að undanförnu séu að
Helmut Kohl.
miklu leyti árangursriku
starfi hans að þakka. Það hef-
ur meira að segja verið stung-
ið upp á þvi að gera hann að
kanslaraframbjóðanda. 1
stórum dráttum má segja, að
Kohl og Biedenkopf, ásamt
félagsmálanefnd CDU með
Hans Katzer i broddi fylking-
ar, myndi hinn frjálslyndari
arm CDU/CSU. Þeir vilja
m.a. bæta félagslegsmálalög-
gjöfina, koma á atvinnulýð-
ræði i einhverri mynd og halda
„austurpólitikinni” áfram á
mikið til sama grundvelli og
hingað til. Hinn ihaldssamari
armur CDU/CSU hefur hins-
vegar að nokkru aðrar skoð-
anir á þessum málum.
AÐAL MALSVARI hins i-
haldssamara arms CDU/CSU
er Frans Josef Straus for-
maður CSU. Hann var enn-
fremur skæðasti keppinautur
Kohls við útnefningu kansl-
araframbjóðanda CDU/CSU.
Strauss á að baki langan
stjórnmálaferil sem þing-
maður varnarmálaráðherra
og fjármálaráðherra. Það er
óhætt að fullyrða, að hann hafi
almennt meiri reynslu i
stjórnmálum, einkum i utan-
rikis- og fjármálum, en Kohl.
Hins vegar hafa valdagræðgi
hans og vanstilling valdið þvi,
að hann hefur gert ýmis fræg
pólitisk afglöp og eignazt
marga óvini. Nokkru er ábóta-
vant um pólitiskt siðgæði
hans, en það einkennist af við-
horfinu: tilgangurinn helgar
meðalið. Eftir mikla sigra
CSU I fylkiskosningunum i
Bayern ioktóber ’74, sem voru
(ranglega) þakkaðir Strauss,
jukust möguleikar hans á þvi
að verða kanslaraframbjóð-
andi. Sigur skoðanabróður
hans Dregger, formanns CDU
i Hessen, I fylkiskosningunum
þar styrktu ennfremur stöðu
Strauss og Ihaldssamari hluta
CDU/CSU. Um tima leit út
fyrir, að Strauss myndi fara
meö sigur af hólmi i viður-
eigninni við Kohl. Gömul af-
glöp hans gleymdust i skugga
fortiðarinnar, og ræður hans
báru um skeið vitni um still-
ingu og hlutlægni.
Það varð ekki löng bið á þvi,
aö hið rétta andlit Strauss
kæmi I ljós. t frægri ræðu, sem
hann flutti fyrir þingflokk CSU
I Sonthofen (ræðan er kennd
við þann stað), lýsti hann
uppáhaldsbaráttuaðferðum
sinum. Aðal markmiðið var að
koma stjórn SPD/FDP frá
völdum. Þess vegna bæri að
óska þess, að ástandið i
Þýzkalandi versnaði sem
mest. Ennfreritur átti að telja
kjósendum trú um það, að
kreppuástand væri á næsta
leiti, og að öryggi borgaranna
væri almennt hætta búin
vegr.a hryðjuverka. Aðalat-
riðið væri að skapa svo mikinn
ótta og óhug á meðal kjós-
enda, að þeir væru móttæki-
legir fyrir hin öfgakenndu
„meðul” CDU/CSU við þessu
ástandi.
Ræðu þessari, sem af skilj-
anlegum ástæðum, átti ekki að
birta, var dreift á meðal fjöl-
miðla og stjórnmálamanna af
einhverjum óþekktum aðila.
Eölilega varð Strauss fyrir
mikilli gagnrýni af hálfu blaöa
og forystumanna SPD/FDP,
og óvinsældir hans jukust til
muna. Þar sem Strauss er
einn af valdamestu mönnum
kristilegu flokkanna hafði
þessi ræða hans ennfremur
neikvæð áhrif á vinsældir
CDU/CSU. Telja má liklegt,
að lélegur árangur CDU i
fylkiskosningunum i Rhein-
land-Pfalz, Schleswig-Hol-
stein og Saarland eigi að
nokkru rætur sinar að rekja til
þessarar ræðu. Flestum nema
CSU var ennfremur orðið
ljóst, að Strauss væri ekki
hæfur til að gegna embætti
kanslara.
AF ÖÐRUM HUGSANLEG-
UM keppinautum Kohls voru
þá aðeins eftir Gerhard
Stoltenberg og Karl Cartens,
sem báðir teljast til ihalds-
samari arms CDU. Stolten-
berg hefur að visu mun meiri
reynslu og þekkingu, einkum á
fjármálum, en Kohl, en hann
nýtur ekki sömu vinsælda og
hefur ekki eins sterka aðstöðu
innan CDU. Carstens, for-
maður þingflokks CDU/CSU,
hefur svipaðar skoðanir og
Strauss á ýmsum málum. Það
hjálpar honum hins vegar lit-
ið, og hann er umdeildur sem
þingflokksformaður, einkum
hefur sú taktik hans að vera á
móti öllu, sem stjórn
SPD/FDP leggur til, sætt
nokkurri gagnrýni.
Niðurstaðan varð þvi sú,
sem fyrr segir, að Kohl og
frjálslyndari armur CDU báru
sigur af hólmi i þessum innan-
flokksdeilum kristilegu flokk-
anna. Strauss og hægri armur
CDU/CSU hafa samt sem áður
all sterka stöðu, og þeir koma
til með að hafa nokkur áhrif á
stefnu CDU/CSU.
Aðalspurningin er sú, hvort
Helmut Kohl hafi nokkra
möguleika á þvi að sigra
Helmut Schmidt i kosningun-
um 1976. Að visu mun þróunin
I efnahagsmálum ráða miklu
um árangur SPD/FDP, en
nokkuð veltur á þvi, hvernig
kanslarinn og mótframbjóð-
andi hans standa sig. Flestir
eru sammála um, að Schmidt
sé hæfari til að fara með emb-
ætti kanslara en Kohl, meira
að segja sumir flokksbræður
Kohls hafa meira álit á
Schmidt sem kanslara. Það er
óhætt að fullyrða, að Schmidt
hafi miklu meiri reynslu og
þekkingu á nær öllum mikil-
vægari málaflokkum, auk
þess er hann mun betri ræðu-
maður en Kohl, sem hefur
frekar þunglamalegan ræðu-
stil. Hinsvegar má gera ráð
fyrir þvi, að kristilegu flokk-
arnir standi sameinaðir að
baki Kohls, og að frjálslynd
stefna hans njóti nokkurra
vinsælda á meðal kjósenda
FDP og jafnvel SPD. Þekking
og vinsældir Schmidts skipta
þó trúlega meira máli. Þess
vegna er liklegt, að Schmidt
beri sigur af hólmi i kosning-
unum 1976.