Tíminn - 06.07.1975, Side 26

Tíminn - 06.07.1975, Side 26
26 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. Læknar lýsa furðu sinni á greinargerð um hunda- hald.... Nýja svifflugan Svifflugfélag Akureyrar kaupir nýja flugu fyrir um eina milljón króna VIÐ undirritaðir læknar lýsum yfir furðu okkar á greinargerð um hundahald, sem samstarfs- nefnd um heilbrigðiseftirlit á höf- uðborgarsvæðinu hefir nýlega látiö birta i fjölmiðlum og tekin var upp i fréttaauka útvarpsins 2. júni sl. Greinargerð þessi virðist vera samin i þeim tilgangi, að útmála heimilishundinn sem óargadýr i augum þeirra, sem ekkert til hans þekkja og magna upp of- sóknar- og múgsefjunarherferð gegn þeim borgurum, er fundið hafa þörf hjá sér til að halda hunda á heimilum sinum. i sambandi við innihald þessar- ar greinargerðar viljum við sér- staklega vekja athygli á eftirtöld- um atriðum: 1. Eftirlitslaust hundahald hefir viögengizt i Reykjavik i áratugi án þess að nokkrir alvarlegir sjúkdómar eða óþægindi hafi af þvihlotizt. Þar sem nefndin getur ekki lagt fram neinar gildar á- stæður fyrir vandkvæðum á hundahaldi i Reykjavik, hefir hún i rökþrotum sinum gripið til sam- likingar á hundahaldi i Reykjavik og New York, sem á sér enga stoð i veruleikanum vegna stærðar- mismunar borganna og ólikra lifnaðarhátta. Sem dæmi um fá- ránleik þessa samanburðar má t.d. benda á þá staðreynd, að landsvæði á hvern ibúa i Reykja- vik er 15 sinnum stærra en i New York. Ef nefndinni hefði verið umhugað um réttmætan saman- burð við aðrar borgir, hefði verið raunhæft aö taka til viðmiðunar einhverja álika stóra borg á Norðurlöndum. 2. I greinargerðinni er vitnað i visindaritið Science, 13. sept. 1974, þar sem taldir eru upp yfir 40 sjúkdómar, er geti borizt frá hundi til manns. Upptalning þess- ara sjúkdóma hefir einungis fræðilegt gildi og auðvelt væri að telja upp jafnmarga sjúkdóma eða fleiri, sem berast frá öðrum dýrum til manna, t.d. köttum, hestum og fuglum. Algengustu sjúkdóma i hundum, svo sem spóluorma og bandorma er auð- velt að koma i veg fyrir með við- eigandi lyfjum, eins og tiökast i þeim löndum, þar sem heilbrigð- isyfirvöld lita á hlutverk sitt sem þjónustu við andlega og likam- lega velferð fólksins, en ekki valdboð um lifnaðarhætti þess. Greinargerð nefndarinnar fjallar að mestu leyti um hundahald i Bandarikjunum og er I henni m.a. tekið fram, að þar i landi sé einn hundur á hverja 6 ibúa. Ef hætta af hundahaldi er svo mikil sem nefndarmenn vilja vera láta, ætti meirihluti Bandarikjamanna að vera löngu orðinn heilsulaus af hundasjúkdómum og sundurtætt- ur af hundsbitum. 3. I greinargerðinni er vitnað i bréf yfirdýralæknis, þar sem hann segir, að á siðustu 20 árum hafi fundizt igulsullir á 3 slátur- stöðum. Þótt sjálfsagt sé að gæta fyllstu varúðar I þessum efnum, er tiðni igulsulla svo sáralitil, að engin ástæða er til að magna upp ótta við þennan gamla vágest. Má I þvi sambandi vitna i ummæli Dr. Jóns Sigurðssonar, fyrrv. borgarlæknis, i grein um út- breiðslu og útrýmingu igulsulla á Islandi, er birtist i Nordisk Medicinhistorisk Árbok 1970, en þar segir hann orðrétt: „Tilfæld- ene er ikke flere end i lande, hvor man næppe skænker sygdommen en tanke” (tilfellin eru ekki fleiri en i löndum þar sem menn gefa sjúkdómnum varla gaum), og i næstu setningu ,,der er god grund til at tro at infektionfaren'i Island praktisk talt er overstaet”. ( Gild ástæða er til að ætla, að sýkingar- hættan sé i reynd um garð geng- in). 4. í lok greinargerðarinnar eggja nefndarmenn lögreglu og dómsvald til „samræmdra að- gerða” til útrýmingar á hundun- um. Þetta gerræðisfulla heróp felur I sér árás á viðkvæmustu til- finningar þúsunda islenzkra borgara og tilræði við heimilislif þeirra. Framkvæmd þessara „samræmdu aðgerða” mundi hafa i för með sér svo alvarlegar andlegar þjáningar hjá fjölda fólks — einkanlega börnum og gamalmennum — að þær taka langt fram þeim óverulegu óþæg- indum, sem hundar kynnu aö valda. Um aldaraðir hafa borgarbúar fundið þörf hjá sér til að halda Framhald á bls. 39. ASK-Akureyri. Svifflugfélag Akureyrar hefur nú ákveðið að kaupa nýja fiugu i stað þeirrar, er eyðilagðist I brotiendingu slðast- liðið sumar. Hér er um að ræða þýzka vél af gerðinni Ka-6cr, en hingað komin kostar hún um eina milijón. Tvær sams konar vélar eru i eigu Svifflugfélags tslands og hafa þær reynzt afburða vel. Svifflugur af þessari gerð voru á sinum tima einhverjar þær beztu keppnisflugur, sem völ var á, en framleiðslu þeirra var hætt 1973 og höfðu þá verið framleidd- ar um 1600 flugur. En sökum þess að trefjaplast er mjög farið að ryðja sér til rúms i gerö svif- flugna, er hægt að fá fyrrgreinda tegund á mun hagstæðara verði en annars heföi verið. Aðstöðu hafa meðlimir félags- ins á Melgerðismelum i Eyjafirði, en þar á félagið sveitabýlið Mel- brekku og er þar „fullbókað” all- ar helgar sumarsins, þegar viðr- ar til svifflugs. Til kennslunnar notar félagið tveggja sæta svif- flugu af gerðinni Rhönlerche 11, en hún er orðin þrettán ára göm- ul, þá á félagið einnig gamla flugu af gerðinni Grunau Baby, en hún er einungis ætluð þeim, er lengra eru komnir i listinni. Á Mel- gerðismelum hefur félagið til af- nota stórt flugskýli frá striðsár- unum auk skála i Mývatnssveit og verkstæðishúss á Akureyrar- flugvelli, en það hafði lengi háð starfseminni, að ekki var um neinn fastan samastað að ræða á Akureyri. Svifflugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937 og hefur starfað óslitið siðan, félagsmenn eru milli 30-40 og fer áhugi fyrir starfsem- inni sifellt vaxandi. Vandaðar vélar borga sig bezt m HEumn HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu ^//////////////////////////. HF HAMAR véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.