Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 30
30
TrMINN
Sunnudagur 6. júli 1975.
Að ætla sér að rekja sögu
Rogers McGuinn er mikil vinna,
og útkoman verður mikill lest-
ur, bæði fróðlegur og skemmti-
legur. Það er þvi ekki ætlunin að
rekja sögu hans að fullu hér,
heldur fara hratt yfir og tina að-
eins fram það helzta á viðburða-
rikri ævi hans.
Hann fæddist 13. júli 1942 i
Chicago og var skirður James
Joseph McGuinn III. (Hann
kallaði sig framan af Jim
McGuinn, en breytti þvi i Roger
1968 af trúarlegum ástæðum).
Þegar hann var fjórtán ára,
fékk hann sinn fyrsta gitar, en
þá var hann mjög heillaður af
Elvis Presley og byrjaði að
spila eftir eyranu.
Þegar McGuinn var í High
School (nokkurs konar mennta-
skóli), varð hann fyrir miklum
áhrifum af þjóðlagatónlist.
Hann sagði þvi skilið við
rock’n’roll og demdi sér yfir i
þjóðlagatónlist og fór að hlusta
á Bob Gibson og Pete Seeger.
McGuinn kom fyrst fram opin-
berlega I klúbbnum Gate of
Horn 1959, þá aðeins 17 ára
(hlustið á lagið „Gate of Horn”
á plötunni Peace on You), og
skemmti þar og i öðrum þjóð-
lagaklúbbum i Chicago, allt það
ár, þar til hann gekk I lið með
þjóðlaga-hljómsveitinni The
Limeliters og fór með henni til
Los Angeles. Hann var með
henni I sex vikur, og fór þaðan
til San Francisco til að freista
gæfunnar.
í San Francisco fékk hann
Fyrsta Byrds-útgáfan, t.f.v. David Crosby, Chris Hiilman, Gene
Clarke, Michael Clarke og Roger McGuinn.
upphringingu frá Chad Mitchell-
trióinu í New York. Hann skellti
sér þangað, gekk i lið með þeim
og ferðaðist um Bandarikin i tvö
ár. Eftir veruna með The Chad
Mitchell Trio var hann nokkurn
tima með Bobby Darin. Hann
aðstoðaði ýmsa unga þjóðlaga-
söngvara, útsetti fyrir þá lög og
spilaði með þeim, og má þar
nefna Hayt Axton, Judy Collins
og Tom and Jerry (^r seinna
urðu frægir undir nafni’nu Simon
and Garfunkel). Á þessum ár-
um fór nafn McGuinns að
breiðast út um þjóðlagaheim-
inn, en ekkert gerðist, svo að
hann fór til Los Angeles 1964, og
héltþar tónleika á hverju kvöldi
i þrjár vikur I klúbbnum Tru-
badour.
Þar kynnist McGuinn þeim
Gene Clark og David Crosby, og
þeir stofna trfóið Jet Set. Þeir
lenda siðan undir verndarvæng
Jim nokkurs Dickson, sem vann
við World Pacific-stUdióið.
Hann hljóðritaði með trfóinu
nokkur lög, fannst ómögulegt og
fékk þá siðan til að fjölga um
tvo. Þeir Chris Hillman og
Michael Clarke bættust þá i
hópinn.
Þeir gefa út litla plötu undir
nafninu The Beefeaters, en
ekkert gerist.
Dickson keyrir þá áfram, og
um nokkurra mánaða skeið æfa
þeirafkappi. Dickson hljóðritar
og leiðbeinir þeim, og þeir taka
upp nafnið The Byrds. Þeir
komast á samning hjá Columbia
og lagið Mr. Tambourine Man
kemur Ut i april 1965. The Byrds
verða heimsfrægir.
Flutningur The Byrds á Mr.
Tambourine Man átti eftir að
hafa mikil áhrif á þróun rokk-
tónlistar, Folk-rokk varð til, og
fjöldi hljómsveita leit dagsins
ljós.
Siðan kom stór plata, Mr.
Tambourine Man, og annað hit-
lag Turn, Turn, Turn, er varð
jafnvel enn vinsælla en
Tambourine Man og stuttu
seinna stór plata m/ sama
nafni. McGuinn var óumdeilan
lega leiðtogi The Byrds. Hann
átti mestan þátt i sköpun Byrds-
„soundsins” með tólf strengja
gitarnum og einhverri sér-
Kæri Nú-timi!
Ritdeilurnar i Nú-timanum magnast með viku hverri, og i dag hefur ný
rödd bætzt i hópinn: Það er Keflvíkingur, sem kveður sér hljóðs, og fylgir
hann ,,Zeppelinska aiþýðumanninum” að máli, eins og glöggt sést á bréfi
hans.
Stuðningsyfirlýsing við „Zeppelínska alþýðumanninn"
Aðdáun - skynsemi
'oe/ *tro
«0»
«4*
TDEiLURNAR
Ég get ekki orða bundizt
vegna skrifa Hr. Rjóma” um
það, hvort Cream ellegar LED
ZEPPELIN væru höfundar
þungu tónlistarinnar. Það er
ekki nema von að ,,Hr. Rjómi”
vætti næstum þvi buxurnar,
þegar sannleikurinn var rekinn
beint framan i hann/að ZEP
væru höfundar þunga rokksins.
Tónlist ZEP og Cream er ekk-
ert sérstaklega lik, þannig að
ZEP gætu alls ekki verið beint
framhald af Cream (og er þetta
bara ein ástæðan fyrir þvi, að
ZEP geta alls ekki verið beint
framhald af Cream).
,,Hr. Rjómi”! Láttu ekki að-
dáun þina á Cream skyggja
aftur á skynsemina. Það er eng-
stæðustu rödd, er ég hef heyrt.
Þessi fyrsta Byrds útgáfa er af
mörgum talin bezta hljómsveit
allra tima. Aldrei hafði heyrzt
annar eins hljóðfæraleikur, og
allur söngur og röddun áttu ekki
sinn lika.
t næsta Nú-tima verður sagt
frá baráttu McGuinn við að
halda The Byrds gangandi, og
rakinn verður ferill hinna ýmsu
Byrds Utgáfa, sem fram komu á
næstu árum.
Byrds, klæddir og klipptir
samkvæmt tfzku ársins 1964.
inn vafi á þvi, hvor gítarleikar-
anna sé betri, Clapton eða Page,
— PAGE er betri!
Hvers vegna ætti að vera mið-
ur fyrir „Zeppelinska alþýðu-
manninn” að þú virðist vilja
halda það, að Clapton sé betri?
Þú segir að Cream verði beztir
alveg til aldamóta! Hvernig i
fjandanum geturðu vitað það?
Nú þegar er komin ein betri
hljómsveit: LED ZEPPELIN.
Svona mætti halda áfram að
telja upp vitleysurnar I grein
þinni ' en ég hreinlega nenni
þvi ekki.
t lokin vil ég þakka hina góðu
grein I Nú-timanum 1. júnl s.l.
um ZEP, og einnig góðan Nú-
tima.
Keflvlkingur.