Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 24

Tíminn - 06.07.1975, Qupperneq 24
24 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 63 fellur mér ekki sú tilhugsun, að það sé aðalatriðið. Ertu mér sammála um þetta?" — ,,já." Teasle meinti þetta fyllilega. Það siðasta sem hann vildi var að andstæðingur hans yrði sundur- skotinn einhvers staðar uppi í hæðunum, án þess hann fengi neitt við ráðið. Teasle vildi láta handsama hann og færa til byggða. Hann vildi fylgjast með hverju skitnu smáatriði í meðhöndlun fanga síns. — „Gott og vel," sagði Trautman. — Ég er ekki viss um að aðstoð mín komi þér að neinu gagni. Ég held, að enginn af leitarmönnum þínum komist nokkru sinni svo nærri honum að sjá hann, hvað þá heldur að þeir hand- sami hann. Hann er miklu harðgerðari og úrræðabetri en þú getur ímyndað þér. Hvernig stóð á því, að hann drap þig ekki líka? hvernig í ósköpunum vildi það til, að þú slappst undan honum?" Enn einu sinni þóttist Teasle heyra brydda á stolti og vonbrigðum i rödd Trautmans.— „Það er engu líkara, en þér þyki það vera miður?" — „Mér þykir það miður — á vissan máta. En þú þarft ekki að taka það sem persónulega óvild mína í þinn garð. Strangt til tekið hefði honum ekki átt að mistakast. Þjálfun hans og hæfileikar eiga að tryggja það. Ef þú hefðir verið óvinur hans, og þú hefðir sloppið, þá væri þetta vissulega mjög alvarlegt. Mér þætti fengur í að komast að því hvers vegna þetta kom f yrir. Kannski geta hermennirnir mínir lært eitthvað gagnlegt af því. Hvernig hef ur þú annars skipulegt þetta f ram til þessa? Hvernig fórstu að því að safna Þjóðvarðliðinu saman með svo skömmum fyrirvara?" — „Þeir höfðu ákveðið heræfingu um helgina. Allur tækjabúnaður þeirra var tilbúinn. Það eina sem ég gerði, var að f lýta því að þeir kæmu saman til æf inga." — „En þetta er borgaraleg aðalbækistöð? ? Hvar eru aðalstöðvar hersins? — „Aðeins neðar við veginn í enn öðrum vörubíl. En yfirmennirnir láta okkur um að stjórna og skipa fyrir. Þá langar til að kanna hvernig liðsmenn þeirra standa sig uppáeiginspýtur. Þeir fylgjast með úr f jarlægð eins og við heræfingarnar.." — „Heræfngarnar," sagði Trautman. Þeir líta á þetta sem einhvern leik. öllum þykir þeim gaman að leikjum. Hvers vegna heldur þú að hann sé enn hér í nágrenn- inu?" — „Vegna þess að við höfum fylgst með hverjum ein- asta vegi kring um hæðirnar, síðan hann hvarf upp í þær. Það er óhugsandi, að hann hafi komist niður óséður. Jaf nvel þótt honum hefði tekist það hefði ég f undið það á mér. — „Hvað þá?" — „Ég get ekki skýrt það nánar. Eins konar viðbótar- skilningarvit, sem ég virðist búa yfir eftir það sem á undan er gengið okkar á milli. Það skiptir ekki máli. En hann er enn þarna uppfrá. Á morgunn sendi ég leitar- menn á eftir honum. Ég 'hætti ekki fyrr en það verð- ur einn við hvert einasta tré." — „Það er vitaskuld ógerlegt með öllu, þess vegna er staða hans enn jaf n góð og hún var. Hann er sérf ræðing- ur í skæruhernaði. Hann kann að lif a af landsins gæðum. Þú þarft að senda mönnum þínum mat og vistir. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu slíku. Hann hefur lært þolinmæði og getur því falið sig einhvers staðar og hummað fram af sér bardagann það sem eftir er ársins ef honum er það nauðsyn. Það er erfitt að finna hann, því þetta er aðeins einn einasti maður. Hann á allt undir sjálfum sér og þarf því ekki að fylgja fyrirskipunum. Hann þarf heldur ekki að samhæfa sig gerðum eins eða neins. Þess vegnageturhann verið á hraðri ferð, skotið á menn, forðað sér eitthvað annað og fundið sér nýjan felustað. Síðan getur hann hafið sama leikinn á ný, rétt eins og þjálfarar mínir kenndu honum." — „Þetta er nógu glæsilegt, sagði Teasle. Nú er best að þú kennir mér svolítið af þessu." ÞRIÐJI KAFLI. Rambo vaknaði í myrkri. Hann lá á köldum og f lötum steini. Hann vaknaði vegna sársaukans í brjóstkassan- um, Hann var svo bólguþrútinn og sár, að Rambo varð að losa um beltið, sem hann hafði spennt um brjóstkassann. ( hvert sinn sem hann andaði að sér — skárust rif beinin í hann, svo hann gat ekki annað en hrokkið saman af sárs- aukanum. Ekki hafði hann hugmynd um hvar hann var niðurkominn. Hann giskaði á að það væri hánótt, en hánn skildi ekki hvers vegna myrkrið var svo algert. Hvergi sá í gráma í sortanum. Hvergi glitti í stjörnu né blikaði á ský. Hann deplaði augunum, en myrkrið vék ekki. i fyrstu óttaðist hann, að augu sín hefðu skaddast eitt- hvað. Hann fálmaði í skelf ingarákafa með báðum hönd- um á steininum, sem hann lá á og þreifaði umhverf is sig hálftrylltur af hræðslu. Hann snerti raka klettaveggi. Hellir — hugsaði hann með sér, hálf ruglaður. Ég er í helli. En hvernig stendur á því? Hann var enn í hálfgerðu dái þegar hann staulaðist út. HvaB litur var á bil hans?? A fötum hans? A skyrtu hans? Var hann meB hatt? Klukkan hvaB var þetta?^ \ Sunnudagur 6. júll 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veöurfregnir. 8.15 Létt morguniög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaöanna. 9.15 Morguntónleikar. Veöurfregnir). a. W Kempff leikur á píano ton- list eftir Bach. b. Konsert fyrir klarinettu og hljóm- sveit i A-dúr (K622) eftir Mozart. Jack Brymer og Konunglega filharmóniu- sveitin i Lundúnum flytja. Sir Thomas Beecham stjórnar. c. Sinfónia nr. 4 i A-dúr op. 90 eftir Mendel- sohn. Sinfóniuhljómsveit danska útvarpsins leikur, Fritz Busch stjórnar. 11.00 Messa I Oddakirkju á Rangárvöllunt. Prestur: Séra Stefán Lárusson. Org- anleikari: Anna Magnús- dóttir. (Hljóðritun frá 8. júni s.l.). 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Með eigin augum. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Lind- quist-bræður leika. 14.00 Staldrað við á Blönduósi, — fimmti og síðasti þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miödegistónleikar: Frá útvarpinu í Bcrlin. Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Berlin flytur tónlist eftir Schumann. Stjórnandi: Dietrich Fischer-Dieskau. Einleikari: Jean-Bernard Pommier. a. Konsert fyrir pianó og hljómsveit i a-moll op. 54. b. Sinfónia nr. 2 i C- dúr op. 61. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Ailtaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Eirikur Stef- ánsson stjórnar. Blessuð sólin. Sagnir og sögur um sólina. Flytjendur ásamt stjórnanda: Guðbjörg Hreinsdóttir og Sigriður Halldórsdóttir. 18.00 Stundarkorn með Gérard Souzay.sem syngur lög eftir Richard Strauss. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanum.Sverr- ir Kjartansson annast þátt- inn. 20.00 íslenzk tónlist. a. Til- brigði eftir Pál Isólfsson um stef eftir Isólf Pálsson. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á pianó. b. Sónata fyrir klarfnettu og pianó eft- ir Jón Þórarinsson. Sig- urður Ingvi Snorrason og Guörún Kristinsdóttir leika. 20.30 Dagstund I húsi Jóns Sig- urðssonar. Jökull Jakobs- son tekur saman viðtalsþátt frá Kaupmannahöfn. 21.30 Frá tónleikum Passiu- kórsins I Akureyrarkirkju 6. april s.l. Guri Egge, Lilja Hallgrimsdóttir, Michael Clarke, Jón H. Áskelsson, Sigurður D. Fransson og kammersveit flytja ásamt Passiukórnum undir stjóm Roars Kvam ,,Te deum” eftir Charpentier. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansiög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 7. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Guðjón Guðjóns- son flytur (a.v.d.v.). Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.